Mjúk lending Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. nóvember 2018 08:00 Engum dylst að tekið er að hægja verulega á hagkerfinu. Gangi spár eftir verður áfram vöxtur, en þó minni en við höfum séð undanfarin ár. Hér er þrátt fyrir það lítið sem ekkert atvinnuleysi, opinber skuldsetning lítil, aðrar undirstöður traustar og að langflestu leyti gott að búa. Nú liggur fyrir sameiginlegt verkefni okkar allra að ná þokkalega mjúkri lendingu eftir fordæmalaust hagvaxtarskeið. Það er hægt. Slíkt getur auðvitað reynst flókið, sérstaklega ef rætt er um breytur á borð við gjaldmiðil sem sveiflast eins og lauf í vindi og viðkvæma ferðaþjónustu, sem er fyrir löngu orðin ein grunnstoð hagkerfis okkar. Fjármálastjórnin í landinu er jafnvægislist og stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins, beggja vegna borðsins, þurfa að taka þá staðreynd alvarlega. Það gera langflestir. Í umræðunni síðustu daga hefur verið dregin upp dökk mynd af stöðunni. Líkt og greint var frá á forsíðu þessa blaðs í gær eru veitingamenn uggandi og óttast að annars blómlegur veitingageiri hér á landi standi frammi fyrir miklum áskorunum. Veitingamenn segjast ekki geta borið meiri launahækkanir líkt og farið er fram á í komandi kjaraviðræðum, en hækkanir ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gætu numið allt að 150 prósentum ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambandsins. Það þarf ekki veitingamann til að sjá að slíkar kröfur eru með öllu óraunhæfar. Dómínóáhrifin yrðu þau að verð á veitingastöðum hækkar, stöðunum fækkar og starfsfólki um leið. Þetta dæmi er hægt að heimfæra á langflestar greinar atvinnulífsins hér á landi. Það er því þreytandi þegar örfáir forsvarsmenn stærstu verkalýðsfélaganna stíga fram á vígvöllinn og láta eins og allir atvinnurekendur greiði sér ofurlaun og himinháa bónusa. Slíkt er ekki merki um þroskaða umræðu. Langstærstur hluti atvinnurekenda í landinu er heiðarlegt fólk, sem vill gera vel við sitt starfsfólk og gerir sér vonir um það eitt að reksturinn standi undir sér. Þetta eru fyrirtæki sem skapa flest störf og mestan hagvöxtinn. Til þess að hækka hér lágmarkslaun, sem mesta þörfin er á, væri skynsamlegasta útspil ríkisstjórnarinnar að lækka skatta og hækka skattleysismörk. Slíkt myndi skila raunverulegum ábata til fólksins í landinu. Fólk fengi meira fyrir launatékkann. Umræða um ofurlaun og himinháa bónusa á rétt á sér. En það er ekki skynsamlegur útgangspunktur að ætla sér að taka dæmi af örfáum fyrirtækjum sem sýna ekki gott fordæmi. „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni,“ sagði Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður í frétt blaðsins í gær. Við höfum sem samfélag alla burði til að ná hér jafnvægi eftir góðærisskeið. Förum ekki að klúðra því. Lendingin getur orðið mjúk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Engum dylst að tekið er að hægja verulega á hagkerfinu. Gangi spár eftir verður áfram vöxtur, en þó minni en við höfum séð undanfarin ár. Hér er þrátt fyrir það lítið sem ekkert atvinnuleysi, opinber skuldsetning lítil, aðrar undirstöður traustar og að langflestu leyti gott að búa. Nú liggur fyrir sameiginlegt verkefni okkar allra að ná þokkalega mjúkri lendingu eftir fordæmalaust hagvaxtarskeið. Það er hægt. Slíkt getur auðvitað reynst flókið, sérstaklega ef rætt er um breytur á borð við gjaldmiðil sem sveiflast eins og lauf í vindi og viðkvæma ferðaþjónustu, sem er fyrir löngu orðin ein grunnstoð hagkerfis okkar. Fjármálastjórnin í landinu er jafnvægislist og stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins, beggja vegna borðsins, þurfa að taka þá staðreynd alvarlega. Það gera langflestir. Í umræðunni síðustu daga hefur verið dregin upp dökk mynd af stöðunni. Líkt og greint var frá á forsíðu þessa blaðs í gær eru veitingamenn uggandi og óttast að annars blómlegur veitingageiri hér á landi standi frammi fyrir miklum áskorunum. Veitingamenn segjast ekki geta borið meiri launahækkanir líkt og farið er fram á í komandi kjaraviðræðum, en hækkanir ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gætu numið allt að 150 prósentum ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambandsins. Það þarf ekki veitingamann til að sjá að slíkar kröfur eru með öllu óraunhæfar. Dómínóáhrifin yrðu þau að verð á veitingastöðum hækkar, stöðunum fækkar og starfsfólki um leið. Þetta dæmi er hægt að heimfæra á langflestar greinar atvinnulífsins hér á landi. Það er því þreytandi þegar örfáir forsvarsmenn stærstu verkalýðsfélaganna stíga fram á vígvöllinn og láta eins og allir atvinnurekendur greiði sér ofurlaun og himinháa bónusa. Slíkt er ekki merki um þroskaða umræðu. Langstærstur hluti atvinnurekenda í landinu er heiðarlegt fólk, sem vill gera vel við sitt starfsfólk og gerir sér vonir um það eitt að reksturinn standi undir sér. Þetta eru fyrirtæki sem skapa flest störf og mestan hagvöxtinn. Til þess að hækka hér lágmarkslaun, sem mesta þörfin er á, væri skynsamlegasta útspil ríkisstjórnarinnar að lækka skatta og hækka skattleysismörk. Slíkt myndi skila raunverulegum ábata til fólksins í landinu. Fólk fengi meira fyrir launatékkann. Umræða um ofurlaun og himinháa bónusa á rétt á sér. En það er ekki skynsamlegur útgangspunktur að ætla sér að taka dæmi af örfáum fyrirtækjum sem sýna ekki gott fordæmi. „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni,“ sagði Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður í frétt blaðsins í gær. Við höfum sem samfélag alla burði til að ná hér jafnvægi eftir góðærisskeið. Förum ekki að klúðra því. Lendingin getur orðið mjúk.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun