Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 16:29 Húsið að Kirkjuvegi úr lofti daginn eftir brunann. Vísir/Egill 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju en Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir konunni. Tveir létust í brunanum.Í úrskurði Landsréttar frá því á þriðjudag, sem birtur var á vef réttarins í dag, kemur fram að lögreglan hafi fengið útkall klukkan 15:53. Þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar var mikill eldur í húsinu og reykur. Konan var fyrir utan húsið ásamt húsráðanda og tjáðu þau lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Konan og karlinn voru í annarlegu ástandi og undir miklum áhrifum áfengis auk lyfja og/eða fíkniefna. Karlinn tjáði lögreglu að eigin frumkvæði að hann hefði kveikt í húsinu og konan hafði það að orði sömuleiðis. Voru þau bæði handtekin og færð á lögreglustöð. Sökum ástands var frestað að taka skýrslu af fólkinu.Rannsókn lögreglu á vettvangi hófst ekki fyrr en morguninn eftir. Tvö lík fundust á efri hæðinni um hádegisbil.Vísir/JóiKKveikt í pítsukössum Konan tjáði lögreglu við yfirheyrslu daginn eftir að hún hefði komið að húsinu við Kirkjuveg um klukkan 15:30. Þar hefðu verið fyrir húsráðandi auk tveggja annarra. Hún segir húsráðanda, 53 ára karlmann, hafa verið að kveikja í pítsukössum á stofugólfinu á neðri hæð hússins þegar hana bar að garði. Hún hafi skammað karlinn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Í framhaldinu hafi annar gestanna komið niður á neðri hæðina og átt í rifrildi við húsráðanda. Fór hann svo aftur upp á efri hæðina. Húsráðandi hafi brugðist þannig við að leggja eld með kveikjara að gardínum aftan við sófa í stofunni. Kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ eftir það og ekki muna eftir því hvað gerðist fyrr en hún var komin út úr húsinu. Þar hafi húsráðandi verið. Karlinn sagði við yfirheyrslu muna eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins. Hann myndi atvikið óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn um allt.Konan huldi andlit sitt þegar hún var leidd fyrir dómara daginn eftir brunann.Vísir/JóiKEkki talin hætta á að konan gæti torvaldað rannsókn Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir báðum á þeim forsendum að um afar alvarleg brot væri að ræða sem næmi allt að sex ára fangelsi. Rannsókn væri á frumstigi og margt óljóst en þrátt fyrir það væri rökstuddur grunur um að konan hafi með saknæmum hætti átt þátt í eldsvoðanum sem varð tveimur að bana. Auk þess væri hætta á að konan gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum og hafa áhrif á vitni gengi hún laus. Enn væri unnið að því að afla frekari vitna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Auk þess væri mikil vinna framundan við rannsókn á vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Landsréttur var ósammála og vísaði til þess að konan hefði verið í haldi frá brunanum en ekki verið yfirheyrð síðan daginn eftir. Ekki yrði ráðið af því sem fram hefði komið að konan gæti torveldað rannsókn málsins. Var hún því látin laus úr haldi. Húsráðandi er hins vegar í gæsluvarðhaldi og verður til 29. nóvember að óbreyttu samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju en Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir konunni. Tveir létust í brunanum.Í úrskurði Landsréttar frá því á þriðjudag, sem birtur var á vef réttarins í dag, kemur fram að lögreglan hafi fengið útkall klukkan 15:53. Þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar var mikill eldur í húsinu og reykur. Konan var fyrir utan húsið ásamt húsráðanda og tjáðu þau lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Konan og karlinn voru í annarlegu ástandi og undir miklum áhrifum áfengis auk lyfja og/eða fíkniefna. Karlinn tjáði lögreglu að eigin frumkvæði að hann hefði kveikt í húsinu og konan hafði það að orði sömuleiðis. Voru þau bæði handtekin og færð á lögreglustöð. Sökum ástands var frestað að taka skýrslu af fólkinu.Rannsókn lögreglu á vettvangi hófst ekki fyrr en morguninn eftir. Tvö lík fundust á efri hæðinni um hádegisbil.Vísir/JóiKKveikt í pítsukössum Konan tjáði lögreglu við yfirheyrslu daginn eftir að hún hefði komið að húsinu við Kirkjuveg um klukkan 15:30. Þar hefðu verið fyrir húsráðandi auk tveggja annarra. Hún segir húsráðanda, 53 ára karlmann, hafa verið að kveikja í pítsukössum á stofugólfinu á neðri hæð hússins þegar hana bar að garði. Hún hafi skammað karlinn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Í framhaldinu hafi annar gestanna komið niður á neðri hæðina og átt í rifrildi við húsráðanda. Fór hann svo aftur upp á efri hæðina. Húsráðandi hafi brugðist þannig við að leggja eld með kveikjara að gardínum aftan við sófa í stofunni. Kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ eftir það og ekki muna eftir því hvað gerðist fyrr en hún var komin út úr húsinu. Þar hafi húsráðandi verið. Karlinn sagði við yfirheyrslu muna eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins. Hann myndi atvikið óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn um allt.Konan huldi andlit sitt þegar hún var leidd fyrir dómara daginn eftir brunann.Vísir/JóiKEkki talin hætta á að konan gæti torvaldað rannsókn Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir báðum á þeim forsendum að um afar alvarleg brot væri að ræða sem næmi allt að sex ára fangelsi. Rannsókn væri á frumstigi og margt óljóst en þrátt fyrir það væri rökstuddur grunur um að konan hafi með saknæmum hætti átt þátt í eldsvoðanum sem varð tveimur að bana. Auk þess væri hætta á að konan gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum og hafa áhrif á vitni gengi hún laus. Enn væri unnið að því að afla frekari vitna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Auk þess væri mikil vinna framundan við rannsókn á vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Landsréttur var ósammála og vísaði til þess að konan hefði verið í haldi frá brunanum en ekki verið yfirheyrð síðan daginn eftir. Ekki yrði ráðið af því sem fram hefði komið að konan gæti torveldað rannsókn málsins. Var hún því látin laus úr haldi. Húsráðandi er hins vegar í gæsluvarðhaldi og verður til 29. nóvember að óbreyttu samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar.
Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira