Samrunatilkynning ekki borist Samkeppniseftirlitinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2018 15:57 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fréttablaðið/Anton Brink Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air. Samrunatilkynning, fyrsta skrefið þegar komi að samrunum sem fara þurfi fyrir eftirlitið, hafi ekki enn borist. Lögbundinn frestur sem eftirlitið hefur til að skoða málið er 25 virkir dagar samkvæmt samkeppnislögum. Telji eftirlitið að frekari rannsóknar þurfi við er hægt að virkja 70 daga frest til viðbótar. Allur gangur er þó á því hvernig hann er nýttur, að sögn Páls Gunnars. Tilkynnt var um kaupin á tólfta tímanum í dag. Icelandair Group kaupir WOW air fyrir rúmlega tvo milljarða króna. Forstjórar beggja fyrirtækja, Bogi Nils Bogason og Skúli Mogensen, fagna tíðindunum en hafa enn sem komið er ekki gefið kost á viðtali. Samkvæmt heimildum Vísis stóðu viðræður yfir í alla nótt en ekkert hafði kvisast út um kaupin fyrr en tilkynnt var um þau í dag. Skúli sagði í bréfi til starfsmanna í dag að engin breyting yrði á daglegum rekstri WOW air. Markmiðið verði áfram að bjóða upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi og yfir Atlantshafnið. Ekki hefur komið fram hvort Skúli verði áfram í forsvari fyrir WOW air en flugfélagið verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Kaupin eru háð samþykki hluthafa Icelandair Group og samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Þetta mun taka um það bil þrjár vikur,“ segir Skúli. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segist í samtali við Vísi ekkert geta sagt til um hve langan tíma skoðunin taki. „Af hálfu eftirlitsins er algjörlega tímabært að gefa nokkuð út um hve langan tíma þetta tæki,“ segir Páll Gunnar.Uppfært klukkan 17:26Ari Guðjónsson, yfirlögfræðingur Icelandair, segir að samrunatilkynningu hafi verið skilað til Samkeppniseftirlitsins fyrir klukkan fjögur í dag. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air. Samrunatilkynning, fyrsta skrefið þegar komi að samrunum sem fara þurfi fyrir eftirlitið, hafi ekki enn borist. Lögbundinn frestur sem eftirlitið hefur til að skoða málið er 25 virkir dagar samkvæmt samkeppnislögum. Telji eftirlitið að frekari rannsóknar þurfi við er hægt að virkja 70 daga frest til viðbótar. Allur gangur er þó á því hvernig hann er nýttur, að sögn Páls Gunnars. Tilkynnt var um kaupin á tólfta tímanum í dag. Icelandair Group kaupir WOW air fyrir rúmlega tvo milljarða króna. Forstjórar beggja fyrirtækja, Bogi Nils Bogason og Skúli Mogensen, fagna tíðindunum en hafa enn sem komið er ekki gefið kost á viðtali. Samkvæmt heimildum Vísis stóðu viðræður yfir í alla nótt en ekkert hafði kvisast út um kaupin fyrr en tilkynnt var um þau í dag. Skúli sagði í bréfi til starfsmanna í dag að engin breyting yrði á daglegum rekstri WOW air. Markmiðið verði áfram að bjóða upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi og yfir Atlantshafnið. Ekki hefur komið fram hvort Skúli verði áfram í forsvari fyrir WOW air en flugfélagið verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Kaupin eru háð samþykki hluthafa Icelandair Group og samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Þetta mun taka um það bil þrjár vikur,“ segir Skúli. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segist í samtali við Vísi ekkert geta sagt til um hve langan tíma skoðunin taki. „Af hálfu eftirlitsins er algjörlega tímabært að gefa nokkuð út um hve langan tíma þetta tæki,“ segir Páll Gunnar.Uppfært klukkan 17:26Ari Guðjónsson, yfirlögfræðingur Icelandair, segir að samrunatilkynningu hafi verið skilað til Samkeppniseftirlitsins fyrir klukkan fjögur í dag.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30
Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30
Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50