Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 10:54 Frá heræfingu Suður-Kóreu og Bandaríkjanna fyrr á árinu. EPA/JEON HEON-KYUN Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. Eftir fund Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í sumar sagði Trump að sameiginlegum æfingum skyldi hætt um tíma og sagði Trump sjálfur að æfingarnar væru kostnaðarsamar og „ögrandi“ gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar eru þó smáar í sniðum og fela í sér þátttöku um 500 landgönguliða beggja ríkjanna. Bandaríkin eru með um 28.500 hermenn í Suður-Kóreu og hafa ríkin reglulega staðið í sameiginlegum æfingum. Þær eru sagðar vera varnarlegs eðlis en yfirvöld Norður-Kóreu hafa reglulega fordæmt þær og sagt þær vera undirbúning fyrir innrás. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með erindrekum frá Norður-Kóreu á næstu dögum þar sem afvopnun Norður-Kóreu verður rædd. Trump og Kim skrifuðu undir samkomulag í Singapúr í sumar sem þótti óljóst og hefur lítill árangur náðst síðan þá. Bandaríkin hafa lagt áherslu á að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verði haldið til streitu þar til einræðisríkið lætur kjarnorkuvopn sín af hendi. Yfirvöld Norður-Kóreu vilja hins vegar ekki taka skref í átt að afvopnun án þess að losna fyrst við refsiaðgerðir.Samkvæmt AFP fréttaveitunni gaf Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem því var hótað að framleiðsla kjarnorkuvopna yrði hafin að nýju í einræðisríkinu. Það yrði gert ef Bandaríkin léttu ekki á þvingunum.Pompeo sagði þó seinna á föstudaginn að það kæmi ekki til greina án aðgerða frá Norður-Kóreu. Asía Norður-Kórea Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. Eftir fund Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í sumar sagði Trump að sameiginlegum æfingum skyldi hætt um tíma og sagði Trump sjálfur að æfingarnar væru kostnaðarsamar og „ögrandi“ gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar eru þó smáar í sniðum og fela í sér þátttöku um 500 landgönguliða beggja ríkjanna. Bandaríkin eru með um 28.500 hermenn í Suður-Kóreu og hafa ríkin reglulega staðið í sameiginlegum æfingum. Þær eru sagðar vera varnarlegs eðlis en yfirvöld Norður-Kóreu hafa reglulega fordæmt þær og sagt þær vera undirbúning fyrir innrás. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með erindrekum frá Norður-Kóreu á næstu dögum þar sem afvopnun Norður-Kóreu verður rædd. Trump og Kim skrifuðu undir samkomulag í Singapúr í sumar sem þótti óljóst og hefur lítill árangur náðst síðan þá. Bandaríkin hafa lagt áherslu á að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verði haldið til streitu þar til einræðisríkið lætur kjarnorkuvopn sín af hendi. Yfirvöld Norður-Kóreu vilja hins vegar ekki taka skref í átt að afvopnun án þess að losna fyrst við refsiaðgerðir.Samkvæmt AFP fréttaveitunni gaf Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem því var hótað að framleiðsla kjarnorkuvopna yrði hafin að nýju í einræðisríkinu. Það yrði gert ef Bandaríkin léttu ekki á þvingunum.Pompeo sagði þó seinna á föstudaginn að það kæmi ekki til greina án aðgerða frá Norður-Kóreu.
Asía Norður-Kórea Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira