Til umhugunar á eineltisdegi Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar 8. nóvember 2018 13:19 Hinn 8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu á þessum degi en tildrög þessa er samstarf sem við áttum fyrir tæpum áratug, á árinu 2009, þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar.Mikið vatn en hversu mikið? Einelti meiðir en því miður eru þess einnig dæmi - og allt of mörg dæmi - um að einelti getur líka verið banvænt. Í ákalli okkar og hvatningu fyrir réttu ári sögðum við að mikið vatn hefði runnið til sjávar á undangengnum áratug. Vitundin um það böl sem hlýst af einelti væri vissulega meiri en áður var og mætti þakka það meiri og opnari umræðu. Þar vægi þyngst framlag þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkar frásagnir hafa hreyft við mörgum og eflaust forðað einhverjum einstaklingum frá illum örlögum. Það krefst mikils hugrekkis að stíga fram og stöndum við öll í þakkarskuld við þau sem það hafa gert. En erum við að greiða þá skuld? Hversu mikið vatn þarf að renna til sjávar áður allir eru tilbúir að líta í eigin barm því einmitt það þarf að gerast? Og hvenær kemur að því að góður ásetningur sem festur hefur verið í lög verði að veruleika? Má þar nefna bann við því í lögum að hrekja fólk úr starfi sem kvartar yfir ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Allir líti í eigin barm Hvað sem allri vitundarvakningu líður þrífst eineltið og er látið viðgangast jafnvel þegar það er augljóst og sýnilegt. Staðreyndin er sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisofbeldi og eru ófær um að leysa slík mál á markvissan, yfirvegaðan og sanngjarnan hátt. Þá er það sorgleg staðreynd að sumar stofnanir og fyrirtæki sem segjast vilja uppræta einelti og hafa í hávegum tal um "mannauð" og virðingu fyrir honum, sýna síðan hið gagnstæða þegar á hólminn kemur, stundum með andvarleysi og jafnvel í sumum tilvikum með framkomu í garð einstaklinga sem varla verður flokkuð öðru vísi en sem einlelti. Þess vegna þarf að spyrja á gagnrýninn hátt hvort saman fari fögur orð og fyrirheit annars vegar og efndir hins vegar.Ögmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður og ráðherra.Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur og horn á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þau sem eru feimin við að liggja á flautunum eða klingja bjöllum svo lengi, gætu byrjað styttra og bætt síðan í á komandi árum. Því hvort tveggja mun að öllum líkindum ganga eftir, að einelti og kynferðisáreiti mun ekki hafa verið útrýmt á sama tíma að ári og svo hitt að þá verður aftur minnt á þennan dag og safnað liði um að vekja á honum athygli með hornablæstri og bjölluhljómi.Stuðningur við fórnarlömb Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og kynferðisofbeldis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívisti Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu á þessum degi en tildrög þessa er samstarf sem við áttum fyrir tæpum áratug, á árinu 2009, þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar.Mikið vatn en hversu mikið? Einelti meiðir en því miður eru þess einnig dæmi - og allt of mörg dæmi - um að einelti getur líka verið banvænt. Í ákalli okkar og hvatningu fyrir réttu ári sögðum við að mikið vatn hefði runnið til sjávar á undangengnum áratug. Vitundin um það böl sem hlýst af einelti væri vissulega meiri en áður var og mætti þakka það meiri og opnari umræðu. Þar vægi þyngst framlag þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkar frásagnir hafa hreyft við mörgum og eflaust forðað einhverjum einstaklingum frá illum örlögum. Það krefst mikils hugrekkis að stíga fram og stöndum við öll í þakkarskuld við þau sem það hafa gert. En erum við að greiða þá skuld? Hversu mikið vatn þarf að renna til sjávar áður allir eru tilbúir að líta í eigin barm því einmitt það þarf að gerast? Og hvenær kemur að því að góður ásetningur sem festur hefur verið í lög verði að veruleika? Má þar nefna bann við því í lögum að hrekja fólk úr starfi sem kvartar yfir ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Allir líti í eigin barm Hvað sem allri vitundarvakningu líður þrífst eineltið og er látið viðgangast jafnvel þegar það er augljóst og sýnilegt. Staðreyndin er sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisofbeldi og eru ófær um að leysa slík mál á markvissan, yfirvegaðan og sanngjarnan hátt. Þá er það sorgleg staðreynd að sumar stofnanir og fyrirtæki sem segjast vilja uppræta einelti og hafa í hávegum tal um "mannauð" og virðingu fyrir honum, sýna síðan hið gagnstæða þegar á hólminn kemur, stundum með andvarleysi og jafnvel í sumum tilvikum með framkomu í garð einstaklinga sem varla verður flokkuð öðru vísi en sem einlelti. Þess vegna þarf að spyrja á gagnrýninn hátt hvort saman fari fögur orð og fyrirheit annars vegar og efndir hins vegar.Ögmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður og ráðherra.Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur og horn á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þau sem eru feimin við að liggja á flautunum eða klingja bjöllum svo lengi, gætu byrjað styttra og bætt síðan í á komandi árum. Því hvort tveggja mun að öllum líkindum ganga eftir, að einelti og kynferðisáreiti mun ekki hafa verið útrýmt á sama tíma að ári og svo hitt að þá verður aftur minnt á þennan dag og safnað liði um að vekja á honum athygli með hornablæstri og bjölluhljómi.Stuðningur við fórnarlömb Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og kynferðisofbeldis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívisti Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun