Reglugerðafargan Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2018 08:00 Undanfarin ár hafa forsíður blaðanna reglulega greint frá hrakandi geðheilsu íslenskra ungmenna. Þeim líði almennt verr nú en áður. Að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Í allri umræðu um geðheilbrigði er gjarnan bent á mikilvægi þess að bjóða þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga sem víðast, á heilsugæslustöðvum og í skólum. Það er falleg hugmynd. Raunin er því miður sú að skrifstofur sérfræðinga í hæfilegri fjarlægð frá heimilum allra landsmanna er óraunhæf krafa, líkt og dæmin sanna. Fréttir um brottfall úr framhaldsskólum hérlendis hafa einnig birst með reglulegu millibili. Brottfallið sé tvöfalt meira en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Færa má sterk rök fyrir því að orsakasamhengi sé að finna milli andlegrar heilsu ungmenna og brottfalls þeirra úr skóla. Aðgerða er þörf ef taka skal á vaxandi vanlíðan meðal ungmenna hér á landi. Ein lausn á annars margslungnu vandamáli heitir Kara Connect og er netforrit fyrir sérfræðinga. Þar má finna sérkennara, einkaþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og næringarfræðinga, svo fátt eitt sé nefnt. Með forritinu getur sálfræðingur í Reykjavík talað við ungan vistmann á Kvíabryggju eða talmeinafræðingur á Akureyri við skólabarn á Egilsstöðum. Hugmyndasmiðurinn að baki forritinu er fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún lýsti því í viðtali á síðum þessa blaðs síðastliðinn laugardag, að þótt auknum fjármunum væri ráðstafað til barna í vanda, fækkaði þeim ekki sem þyrftu hjálp. Þvert á móti væri þeim að fjölga. Lítið sem ekkert aðgengi væri að faglærðum sérfræðingum og verkfærum til að taka á vandamálunum með reglubundnum hætti. Þrátt fyrir margítrekaðan vilja margra stjórnenda stofnana og sveitarfélaga, í tilfelli Þorbjargar, virðast þeir ekki geta tekið forritið í notkun vegna úrelts reglugerðafargans. Kerfið segir einfaldlega nei. Ungmenni á landsbyggðinni eru í enn verri stöðu en þau sem búa í höfuðborginni. Samkvæmt mannfjöldaspá er fólksfækkun á landsbyggðinni víða viðvarandi. Með því að nýta tæknina væri hægt að samnýta sérfræðinga á milli sveitarfélaga og auðvelda ungmennum það oft þunga skref að sækja sér hjálp. Vandinn er stór og blasir við hverjum sem hann vill sjá – hluti lausnarinnar líka. Samt ætlar hið opinbera að þráast við tímabærum breytingum með úreltar reglugerðir og lagabálka að vopni. Sérfræðiþjónusta á netinu er ekki fáránleg hugmynd, heldur svar við kalli tímans og til þess fallið að bæta líf. Það þarf að breyta þessu áður en kerfið svæfir fleiri góðar hugmyndir. Eina sem þarf er vilji stjórnmálamanna til að greiða götu sjálfsagðra nýjunga. Til hvers höfum við stjórnmálamennina, ef ekki til þess að hrista upp í stöðnuðu bákni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa forsíður blaðanna reglulega greint frá hrakandi geðheilsu íslenskra ungmenna. Þeim líði almennt verr nú en áður. Að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Í allri umræðu um geðheilbrigði er gjarnan bent á mikilvægi þess að bjóða þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga sem víðast, á heilsugæslustöðvum og í skólum. Það er falleg hugmynd. Raunin er því miður sú að skrifstofur sérfræðinga í hæfilegri fjarlægð frá heimilum allra landsmanna er óraunhæf krafa, líkt og dæmin sanna. Fréttir um brottfall úr framhaldsskólum hérlendis hafa einnig birst með reglulegu millibili. Brottfallið sé tvöfalt meira en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Færa má sterk rök fyrir því að orsakasamhengi sé að finna milli andlegrar heilsu ungmenna og brottfalls þeirra úr skóla. Aðgerða er þörf ef taka skal á vaxandi vanlíðan meðal ungmenna hér á landi. Ein lausn á annars margslungnu vandamáli heitir Kara Connect og er netforrit fyrir sérfræðinga. Þar má finna sérkennara, einkaþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og næringarfræðinga, svo fátt eitt sé nefnt. Með forritinu getur sálfræðingur í Reykjavík talað við ungan vistmann á Kvíabryggju eða talmeinafræðingur á Akureyri við skólabarn á Egilsstöðum. Hugmyndasmiðurinn að baki forritinu er fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún lýsti því í viðtali á síðum þessa blaðs síðastliðinn laugardag, að þótt auknum fjármunum væri ráðstafað til barna í vanda, fækkaði þeim ekki sem þyrftu hjálp. Þvert á móti væri þeim að fjölga. Lítið sem ekkert aðgengi væri að faglærðum sérfræðingum og verkfærum til að taka á vandamálunum með reglubundnum hætti. Þrátt fyrir margítrekaðan vilja margra stjórnenda stofnana og sveitarfélaga, í tilfelli Þorbjargar, virðast þeir ekki geta tekið forritið í notkun vegna úrelts reglugerðafargans. Kerfið segir einfaldlega nei. Ungmenni á landsbyggðinni eru í enn verri stöðu en þau sem búa í höfuðborginni. Samkvæmt mannfjöldaspá er fólksfækkun á landsbyggðinni víða viðvarandi. Með því að nýta tæknina væri hægt að samnýta sérfræðinga á milli sveitarfélaga og auðvelda ungmennum það oft þunga skref að sækja sér hjálp. Vandinn er stór og blasir við hverjum sem hann vill sjá – hluti lausnarinnar líka. Samt ætlar hið opinbera að þráast við tímabærum breytingum með úreltar reglugerðir og lagabálka að vopni. Sérfræðiþjónusta á netinu er ekki fáránleg hugmynd, heldur svar við kalli tímans og til þess fallið að bæta líf. Það þarf að breyta þessu áður en kerfið svæfir fleiri góðar hugmyndir. Eina sem þarf er vilji stjórnmálamanna til að greiða götu sjálfsagðra nýjunga. Til hvers höfum við stjórnmálamennina, ef ekki til þess að hrista upp í stöðnuðu bákni?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun