Erlendir ferðamenn skila steinum og sandi í Reynisfjöru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2018 14:15 Fjórir steinar sem skilað var til baka með póstsendingu til Höllu og starfsfólksins hennar nýlega. Svarta Fjaran Eigendur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru í Mýrdalshreppi fá reglulega einkennilegar sendingar í póstinum. Um er að ræða steina og sand sem erlendir ferðamenn hafa tekið úr fjörunni og flutt úr landi. Fólkið virðist hins vegar fá samviskubit þegar heim er komið yfir því að hafa tekið grjótið eða sandinn í leyfisleysi og sent til baka. Halla Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar, segir sendingarnar aðallega koma frá Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.„Fólkið áttar sig greinilega á því þegar það kemur heim að það er víða ólöglegt að taka steina með sér úr landi og hvað þá sandinn. Í einu tilfelli taldi fólkið sem sendi steinana að á þeim hvíldi bölvun. Ég var því miður of sein að hugsa. Auðvitað hefði ég átt að neita móttöku steina sem á hvílir bölvun og senda þá aftur“, segir Halla. Hún segir málið hið skemmtilegasta. „Já, þetta er mjög skondið og orðsendingarnar með steinum og sandi eru á þá leið að fólk biðst afsökunar og biður mig að skila þessu aftur í fjöruna, sem ég geri að sjálfsögðu með bros á vör.“ Eigendur Svörtu fjöru eru hjónin í Þórisholti, hjónin á Reyni og bóndinn á Lækjarbakka en allt eru þetta bæir í Reynishverfi. Þau eru því einnig landeigendur í Reynisfjöru ásamt fleiri aðilum og réðust sjálf í það verkefni að byggja veitingastað í Reynisfjöru fyrir nokkrum árum. „Það er okkar skilningur að það sé alveg bannað að taka steina eða sand úr fjörunni enda er slíkt ekki leyfilegt í þjóðgörðum eða á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim, sama gildir um okkar fjöru,“ segir Halla ennfremur. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru í Mýrdalshreppi fá reglulega einkennilegar sendingar í póstinum. Um er að ræða steina og sand sem erlendir ferðamenn hafa tekið úr fjörunni og flutt úr landi. Fólkið virðist hins vegar fá samviskubit þegar heim er komið yfir því að hafa tekið grjótið eða sandinn í leyfisleysi og sent til baka. Halla Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar, segir sendingarnar aðallega koma frá Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.„Fólkið áttar sig greinilega á því þegar það kemur heim að það er víða ólöglegt að taka steina með sér úr landi og hvað þá sandinn. Í einu tilfelli taldi fólkið sem sendi steinana að á þeim hvíldi bölvun. Ég var því miður of sein að hugsa. Auðvitað hefði ég átt að neita móttöku steina sem á hvílir bölvun og senda þá aftur“, segir Halla. Hún segir málið hið skemmtilegasta. „Já, þetta er mjög skondið og orðsendingarnar með steinum og sandi eru á þá leið að fólk biðst afsökunar og biður mig að skila þessu aftur í fjöruna, sem ég geri að sjálfsögðu með bros á vör.“ Eigendur Svörtu fjöru eru hjónin í Þórisholti, hjónin á Reyni og bóndinn á Lækjarbakka en allt eru þetta bæir í Reynishverfi. Þau eru því einnig landeigendur í Reynisfjöru ásamt fleiri aðilum og réðust sjálf í það verkefni að byggja veitingastað í Reynisfjöru fyrir nokkrum árum. „Það er okkar skilningur að það sé alveg bannað að taka steina eða sand úr fjörunni enda er slíkt ekki leyfilegt í þjóðgörðum eða á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim, sama gildir um okkar fjöru,“ segir Halla ennfremur.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira