Nýjar upplýsingar um morðið á Palme kynntar í nýrri bók Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2018 08:37 Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar þegar hann var skotinn til bana árið 1986 í miðborg Stokkhólms. vísir/getty Maður, sem þekktur var fyrir andúð sína á Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, og aðstoðarmaður hans eru bendlaðir við morðið á Palme í nýrri bók. Bókin byggir á gögnum sem rannsóknarblaðamaðurinn og metsöluhöfundurinn Stieg Larsson heitinn safnaði saman.Aftonbladet greinir frá því að Palmehópurinn svokallaði, sem hefur morðið á Palme til rannsóknar, kanni nú möguleg tengsl morðingja Palme við hóp í Suður-Afríku. Palme var skotinn til bana í Stokkhólmi í febrúar 1986 þegar hann var á gangi með eiginkonu sinni Lisbet, á leið heim úr kvikmyndahúsi. Málið telst enn óupplýst.Kann að hafa verið á Sveavägen Bókin er rituð af blaðamanninum og rithöfundinum Jan Stocklassa og byggir hann hana á gögnum Larsson. Kenningin sem varpað er fram er þó eigin kenning Stocklassa. Þar kemur meðal annars fram að hinn grunaði, sem hafi áður haft fjarvistarsönnun, kann mögulega að hafa verið á Sveavägen í Stokkhólmi þegar morðið var framið. Kenning höfundarins tengir meðal annars leigumorðingja frá Suður-Afríku við sænska hægriöfgamenn. Aftonbladet segir að Palmehópurinn hafi áður hunsað manninn sem um ræðir, en rannsaki nú möguleg tengsl hans við morðið.Rannsakaði málið til dauðadags Stieg Larsson, höfundur bókarinnar Karlar sem hata konur, rannsakaði sjálfur morðið á Palme allt til dauðadags 2004. Í gögnum Larsson eru meðal annars að finna vísbendingar um möguleg tengsl hægriöfgamanna og hreyfinga við morðið. Bókin kemur út í dag. Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. 23. maí 2018 14:04 Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Maður, sem þekktur var fyrir andúð sína á Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, og aðstoðarmaður hans eru bendlaðir við morðið á Palme í nýrri bók. Bókin byggir á gögnum sem rannsóknarblaðamaðurinn og metsöluhöfundurinn Stieg Larsson heitinn safnaði saman.Aftonbladet greinir frá því að Palmehópurinn svokallaði, sem hefur morðið á Palme til rannsóknar, kanni nú möguleg tengsl morðingja Palme við hóp í Suður-Afríku. Palme var skotinn til bana í Stokkhólmi í febrúar 1986 þegar hann var á gangi með eiginkonu sinni Lisbet, á leið heim úr kvikmyndahúsi. Málið telst enn óupplýst.Kann að hafa verið á Sveavägen Bókin er rituð af blaðamanninum og rithöfundinum Jan Stocklassa og byggir hann hana á gögnum Larsson. Kenningin sem varpað er fram er þó eigin kenning Stocklassa. Þar kemur meðal annars fram að hinn grunaði, sem hafi áður haft fjarvistarsönnun, kann mögulega að hafa verið á Sveavägen í Stokkhólmi þegar morðið var framið. Kenning höfundarins tengir meðal annars leigumorðingja frá Suður-Afríku við sænska hægriöfgamenn. Aftonbladet segir að Palmehópurinn hafi áður hunsað manninn sem um ræðir, en rannsaki nú möguleg tengsl hans við morðið.Rannsakaði málið til dauðadags Stieg Larsson, höfundur bókarinnar Karlar sem hata konur, rannsakaði sjálfur morðið á Palme allt til dauðadags 2004. Í gögnum Larsson eru meðal annars að finna vísbendingar um möguleg tengsl hægriöfgamanna og hreyfinga við morðið. Bókin kemur út í dag.
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. 23. maí 2018 14:04 Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. 23. maí 2018 14:04
Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30