Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 21:06 Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.Sjá einnig: Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Erindið er sent Samkeppniseftirlitinu í framhaldi af kvörtunum nokkurra félagsmanna FA. Vísað er til þess að þegar auglýst var eftir rekstraraðila fyrir veitinga- og matarmarkað á Hlemmi árið 2015 var tekið fram í auglýsingu að samið yrði „nánar um leigu fyrir húsið á grundvelli markaðsleigu á nærliggjandi svæði og mögulegan kostnað við breytingar á húsnæðinu.“Virðast leigja á þriðjungi markaðsleigu Samkvæmt upplýsingum sem FA fékk frá Reykjavíkurborg var leigan á húsnæðinu miðað við verðlag í október 2018 kr. 1.209.254 á mánuði eða kr. 14.511.049 á ársgrundvelli. Samkvæmt leigusamningnum er hið leigða húsnæði 529 fm og leiguverð á fermetra því tæpar 2.300 krónur. Í tilkynningu segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem FA hafi aflað sér sé markaðsleiga í nágrenni Mathallarinnar að jafnaði um þreföld sú fjárhæð sem leigusamningur um mathöllina kveður á um. „Virðist rekstraraðili mathallarinnar þannig fá húsnæðið til leigu á þriðjungi markaðsleigu, þvert á þau áform sem fram komu í auglýsingu borgarinnar frá 12. júní 2015, auk heimildar til framleigu,“ segir í erindi FA til Samkeppniseftirlitsins. Geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði Þá hefur komið fram að áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir. Í erindi FA segir að ljóst sé að hið umsamda leiguverð geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði borgarinnar við framangreindar framkvæmdir. „Óhætt mun að fullyrða að ekkert leigufélag á almennum markaði hefði getað leyft sér slíkan framúrakstur í kostnaði vegna framkvæmda, a.m.k. ekki án þess að taka upp leigusamninga,“ segir jafnframt í erindinu. Sjá einnig: Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. „FA fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að taka til skoðunar hvort leigusamningur Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. raski samkeppni. Stofnunin beini eftir atvikum tilmælum til borgarinnar um úrbætur.“ Erindi FA til Samkeppniseftirlitsins má nálgast í heild hér. Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.Sjá einnig: Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Erindið er sent Samkeppniseftirlitinu í framhaldi af kvörtunum nokkurra félagsmanna FA. Vísað er til þess að þegar auglýst var eftir rekstraraðila fyrir veitinga- og matarmarkað á Hlemmi árið 2015 var tekið fram í auglýsingu að samið yrði „nánar um leigu fyrir húsið á grundvelli markaðsleigu á nærliggjandi svæði og mögulegan kostnað við breytingar á húsnæðinu.“Virðast leigja á þriðjungi markaðsleigu Samkvæmt upplýsingum sem FA fékk frá Reykjavíkurborg var leigan á húsnæðinu miðað við verðlag í október 2018 kr. 1.209.254 á mánuði eða kr. 14.511.049 á ársgrundvelli. Samkvæmt leigusamningnum er hið leigða húsnæði 529 fm og leiguverð á fermetra því tæpar 2.300 krónur. Í tilkynningu segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem FA hafi aflað sér sé markaðsleiga í nágrenni Mathallarinnar að jafnaði um þreföld sú fjárhæð sem leigusamningur um mathöllina kveður á um. „Virðist rekstraraðili mathallarinnar þannig fá húsnæðið til leigu á þriðjungi markaðsleigu, þvert á þau áform sem fram komu í auglýsingu borgarinnar frá 12. júní 2015, auk heimildar til framleigu,“ segir í erindi FA til Samkeppniseftirlitsins. Geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði Þá hefur komið fram að áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir. Í erindi FA segir að ljóst sé að hið umsamda leiguverð geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði borgarinnar við framangreindar framkvæmdir. „Óhætt mun að fullyrða að ekkert leigufélag á almennum markaði hefði getað leyft sér slíkan framúrakstur í kostnaði vegna framkvæmda, a.m.k. ekki án þess að taka upp leigusamninga,“ segir jafnframt í erindinu. Sjá einnig: Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. „FA fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að taka til skoðunar hvort leigusamningur Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. raski samkeppni. Stofnunin beini eftir atvikum tilmælum til borgarinnar um úrbætur.“ Erindi FA til Samkeppniseftirlitsins má nálgast í heild hér.
Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45
Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00