„Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 20:00 Bjarki og Ástrós. Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki segist bara vilja að stelpurnar hans eigi góða framtíð. Þau voru í viðtali í Ísland í dag nú í kvöld.Þau hafa verið saman frá því þau voru sextán ára gömul. Bjarki greindist með krabbamein þegar hann var 25 ára gamall. Hann fór strax í aðgerð, fékk stóma og stór hluti ristils hans var fjarlægður. Eftir erfiða hálfs árs lyfjameðferð virtist Bjarki vera læknaður. „Þannig að við fögnuðum vel, ég og konan, og ætluðum bara að taka lífið með trompi og byrja þá að lifa. Stofna fjölskyldu. Síðan akkúrat ári seinna, í rannsókn, kemur í ljós að það eru komin mein upp í lungun,“ segir Bjarki. Aftur tók meðferð við og átti Bjarki að vera læknaður á nýjan leik. Aftur á móti kom í ljós, um ári seinna, að meinin voru komin upp í heila. Meðferð við því gekk vel en krabbameinið kom þó aftur.Ákvað að sóa engum tíma Bjarki ákvað að sóa engum tíma og spurði Ástrós hvort hún vildi giftast honum. „Ég gat náttúrulega ekki sagt nei, þar sem að hann var að fara í aðgerð daginn eftir,“ segi Ástrós í spaugi. „Það hefði verið frekar vandræðaleg. Ég þurfti að deila með honum herbergi og svona, þannig að ég ákvað bara að segja já.“ Hún bætir þó við að hún hefði alltaf sagt já. Bjarki væri sálufélagi hennar. Nú eru fjögur eða fimm æxli komin víðs vegar um heilann og er ekki hægt að skera þau á brott. „Þetta er bara komið á þennan stað,“ segir Ástrós. „Hann er búinn að berjast í sex ár. Við erum búin að eiga ótrúlega gott líf í sex ár en maður undirbýr sig aldrei fyrir þetta. Að heyra að það sé ekkert hægt að gera og það séu bara nokkrir mánuðir eftir.“ Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Þau Bjarki og Ástrós eignuðust stelpu fyrir tveimur mánuðum og Bjarki segist sjá heiminn í nýju ljósi eftir það. Hann sé þakklátur fyrir þau sex ár sem hann hafi fengið því hann hefði geta dáið fyrr og segir þau hafa gert ótrúlega hluti á þessum sex árum. „Þótt ég færi á morgun væri ég mjög sáttur með mitt líf. Þótt ég sé bara 31 finnst mér ég hafa fengið meira en margir aðrir,“ segir Bjarki.Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bjarka og Ástrósu fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 130-26-20898Kennitala: 120487-2729 Ísland í dag Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Sjá meira
Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki segist bara vilja að stelpurnar hans eigi góða framtíð. Þau voru í viðtali í Ísland í dag nú í kvöld.Þau hafa verið saman frá því þau voru sextán ára gömul. Bjarki greindist með krabbamein þegar hann var 25 ára gamall. Hann fór strax í aðgerð, fékk stóma og stór hluti ristils hans var fjarlægður. Eftir erfiða hálfs árs lyfjameðferð virtist Bjarki vera læknaður. „Þannig að við fögnuðum vel, ég og konan, og ætluðum bara að taka lífið með trompi og byrja þá að lifa. Stofna fjölskyldu. Síðan akkúrat ári seinna, í rannsókn, kemur í ljós að það eru komin mein upp í lungun,“ segir Bjarki. Aftur tók meðferð við og átti Bjarki að vera læknaður á nýjan leik. Aftur á móti kom í ljós, um ári seinna, að meinin voru komin upp í heila. Meðferð við því gekk vel en krabbameinið kom þó aftur.Ákvað að sóa engum tíma Bjarki ákvað að sóa engum tíma og spurði Ástrós hvort hún vildi giftast honum. „Ég gat náttúrulega ekki sagt nei, þar sem að hann var að fara í aðgerð daginn eftir,“ segi Ástrós í spaugi. „Það hefði verið frekar vandræðaleg. Ég þurfti að deila með honum herbergi og svona, þannig að ég ákvað bara að segja já.“ Hún bætir þó við að hún hefði alltaf sagt já. Bjarki væri sálufélagi hennar. Nú eru fjögur eða fimm æxli komin víðs vegar um heilann og er ekki hægt að skera þau á brott. „Þetta er bara komið á þennan stað,“ segir Ástrós. „Hann er búinn að berjast í sex ár. Við erum búin að eiga ótrúlega gott líf í sex ár en maður undirbýr sig aldrei fyrir þetta. Að heyra að það sé ekkert hægt að gera og það séu bara nokkrir mánuðir eftir.“ Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Þau Bjarki og Ástrós eignuðust stelpu fyrir tveimur mánuðum og Bjarki segist sjá heiminn í nýju ljósi eftir það. Hann sé þakklátur fyrir þau sex ár sem hann hafi fengið því hann hefði geta dáið fyrr og segir þau hafa gert ótrúlega hluti á þessum sex árum. „Þótt ég færi á morgun væri ég mjög sáttur með mitt líf. Þótt ég sé bara 31 finnst mér ég hafa fengið meira en margir aðrir,“ segir Bjarki.Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bjarka og Ástrósu fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 130-26-20898Kennitala: 120487-2729
Ísland í dag Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Sjá meira