Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2018 09:04 Rick Scott á kosningafundi með Donald Trump. Hann sakar demókrata um að reyna að stela sigri í kosningum um öldungadeildarþingsæti á Flórída. Vísir/EPA Svo mjótt er á mununum í ríkisstjóra- og öldungadeildarþingsætiskosningunum á Flórída í Bandaríkjunum að telja gæti þurft atkvæði þar aftur. Frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar sakar demókrata um að reyna að stela af sér sigri. Á kosninganótt hafði Andrew Gillum, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra, viðurkennt ósigur fyrir Ron DeSantis. Þá var talið að Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana á Flórída, hefði borið sigurorð af Bill Nelson, frambjóðanda demókrata, um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Mjótt var hins vegar á mununum og þegar atkvæði frá Broward-sýslu, þar sem mannskæð skotárás var framin í framhaldsskóla fyrr á þessu ári, voru talin dró mjög saman á milli frambjóðendanna. Hundruð starfsmanna og sjálfboðaliða Demókrataflokksins hafa því reynt að hafa upp á fólki sem greiddi bráðabirgðaatkvæði í kosningunum til að tryggja að þau verði talin, að sögn Washington Post. Samkvæmt lögum á Flórída verður að telja atkvæði aftur ef munur á frambjóðendum er innan við 0,5 prósentustig. Eins og stendur er Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída og frambjóðandi repúblikana, með um 15.000 atkvæða forskot á Nelson, um 0,18 prósentustiga munur. Ron DeSantis, ríkisstjóraframbjóðandi repúblikana, er með 36.000 atkvæða forskot á Gillum, um 0,44 prósentustiga munur.Sakar fulltrúa kjörstjórnar og demókrata um svik Bæði Nelson og Gillum hafa tilkynnt að þeir ætli að fylgjast grannt með endurtalningu atkvæða ef af þeim verður. Gillum dró til baka viðurkenningu sína á ósigri. Scott sakaði starfsmenn kjörstjórnar í Broward- og Pálmastrandarsýslum um möguleg svik án þess þó að leggja fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Krafðist hann rannsóknar lögreglu. „Ég mun ekki sitja með hendur í skauti á meðan ósiðlegir vinstrimenn reyna að stela þessum kosningum frá íbúum Flórída,“ sagði Scott. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana á Flórída, tók undir ásakanir um að demókratar reyndu að „stela“ kosningunum. Talsmaður Nelson segir aftur á móti að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra íbúa ríkisins séu talin og talin rétt. „Aðgerðir Ricks Scott virðast vera af pólitískum hvötum og vegna örvæntingar,“ sagði talsmaðurinn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Svo mjótt er á mununum í ríkisstjóra- og öldungadeildarþingsætiskosningunum á Flórída í Bandaríkjunum að telja gæti þurft atkvæði þar aftur. Frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar sakar demókrata um að reyna að stela af sér sigri. Á kosninganótt hafði Andrew Gillum, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra, viðurkennt ósigur fyrir Ron DeSantis. Þá var talið að Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana á Flórída, hefði borið sigurorð af Bill Nelson, frambjóðanda demókrata, um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Mjótt var hins vegar á mununum og þegar atkvæði frá Broward-sýslu, þar sem mannskæð skotárás var framin í framhaldsskóla fyrr á þessu ári, voru talin dró mjög saman á milli frambjóðendanna. Hundruð starfsmanna og sjálfboðaliða Demókrataflokksins hafa því reynt að hafa upp á fólki sem greiddi bráðabirgðaatkvæði í kosningunum til að tryggja að þau verði talin, að sögn Washington Post. Samkvæmt lögum á Flórída verður að telja atkvæði aftur ef munur á frambjóðendum er innan við 0,5 prósentustig. Eins og stendur er Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída og frambjóðandi repúblikana, með um 15.000 atkvæða forskot á Nelson, um 0,18 prósentustiga munur. Ron DeSantis, ríkisstjóraframbjóðandi repúblikana, er með 36.000 atkvæða forskot á Gillum, um 0,44 prósentustiga munur.Sakar fulltrúa kjörstjórnar og demókrata um svik Bæði Nelson og Gillum hafa tilkynnt að þeir ætli að fylgjast grannt með endurtalningu atkvæða ef af þeim verður. Gillum dró til baka viðurkenningu sína á ósigri. Scott sakaði starfsmenn kjörstjórnar í Broward- og Pálmastrandarsýslum um möguleg svik án þess þó að leggja fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Krafðist hann rannsóknar lögreglu. „Ég mun ekki sitja með hendur í skauti á meðan ósiðlegir vinstrimenn reyna að stela þessum kosningum frá íbúum Flórída,“ sagði Scott. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana á Flórída, tók undir ásakanir um að demókratar reyndu að „stela“ kosningunum. Talsmaður Nelson segir aftur á móti að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra íbúa ríkisins séu talin og talin rétt. „Aðgerðir Ricks Scott virðast vera af pólitískum hvötum og vegna örvæntingar,“ sagði talsmaðurinn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36