Þingkona Framsóknar segir Sigmund Davíð sjálfhverfa lyddu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2018 16:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttablaðið/Eyþór Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, fer ófögrum orðum um sinn fyrrverandi formann Sigmund Davíð Gunnlaugsson í pistli á Facebook-síðu sinni. Þar bregst hún við ummælum Sigmundar á flokksráðsfundi Miðflokksins sem fram fór á Akureyri um helgina. „Það sem stendur upp úr fyrir mér persónulega er hvað mér finnst gaman að vera í þessum hópi. Hver einasti maður sem maður hittir á þessum fundum er fólk sem manni líkar við og treystir sem er svolítið breyting frá því sem var á tímabili,“ sagði Sigmundur Davíð.Silja Dögg segir gott að Sigmundur Davíð telji sig geta treyst félögum sínum í Miðflokknum. Hún spyr hins vegar hvort þau geti treyst honum? Þinkona Framóknar í Suðurkjördæmi sakar Sigmund Davíð um að vera lyddu, sýna kjark- og verkleysi. Rifjar hún upp Wintris-viðtalið, þegar hann beið lægri hlut í formannskosningu í Háskólabíó og fjarveru hans á Alþingi. „Ég ætla að leyfa mér að líkja nýlegum yfirlýsingum hans við stórskotahríð úr glerhýsi, þegar hann talar um kjark- og verkleysi annarra. Sami maður og hljóp út úr sjónvarpsviðtali. Maður sem mætti sárasjaldan í þingsal þegar hann var forsætisráðherra, brunaði á Bessastaði án vitundar þingflokks síns til að slíta stjórnarsamstarfi (gegn vilja þingflokks), hljóp út af flokksþingi þegar hann tapaði kosningu í stað þess að óska keppinauti sínum til hamingju og þakka stuðningsmönnum sínum (sem margir hverjir komu langt að) fyrir stuðninginn. Sami maður og hefur margsinnis verið á flótta undan fjölmiðlum og öðrum þeim sem hafa gagnrýnt hann, í stað þess að svara spurningum heiðarlega,“ segir Silja Dögg.Að neðan má sjá viðbrögð Sigmundar Davíðs við formannskosningunni í Háskólabíó haustið 2016.„Maður sem mætti varla til vinnu í heilt ár, en þáði þó laun fyrir, getur trútt um talað þegar kemur að verkleysi...nei annars, hann var auðvitað ekki verklaus heldur upptekinn við að stofna framfarafélag og flokk um sjálfan sig. Já, og safna frímerkjum.“ Sigmundur Davíð var í viðtali í Íslandi í dag á dögunum þar sem áhorfendur fengu að kíkja með honum í líkamsrækt og skoða frímerkjasafnið hans.„Það er líka voðalega auðvelt að eiga í stríði í andlitslaust fólk og tala um sjálfan sig sem hugrakkan og kjarkaðan leiðtoga. Andlitslaust fólk eins og hrægamma, embættismenn og auðvitað hið hræðilega „vinstri“.“ Silja Dögg segir það klassíska og vel þekkta aðferð popúlista og einræðisherra til að ná völdum og halda þeim að búa til óvini.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/Vilhelm„Óvini sem aldrei verða sigraðir. „Ógnin“ er því stöðug og „nauðsynlegt“ fyrir fylgismenn hins „hugrakka og óumdeilda“ foringja að styðja hann. Annars gæti „eitthvað“ hræðilegt gerst. Maðurinn er sá eini sem getur bjargað þjóðinni frá glötun... Kannski aðeins fært í stílinn hjá mér, en þetta er þó kjarni þessarar aðferðafræði. Rifjum einnig aðeins upp söguna um riddarann hugdjarfa og vindmyllurnar í þessu samhengi...“ Hún segir ljóst að Miðflokksmenn séu hrifnir af hinum „kjarkaða foringja“ sínum. „Sumir hverjir standa jafnvel í þeirri trú að hann hafi einn og sjálfur leiðrétt húsnæðislán Íslendinga, sem er auðvitað alger firra. Þar komu að fjölmargir sérfræðingar, hinir alræmdu embættismenn ýmissa stofnana og ráðuneyta sem og auðvitað allur þingflokkur Framsóknarflokksins. Grasrót Framsóknarflokksins barðist einnig ötullega fyrir leiðréttingu húsnæðislána á fjölmörgum vígstöðvum. Ég er svo gapandi hissa að hverju fólk er tilbúið að trúa.“ Vissulega geti Sigmundur Davíð verið hugmyndaríkur en hugrakkur og kjarkmikill sé hann svo sannarlega ekki.Pistilinn má sjá í heild hér að neðan. Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, fer ófögrum orðum um sinn fyrrverandi formann Sigmund Davíð Gunnlaugsson í pistli á Facebook-síðu sinni. Þar bregst hún við ummælum Sigmundar á flokksráðsfundi Miðflokksins sem fram fór á Akureyri um helgina. „Það sem stendur upp úr fyrir mér persónulega er hvað mér finnst gaman að vera í þessum hópi. Hver einasti maður sem maður hittir á þessum fundum er fólk sem manni líkar við og treystir sem er svolítið breyting frá því sem var á tímabili,“ sagði Sigmundur Davíð.Silja Dögg segir gott að Sigmundur Davíð telji sig geta treyst félögum sínum í Miðflokknum. Hún spyr hins vegar hvort þau geti treyst honum? Þinkona Framóknar í Suðurkjördæmi sakar Sigmund Davíð um að vera lyddu, sýna kjark- og verkleysi. Rifjar hún upp Wintris-viðtalið, þegar hann beið lægri hlut í formannskosningu í Háskólabíó og fjarveru hans á Alþingi. „Ég ætla að leyfa mér að líkja nýlegum yfirlýsingum hans við stórskotahríð úr glerhýsi, þegar hann talar um kjark- og verkleysi annarra. Sami maður og hljóp út úr sjónvarpsviðtali. Maður sem mætti sárasjaldan í þingsal þegar hann var forsætisráðherra, brunaði á Bessastaði án vitundar þingflokks síns til að slíta stjórnarsamstarfi (gegn vilja þingflokks), hljóp út af flokksþingi þegar hann tapaði kosningu í stað þess að óska keppinauti sínum til hamingju og þakka stuðningsmönnum sínum (sem margir hverjir komu langt að) fyrir stuðninginn. Sami maður og hefur margsinnis verið á flótta undan fjölmiðlum og öðrum þeim sem hafa gagnrýnt hann, í stað þess að svara spurningum heiðarlega,“ segir Silja Dögg.Að neðan má sjá viðbrögð Sigmundar Davíðs við formannskosningunni í Háskólabíó haustið 2016.„Maður sem mætti varla til vinnu í heilt ár, en þáði þó laun fyrir, getur trútt um talað þegar kemur að verkleysi...nei annars, hann var auðvitað ekki verklaus heldur upptekinn við að stofna framfarafélag og flokk um sjálfan sig. Já, og safna frímerkjum.“ Sigmundur Davíð var í viðtali í Íslandi í dag á dögunum þar sem áhorfendur fengu að kíkja með honum í líkamsrækt og skoða frímerkjasafnið hans.„Það er líka voðalega auðvelt að eiga í stríði í andlitslaust fólk og tala um sjálfan sig sem hugrakkan og kjarkaðan leiðtoga. Andlitslaust fólk eins og hrægamma, embættismenn og auðvitað hið hræðilega „vinstri“.“ Silja Dögg segir það klassíska og vel þekkta aðferð popúlista og einræðisherra til að ná völdum og halda þeim að búa til óvini.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/Vilhelm„Óvini sem aldrei verða sigraðir. „Ógnin“ er því stöðug og „nauðsynlegt“ fyrir fylgismenn hins „hugrakka og óumdeilda“ foringja að styðja hann. Annars gæti „eitthvað“ hræðilegt gerst. Maðurinn er sá eini sem getur bjargað þjóðinni frá glötun... Kannski aðeins fært í stílinn hjá mér, en þetta er þó kjarni þessarar aðferðafræði. Rifjum einnig aðeins upp söguna um riddarann hugdjarfa og vindmyllurnar í þessu samhengi...“ Hún segir ljóst að Miðflokksmenn séu hrifnir af hinum „kjarkaða foringja“ sínum. „Sumir hverjir standa jafnvel í þeirri trú að hann hafi einn og sjálfur leiðrétt húsnæðislán Íslendinga, sem er auðvitað alger firra. Þar komu að fjölmargir sérfræðingar, hinir alræmdu embættismenn ýmissa stofnana og ráðuneyta sem og auðvitað allur þingflokkur Framsóknarflokksins. Grasrót Framsóknarflokksins barðist einnig ötullega fyrir leiðréttingu húsnæðislána á fjölmörgum vígstöðvum. Ég er svo gapandi hissa að hverju fólk er tilbúið að trúa.“ Vissulega geti Sigmundur Davíð verið hugmyndaríkur en hugrakkur og kjarkmikill sé hann svo sannarlega ekki.Pistilinn má sjá í heild hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira