Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2018 16:49 Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór Leiguverð Mathallar á Hlemmi var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent á fjölmiðla vegna frétta lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi.Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að fasteignasalarnir þrír séu löggiltir sem allir eru með mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni. Reykjavíkurborg heldur því fram að með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum. Leiguverðið hefði þar með tekið mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina. Fasteignasalarnir þrír eru Dan Valgarð S. Wiium, Geir Sigurðsson og Helgi Bjarnason.Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017.Vísir/VilhelmHúsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, sem hýsir Mathöllina, var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að umhverfi á Hlemmi þótti ekki vera borgarprýði á þeim tíma sem ákveðið var að breyta Hlemmi í Mathöll og þörf á að lyfta svæðinu upp. Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis.Vísir/VilhelmReykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir króna en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir króna. Félag atvinnurekenda vill meina að leiguverðið á Hlemmi sé alltof lágt, eða tæpar 2.300 krónur á fermetrann, og geti aldrei staðið undir kostnaði við breytingar á húsnæðinu. Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Leiguverð Mathallar á Hlemmi var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent á fjölmiðla vegna frétta lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi.Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að fasteignasalarnir þrír séu löggiltir sem allir eru með mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni. Reykjavíkurborg heldur því fram að með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum. Leiguverðið hefði þar með tekið mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina. Fasteignasalarnir þrír eru Dan Valgarð S. Wiium, Geir Sigurðsson og Helgi Bjarnason.Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017.Vísir/VilhelmHúsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, sem hýsir Mathöllina, var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að umhverfi á Hlemmi þótti ekki vera borgarprýði á þeim tíma sem ákveðið var að breyta Hlemmi í Mathöll og þörf á að lyfta svæðinu upp. Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis.Vísir/VilhelmReykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir króna en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir króna. Félag atvinnurekenda vill meina að leiguverðið á Hlemmi sé alltof lágt, eða tæpar 2.300 krónur á fermetrann, og geti aldrei staðið undir kostnaði við breytingar á húsnæðinu. Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði.
Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06