Viðskipti innlent

Fyrirtæki telja svigrúm til launahækkana nánast ekkert

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ferðaþjónustufyrirtæki töldu til að mynda að einna minnst svigrúm væri til launahækkana, eða 1,2%.
Ferðaþjónustufyrirtæki töldu til að mynda að einna minnst svigrúm væri til launahækkana, eða 1,2%. vísir/vilhelm
Útflutningsfyrirtæki eru aðþrengd og svigrúm þeirra til launahækkana er nánast ekki neitt. Þetta sýnir könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækjanna sem birt var í dag.

Spurt var um mat þeirra á svigrúmi til launahækkana á árinu 2019. Ferðaþjónustufyrirtæki töldu til að mynda að svigrúmið væri 1,2%, fyrirtæki í útflutningi vöru og þjónustu töldu það 1,7% en önnur fyrirtæki 2,1%. Meðalniðurstaðan var 1,9%.

„Ljóst er að það hefur harðnað verulega á dalnum í ferðaþjónustu en að jafnaði töldu 65% ferðaþjónustufyrirtækja ekkert svigrúm fyrir hendi til launahækkana á næsta ári,“ segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

Þá sé staðan svipuð í öðrum greinum en rúmlega helmingur útflutningsfyrirtækja taldi ekkert svigrúm til launahækkana og 36% annarra fyrirtækja var á sama máli. Þá töldu 43% forsvarsmanna ekkert svigrúm til launahækkana árið 2019.

Í tilkynningu segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart í ljósi launaþróunar á tímabili gildandi kjarasamninga, þ.e. frá upphafi árs 2015.

Könnunin var gerð meðal aðildarfyrirtækja SA dagana 22. -31. ágúst. Alls bárust 523 svör og var svarhlutfall 31%.


Tengdar fréttir

Drífa segir ábyrgð stjórnvalda gríðarlega

Drífa Snædal nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að formenn stærstu félaganna, Efling og VR, séu með menn innan miðstjórnar ASÍ. Hún gerir sér væntingar um að þau geti sameinað sig betur undir hatti ASÍ en oft áður.

Laun hækkað almennt hraðar en tekjur

Launakostnaður skráðra félaga hefur almennt vaxið hraðar en tekjur og rekstrarhagnaður félaganna frá árinu 2015, samkvæmt athugun Markaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×