Skýringar smyglara á kókaíni í nærbuxunum „afar fjarstæðukendar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 17:34 Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/anton brink Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans „afar fjarstæðukenndar“. Mennirnir voru handteknir er þeir komu hingað til lands með flugi frá Amsterdam í mars síðastliðnum. Við líkamsleit fundu tollverðir tvær pakkningar sem mennirnir höfðu falið í nærbuxum sínum, hvor með eina pakkningu sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Annar maðurinn játaði að hafa flutt kókaínið hingað til lands en sagðist ekki hafa vitað hversu mikið magn væri í pakkningu sem hann faldi í nærbuxunum. Bar hann því við að efnið væri til eigin neyslu enda hefði hann á þessum tíma neytt á milli þriggja til sex gramma af kókaíni á dag.Sagðist hafa fundið nærbuxurnar á klósetti á flugvellinum í Amsterdam Hinn maðurinn neitaði hins vegar sök og sagði hann að hann hefði fyrir tilviljun rekist á pakka sem búið var að festa neðan í vegghangandi klósett á flugvellinum í Amsterdam. Pakkinn hefði verið vafinn með svörtu límbandi og festur við nærbuxur. Hann hafi tekið þá skyndiákvörðun að taka pakkann með sér.Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaÞví hafi hann farið í nærbuxurnar sem pakkinn var í utan yfir sínar eigin nærbuxur. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er hann fann pakkann, annars hefði honum aldrei dottið í hug að taka pakkann með. Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað væri í pakkanum en hafi farið að gruna að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum þegar hann var stöðvaður við komuna hingað til lands.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að þessar skýringar mannsins verði að teljast „afar fjarstæðukenndar“. Ekkert haldbært hafi komið fram við rannsókn málsins sem styðji frásögn hans af atvikunum sem hann lýsti. Þvert á móti liggi það fyrir að pakkningin var að lögun og gerð sambærileg þeirri pakkningu sem félagi hans flutti til landsins, auk þess sem þær innihéldu nánast sama magn af kókaíni.„Með vísan til alls þessa þykir dómnum mega slá því föstu að pakkningarnar hafi verið útbúnar af sama eða sömu aðilum. Að öllu þessu gættu þykir framburður ákærða vera svo ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt að neinu leyti við úrlausn málsins,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Voru mennirnir sem fyrr segir dæmdir í átján mánaða fangelsi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Sjá meira
Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans „afar fjarstæðukenndar“. Mennirnir voru handteknir er þeir komu hingað til lands með flugi frá Amsterdam í mars síðastliðnum. Við líkamsleit fundu tollverðir tvær pakkningar sem mennirnir höfðu falið í nærbuxum sínum, hvor með eina pakkningu sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Annar maðurinn játaði að hafa flutt kókaínið hingað til lands en sagðist ekki hafa vitað hversu mikið magn væri í pakkningu sem hann faldi í nærbuxunum. Bar hann því við að efnið væri til eigin neyslu enda hefði hann á þessum tíma neytt á milli þriggja til sex gramma af kókaíni á dag.Sagðist hafa fundið nærbuxurnar á klósetti á flugvellinum í Amsterdam Hinn maðurinn neitaði hins vegar sök og sagði hann að hann hefði fyrir tilviljun rekist á pakka sem búið var að festa neðan í vegghangandi klósett á flugvellinum í Amsterdam. Pakkinn hefði verið vafinn með svörtu límbandi og festur við nærbuxur. Hann hafi tekið þá skyndiákvörðun að taka pakkann með sér.Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaÞví hafi hann farið í nærbuxurnar sem pakkinn var í utan yfir sínar eigin nærbuxur. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er hann fann pakkann, annars hefði honum aldrei dottið í hug að taka pakkann með. Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað væri í pakkanum en hafi farið að gruna að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum þegar hann var stöðvaður við komuna hingað til lands.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að þessar skýringar mannsins verði að teljast „afar fjarstæðukenndar“. Ekkert haldbært hafi komið fram við rannsókn málsins sem styðji frásögn hans af atvikunum sem hann lýsti. Þvert á móti liggi það fyrir að pakkningin var að lögun og gerð sambærileg þeirri pakkningu sem félagi hans flutti til landsins, auk þess sem þær innihéldu nánast sama magn af kókaíni.„Með vísan til alls þessa þykir dómnum mega slá því föstu að pakkningarnar hafi verið útbúnar af sama eða sömu aðilum. Að öllu þessu gættu þykir framburður ákærða vera svo ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt að neinu leyti við úrlausn málsins,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Voru mennirnir sem fyrr segir dæmdir í átján mánaða fangelsi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Sjá meira