Röð „tilviljana“? Sigurður Pétursson skrifar 5. nóvember 2018 07:45 Þegar heimsmetið var sett í Vatnsdalalsá í ágúst átti sér stað nokkur röð tilviljana sem hér fylgir: kokkur sem hefur tjáð sig svarinn andstæðing fiskeldis er svo „óheppinn“ að fanga eldislax langt fjarri árósum þessar laxveiðiár. Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun var tilbúnir áður en hann fékk laxinn í hendur til greiningar að koma með ályktanir þess efnis að þetta væri „nú bara toppurinn á ísjakanum.“ Haft var eftir öðrum sérfræðing að líklega kæmi fiskurinn frá Vestfjörðum. Á sama tíma á öðrum stað var kokkalandslið að mæra gæði eldislax og undirbúa sig fyrir þátttöku í móti erlendis þar sem eldislax var helsta afurðin. Einnig stutt frá var fimm manna nefnd (ÚUA) að meta það m.a. hvort kærendur laxeldis ættu raunverulega aðild að málinu enda flestir veiðiréttahafar laxveiðiáa fjarri þeim eldissvæðum sem kærð voru. „Tilviljanir“ ollu því að umræddur kokkur er víst einvaldur í að meta hvaða kokkar fá að taka þátt í heimsmeistaramóti (Bocuse d’Or) matreiðslumanna. Áin sem umræddur eldislax var fangaður er í eigu Óttars Yngvasonar lögmanns og Íslandsmeistara í kærum á hendur fiskeldismönnum. Afleiðingin leiddi til uppþota innan kokkalandsliðsins og ÚUA mat, byggt á umfjöllun í fjölmiðlum, að vegna eldislaxins í Vatnsdalsánni hefðu kærendur hagsmuni að gæta vegna fiskeldis á Vestfjörðum! Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út að ólíklegt sé að ókynþroska eldislax geti verið veiddur í miðri ferskvatnsá. Einnig hafa þeir útskýrt að þeir eldislaxar (búið að greina 4 laxa) sem veiddir hafa verið við Ísland hafa enn ekki verið upprunagreindir þ.e.a.s. óvíst hvaðan þeir hafa komið. Bara til samanbuðar þá munar ekki svo mikilli fjarlægð frá Vatnsdalnum til suðurfjarða Vestfjarða eða til heimsmeistara laxeldis í Færeyjum. Það er alltaf sætt þegar sannleikurinn kemur fram og ég leyfi mér að birta hluta úr nýrri yfirlýsingu íslenska kokkalandsliðsins: „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kokkalandsliðið Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þegar heimsmetið var sett í Vatnsdalalsá í ágúst átti sér stað nokkur röð tilviljana sem hér fylgir: kokkur sem hefur tjáð sig svarinn andstæðing fiskeldis er svo „óheppinn“ að fanga eldislax langt fjarri árósum þessar laxveiðiár. Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun var tilbúnir áður en hann fékk laxinn í hendur til greiningar að koma með ályktanir þess efnis að þetta væri „nú bara toppurinn á ísjakanum.“ Haft var eftir öðrum sérfræðing að líklega kæmi fiskurinn frá Vestfjörðum. Á sama tíma á öðrum stað var kokkalandslið að mæra gæði eldislax og undirbúa sig fyrir þátttöku í móti erlendis þar sem eldislax var helsta afurðin. Einnig stutt frá var fimm manna nefnd (ÚUA) að meta það m.a. hvort kærendur laxeldis ættu raunverulega aðild að málinu enda flestir veiðiréttahafar laxveiðiáa fjarri þeim eldissvæðum sem kærð voru. „Tilviljanir“ ollu því að umræddur kokkur er víst einvaldur í að meta hvaða kokkar fá að taka þátt í heimsmeistaramóti (Bocuse d’Or) matreiðslumanna. Áin sem umræddur eldislax var fangaður er í eigu Óttars Yngvasonar lögmanns og Íslandsmeistara í kærum á hendur fiskeldismönnum. Afleiðingin leiddi til uppþota innan kokkalandsliðsins og ÚUA mat, byggt á umfjöllun í fjölmiðlum, að vegna eldislaxins í Vatnsdalsánni hefðu kærendur hagsmuni að gæta vegna fiskeldis á Vestfjörðum! Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út að ólíklegt sé að ókynþroska eldislax geti verið veiddur í miðri ferskvatnsá. Einnig hafa þeir útskýrt að þeir eldislaxar (búið að greina 4 laxa) sem veiddir hafa verið við Ísland hafa enn ekki verið upprunagreindir þ.e.a.s. óvíst hvaðan þeir hafa komið. Bara til samanbuðar þá munar ekki svo mikilli fjarlægð frá Vatnsdalnum til suðurfjarða Vestfjarða eða til heimsmeistara laxeldis í Færeyjum. Það er alltaf sætt þegar sannleikurinn kemur fram og ég leyfi mér að birta hluta úr nýrri yfirlýsingu íslenska kokkalandsliðsins: „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar