Launahækkanir gætu leitt til kaupmáttarrýrnunar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 11:34 Höfuðstöðvar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Kjarasamningstímabilið sem nú er að ljúka er sagt nokkuð einstakt í sögunni hvað varðar aukningu á kaupmætti. Greinendur Landsbankans segja að kaupmáttur gæti rýrnað ef verðbólguspár ganga eftir og launahækkanir verða í samræmi við svigrúm sem atvinnurekendur telja sig hafa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Launavísitalan hækkaði um 0,6% milli ágúst og september. Í september hafði vísitalan hækkað samtals um 5,9% undanfarna tólf mánuði. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hafði verið nokkuð stöðugur í rúmlega 7% í um það bil ár en hefur nú verið í kringum 6% frá því í maí, að því er segir í Hagsjánni. Launavísitalan hefur hækkað töluvert umfram samningsbundnar hækkanir á tímabilinu janúar 2015 til maí 2018. Ef litið er á tímabilið frá janúar 2015 til september 2018 segja hagfræðingar bankans áætla megi gróflega að samningsbundnar hækkanir hafi verið tæp 20%, en launavísitalan hefur hækkað um 35% á sama tíma. „Það þýðir að launavísitalan hefur hækkað um 12,5% umfram samningsbundnar hækkanir, eða að jafnaði um 0,35% umfram samningsbundnar hækkanir í hverjum mánuði. Launakostnaður fyrirtækjanna virðist þannig hafa hækkað meira en samið var um í heildarkjarasamningi,“ segir í Hagsjánni.Óánægja þrátt fyrir árangur Kaupmáttur á mælikvarða launavísitölu hefur aukist um 25% frá árslokum 2014. Það jafngildir 6,1% kaupmáttaraukningu á ári á þessu tæplega fjögurra ára tímabili. Sé litið á tímabilið frá árslokum 2000 hefur kaupmáttur aukist um tæp 50%, eða um u.þ.b. 2,1% á ári að jafnaði. Sé litið á fyrri hluta þessa tímabils, þ.e. frá árslokum 2000 til ársloka 2014 jókst kaupmáttur um 20%, eða um 1,3% á ári að jafnaði. Svipaða sögu er að segja um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna, en hann hefur aukist að meðaltali um 3,5% á ári frá aldamótum. Á fyrri hluta tímabilsins, 2001-2014, jókst hann að jafnaði um 2,2% á ári, en um 8% á ári 2015-2018. „Það má því vera ljóst að það samningstímabil sem nú er að ljúka er nokkuð einstakt í sögunni hvað varðar aukningu á kaupmætti,“ segir í Hagsjánni. Sérfræðingar Landsbankans segja að öllu jafna ætti að ríkja ánægja með góðan árangur en öðru sé nær. „Mikil óánægja með launaþróun annarra hópa, sérstaklega þeirra sem hafa fengið launahækkanir samkvæmt úrskurðum Kjararáðs, hafa valdið því að ekki er horft sérstaklega til þess góða árangurs sem hér hefur verið fjallað um. Aðrir þættir eins og meintur aukinn ójöfnuður í samfélaginu og röng skipting skattbyrði hafa líka haft áhrif í þessu sambandi,“ segir í Hagsjánni.Kaupmáttur hefur aukist undanfarin ár. Landsbankinn spáir rýrnun hans ef launahækkanir sem hópar innan ASÍ krefjast verða að veruleika.Vísir/vilhelmStefni að markmiði um þróun meðalkaupmáttar Lýsir bankinn kröfum hópa innan ASÍ fyrir kjaraviðræður þannig að þær séu með allra mesta móti og beinast bæði að atvinnurekendum og ríkissjóði, en einnig að Alþingi til dæmis varðandi aukna vernd leigjenda og Seðlabankanum varðandi lækkun stýrivaxta. Spár um hagþróun næstu ára benda allar til þess að toppi núverandi hagsveiflu sé náð og að rólegri tímar séu framundan. Samkvæmt nýlegri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal félagsmanna sinna um mat á svigrúmi til launahækkana lá matið í mismunandi greinum milli 1,2 og 2,1% og var meðaltalið 1,9%. „Miðað við þær verðbólguspár sem hafa sést myndu launahækkanir af þessu tagi leiða til lækkunar á kaupmætti,“ segir í greiningu Landsbankans. Árleg meðalaukning kaupmáttar launa hafi verið 2,1% á ári frá árslokum 2000 og aukning kaupmáttar ráðstöfunartekna 3,5% á ári. Tölur af því tagi séu ekki verra mat á svigrúmi fyrir kjarasamningar en hverjar aðrar. „Einn möguleiki á lendingu komandi samninga gæti því verið að stefna að því að ná ákveðnu markmiði fyrir þróun meðalkaupmáttar. Því svigrúmi mætti svo skipta með mismunandi hætti milli einstakra hópa í nánu samstarfi við stjórnvöld,“ segir í Hagsjánni.Uppfært 12:50 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að það væru launakröfur hópa innan ASÍ sem greinendur Landsbankans teldu að gætu leitt til rýrnunar kaupmáttar. Það rétta er að matið á mögulegri kaupmáttarrýrnun byggist á að verðbóluspár gangi eftir og launahækkanir verði í samræmi við svigrúm sem svarendur könnunar SA telja sig hafa. Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Kjarasamningstímabilið sem nú er að ljúka er sagt nokkuð einstakt í sögunni hvað varðar aukningu á kaupmætti. Greinendur Landsbankans segja að kaupmáttur gæti rýrnað ef verðbólguspár ganga eftir og launahækkanir verða í samræmi við svigrúm sem atvinnurekendur telja sig hafa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Launavísitalan hækkaði um 0,6% milli ágúst og september. Í september hafði vísitalan hækkað samtals um 5,9% undanfarna tólf mánuði. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hafði verið nokkuð stöðugur í rúmlega 7% í um það bil ár en hefur nú verið í kringum 6% frá því í maí, að því er segir í Hagsjánni. Launavísitalan hefur hækkað töluvert umfram samningsbundnar hækkanir á tímabilinu janúar 2015 til maí 2018. Ef litið er á tímabilið frá janúar 2015 til september 2018 segja hagfræðingar bankans áætla megi gróflega að samningsbundnar hækkanir hafi verið tæp 20%, en launavísitalan hefur hækkað um 35% á sama tíma. „Það þýðir að launavísitalan hefur hækkað um 12,5% umfram samningsbundnar hækkanir, eða að jafnaði um 0,35% umfram samningsbundnar hækkanir í hverjum mánuði. Launakostnaður fyrirtækjanna virðist þannig hafa hækkað meira en samið var um í heildarkjarasamningi,“ segir í Hagsjánni.Óánægja þrátt fyrir árangur Kaupmáttur á mælikvarða launavísitölu hefur aukist um 25% frá árslokum 2014. Það jafngildir 6,1% kaupmáttaraukningu á ári á þessu tæplega fjögurra ára tímabili. Sé litið á tímabilið frá árslokum 2000 hefur kaupmáttur aukist um tæp 50%, eða um u.þ.b. 2,1% á ári að jafnaði. Sé litið á fyrri hluta þessa tímabils, þ.e. frá árslokum 2000 til ársloka 2014 jókst kaupmáttur um 20%, eða um 1,3% á ári að jafnaði. Svipaða sögu er að segja um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna, en hann hefur aukist að meðaltali um 3,5% á ári frá aldamótum. Á fyrri hluta tímabilsins, 2001-2014, jókst hann að jafnaði um 2,2% á ári, en um 8% á ári 2015-2018. „Það má því vera ljóst að það samningstímabil sem nú er að ljúka er nokkuð einstakt í sögunni hvað varðar aukningu á kaupmætti,“ segir í Hagsjánni. Sérfræðingar Landsbankans segja að öllu jafna ætti að ríkja ánægja með góðan árangur en öðru sé nær. „Mikil óánægja með launaþróun annarra hópa, sérstaklega þeirra sem hafa fengið launahækkanir samkvæmt úrskurðum Kjararáðs, hafa valdið því að ekki er horft sérstaklega til þess góða árangurs sem hér hefur verið fjallað um. Aðrir þættir eins og meintur aukinn ójöfnuður í samfélaginu og röng skipting skattbyrði hafa líka haft áhrif í þessu sambandi,“ segir í Hagsjánni.Kaupmáttur hefur aukist undanfarin ár. Landsbankinn spáir rýrnun hans ef launahækkanir sem hópar innan ASÍ krefjast verða að veruleika.Vísir/vilhelmStefni að markmiði um þróun meðalkaupmáttar Lýsir bankinn kröfum hópa innan ASÍ fyrir kjaraviðræður þannig að þær séu með allra mesta móti og beinast bæði að atvinnurekendum og ríkissjóði, en einnig að Alþingi til dæmis varðandi aukna vernd leigjenda og Seðlabankanum varðandi lækkun stýrivaxta. Spár um hagþróun næstu ára benda allar til þess að toppi núverandi hagsveiflu sé náð og að rólegri tímar séu framundan. Samkvæmt nýlegri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal félagsmanna sinna um mat á svigrúmi til launahækkana lá matið í mismunandi greinum milli 1,2 og 2,1% og var meðaltalið 1,9%. „Miðað við þær verðbólguspár sem hafa sést myndu launahækkanir af þessu tagi leiða til lækkunar á kaupmætti,“ segir í greiningu Landsbankans. Árleg meðalaukning kaupmáttar launa hafi verið 2,1% á ári frá árslokum 2000 og aukning kaupmáttar ráðstöfunartekna 3,5% á ári. Tölur af því tagi séu ekki verra mat á svigrúmi fyrir kjarasamningar en hverjar aðrar. „Einn möguleiki á lendingu komandi samninga gæti því verið að stefna að því að ná ákveðnu markmiði fyrir þróun meðalkaupmáttar. Því svigrúmi mætti svo skipta með mismunandi hætti milli einstakra hópa í nánu samstarfi við stjórnvöld,“ segir í Hagsjánni.Uppfært 12:50 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að það væru launakröfur hópa innan ASÍ sem greinendur Landsbankans teldu að gætu leitt til rýrnunar kaupmáttar. Það rétta er að matið á mögulegri kaupmáttarrýrnun byggist á að verðbóluspár gangi eftir og launahækkanir verði í samræmi við svigrúm sem svarendur könnunar SA telja sig hafa.
Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira