Kauphöllin eldrauð og áfram veikist krónan Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2018 12:34 Íslenska krónan hefur ekki verið veikari í tvö ár. Fréttablaðið/Stefán Það mætti halda að rappsveitin Bæjarins bestu hafi haldið um taumana í Kauphöllinni í dag, því það er rautt á öllum tölum. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutabréfaverði í Högum en hluthafar í smásölurisanum hafa mátt horfa upp á 4,76 prósent lækkun bréfa sinna í dag. Lækkunin er rakin til tilkynningar frá félaginu í gær, þar sem greint var frá 708 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs. Á hæla Haga kemur svo Icelandair en bréf í ferðaþjónustufélaginu hafa lækkað um 3,23 prósent í morgun. Fjarskiptafélagið Síminn og tryggingafélagið TM hafa hvort um sig lækkað um rúm 2 prósent en þorri félaga í Kauphöllinni hafa lækkað um á bilinu 1 til 2 prósent það sem af er degi. Hlutabréfaverð í Eimskipum, sem hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu, hefur þannig lækkað um 1,94 prósent í dag. Skipafélagið lækkaði um tæp 13 prósent í gær eftir að hafa lækkað afkomuspá sína fyrir helgi. Alls hefur verðmæti bréfa í Eimskipum lækkað um næstum 30 prósent á þessu ári.Krónan ekki veikari í tvö ár Hlutabréfaverð hefur þó hækkað í einu félagi í dag, útgerðarfélaginu HB Granda. Hækkunin er þó hógvær, eða um 0,83 prósent í 36 milljón króna viðskiptum. Íslenska krónan hefur einnig mátt muna fífil sinn fegurri. Frá því í septemberbyrjun hefur krónan veikst um 12 prósent gagnvart evru og rúm 12 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Er nú svo komið að evran kostar næstum 138 krónur og Bandaríkjadalurinn um 121 krónu. Er nú svo komið að gengi krónunnar hefur ekki verið lægra í tvö ár. Ætla má að fjöldi þátta spili rullu í þessari þróun. Alþjóðahlutabréfamarkaðir hafa barist við lækkanir undanfarnar vikur, eins og Vísir greindi frá á föstudag, og þá sendi Arion banki frá sér sótsvarta skýrslu í gær um framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs. Svo virðist sem hagkerfið sé að snöggkólna. Íslenska krónan Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Mest lesið Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Metfjöldi farþega í mars Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Sjá meira
Það mætti halda að rappsveitin Bæjarins bestu hafi haldið um taumana í Kauphöllinni í dag, því það er rautt á öllum tölum. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutabréfaverði í Högum en hluthafar í smásölurisanum hafa mátt horfa upp á 4,76 prósent lækkun bréfa sinna í dag. Lækkunin er rakin til tilkynningar frá félaginu í gær, þar sem greint var frá 708 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs. Á hæla Haga kemur svo Icelandair en bréf í ferðaþjónustufélaginu hafa lækkað um 3,23 prósent í morgun. Fjarskiptafélagið Síminn og tryggingafélagið TM hafa hvort um sig lækkað um rúm 2 prósent en þorri félaga í Kauphöllinni hafa lækkað um á bilinu 1 til 2 prósent það sem af er degi. Hlutabréfaverð í Eimskipum, sem hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu, hefur þannig lækkað um 1,94 prósent í dag. Skipafélagið lækkaði um tæp 13 prósent í gær eftir að hafa lækkað afkomuspá sína fyrir helgi. Alls hefur verðmæti bréfa í Eimskipum lækkað um næstum 30 prósent á þessu ári.Krónan ekki veikari í tvö ár Hlutabréfaverð hefur þó hækkað í einu félagi í dag, útgerðarfélaginu HB Granda. Hækkunin er þó hógvær, eða um 0,83 prósent í 36 milljón króna viðskiptum. Íslenska krónan hefur einnig mátt muna fífil sinn fegurri. Frá því í septemberbyrjun hefur krónan veikst um 12 prósent gagnvart evru og rúm 12 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Er nú svo komið að evran kostar næstum 138 krónur og Bandaríkjadalurinn um 121 krónu. Er nú svo komið að gengi krónunnar hefur ekki verið lægra í tvö ár. Ætla má að fjöldi þátta spili rullu í þessari þróun. Alþjóðahlutabréfamarkaðir hafa barist við lækkanir undanfarnar vikur, eins og Vísir greindi frá á föstudag, og þá sendi Arion banki frá sér sótsvarta skýrslu í gær um framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs. Svo virðist sem hagkerfið sé að snöggkólna.
Íslenska krónan Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Mest lesið Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Metfjöldi farþega í mars Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Sjá meira
„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00
Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07