Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. nóvember 2018 08:00 Vísir/Getty UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. Bardaginn var settur saman fremur seint en UFC vantaði lengi vel aðalbardaga kvöldsins á UFC 230. Þetta er þriðja árið í röð sem UFC heimsækir Madison Square Garden og tók langan tíma að finna aðalbardaga kvöldsins. Derrick Lewis komst heldur betur í sviðsljósið með sigri á Alexander Volkov á UFC 229 þann 6. október. Lewis var með skemmtilega endurkomu í bardaganum og kórónaði flottan sigur með stórkostlegu viðtali eftir bardagann sem vakti mikla athygli. Í viðtalinu fór hann úr stuttbuxunum þar sem honum var svo heitt í klofinu og hafði engan áhuga á titilbardaga enda var hann ekki með þol til þess. Eftir frammistöðuna í viðtalinu og í bardaganum sjálfum fékk Lewis titilbardaga og eru aðeins þrjár vikur á milli bardaga hjá honum. Daniel Cormier gengur sjálfur ekki alveg heill til skógar en hann hefur verið að glíma við handarmeiðsli síðan hann sigraði Stipe Miocic í júlí. Aðdragandi bardagans hefur verið skemmtilegur enda hefur vinalegur rígurinn á milli Lewis og Cormier einkennst af ást þeirra á skyndibita. Derrick Lewis hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Popeyes kjúklingnum. Fyrr í vikunni fékk Lewis samning við Popeyes og mun borða þar frítt út ævina ef hann vinnur Cormier. Cormier var svekktur að fá ekki samning við Popeyes en gerði þess í stað styrktarsamning við hamborgarakeðjuna Carl’s Junior. Cormier mun gefa fría hamborgara frá Carl’s Junior ef hann vinnur. Það er gott að vera í þungavigtinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vigtinni. Það er því ekki bara UFC beltið sem er undir í nótt heldur einnig mikill skyndibiti fyrir aðdáendur Cormier eða Lewis. UFC 230 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 í nótt. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Sjá meira
UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. Bardaginn var settur saman fremur seint en UFC vantaði lengi vel aðalbardaga kvöldsins á UFC 230. Þetta er þriðja árið í röð sem UFC heimsækir Madison Square Garden og tók langan tíma að finna aðalbardaga kvöldsins. Derrick Lewis komst heldur betur í sviðsljósið með sigri á Alexander Volkov á UFC 229 þann 6. október. Lewis var með skemmtilega endurkomu í bardaganum og kórónaði flottan sigur með stórkostlegu viðtali eftir bardagann sem vakti mikla athygli. Í viðtalinu fór hann úr stuttbuxunum þar sem honum var svo heitt í klofinu og hafði engan áhuga á titilbardaga enda var hann ekki með þol til þess. Eftir frammistöðuna í viðtalinu og í bardaganum sjálfum fékk Lewis titilbardaga og eru aðeins þrjár vikur á milli bardaga hjá honum. Daniel Cormier gengur sjálfur ekki alveg heill til skógar en hann hefur verið að glíma við handarmeiðsli síðan hann sigraði Stipe Miocic í júlí. Aðdragandi bardagans hefur verið skemmtilegur enda hefur vinalegur rígurinn á milli Lewis og Cormier einkennst af ást þeirra á skyndibita. Derrick Lewis hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Popeyes kjúklingnum. Fyrr í vikunni fékk Lewis samning við Popeyes og mun borða þar frítt út ævina ef hann vinnur Cormier. Cormier var svekktur að fá ekki samning við Popeyes en gerði þess í stað styrktarsamning við hamborgarakeðjuna Carl’s Junior. Cormier mun gefa fría hamborgara frá Carl’s Junior ef hann vinnur. Það er gott að vera í þungavigtinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vigtinni. Það er því ekki bara UFC beltið sem er undir í nótt heldur einnig mikill skyndibiti fyrir aðdáendur Cormier eða Lewis. UFC 230 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Sjá meira
Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00
Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00