Erfið vika framundan hjá May Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 23:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. EPA/DAVID LEVENSON Theresa May á erfiða viku í vændum. Sú vika bætist á erfiða daga en May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May þarf að bæta ímynd samningsdraganna í augum ráðherra og þingmanna stjórnarandstæðunnar sem og þingmanna Íhaldsflokksins, en einhverjir þeirra eru að reyna að efna til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart henni. Þar að auki hafa nokkrir meðlimir ríkisstjórnar May sagt af sér. Í viðtali í dag sagði forsætisráðherrann að brotthvarf hennar myndi engan vegin gera Brexit-ferlið auðveldara. Þvert á móti yrði það erfiðara. Hún sagði að næstu sjö dagar yrðu mjög mikilvægir fyrir framtíð Bretlands.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir þó að hans flokkur gæti gert betri samning áður en Bretland gengur úr ESB, sem á að gerast þann 29. mars næstkomandi. „Ríkisstjórnin er að reyna að þvinga slæmum samningi á okkur, sem mætir ekki þörfum lands okkar, með því að hóta okkur óreiðu og efnahagsskaða verði hann ekki samþykktur,“ sagði Corbyn í dag. Hann hefur lýst því yfir að þingmenn Verkamannaflokksins muni ekki veita samningnum atkvæði. Eins og áður segir hafa margir stjórnmálamenn í Bretlandi mótmælt og hefur verið dregið í efa að þingið muni semja drögin. Það er ljóst að þingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginu Það er óhætt að segja að það verður erfitt fyrir May að ætla sér að bæta þetta opna sár innan flokksins á einni viku. Áætlað er að leiðtogar ESB muni koma saman þann 25. nóvember næstkomandi, næsta sunnudag, og ræða samninginn. May segir að hún muni funda með Jean-Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB, í aðdraganda fundarins en framvkæmdastjórnin segir að það muni ekki gerast án þess að árangri verði náð varðandi samþykkt samningsins í Bretlandi. Bretland Brexit Tengdar fréttir May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Theresa May á erfiða viku í vændum. Sú vika bætist á erfiða daga en May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May þarf að bæta ímynd samningsdraganna í augum ráðherra og þingmanna stjórnarandstæðunnar sem og þingmanna Íhaldsflokksins, en einhverjir þeirra eru að reyna að efna til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart henni. Þar að auki hafa nokkrir meðlimir ríkisstjórnar May sagt af sér. Í viðtali í dag sagði forsætisráðherrann að brotthvarf hennar myndi engan vegin gera Brexit-ferlið auðveldara. Þvert á móti yrði það erfiðara. Hún sagði að næstu sjö dagar yrðu mjög mikilvægir fyrir framtíð Bretlands.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir þó að hans flokkur gæti gert betri samning áður en Bretland gengur úr ESB, sem á að gerast þann 29. mars næstkomandi. „Ríkisstjórnin er að reyna að þvinga slæmum samningi á okkur, sem mætir ekki þörfum lands okkar, með því að hóta okkur óreiðu og efnahagsskaða verði hann ekki samþykktur,“ sagði Corbyn í dag. Hann hefur lýst því yfir að þingmenn Verkamannaflokksins muni ekki veita samningnum atkvæði. Eins og áður segir hafa margir stjórnmálamenn í Bretlandi mótmælt og hefur verið dregið í efa að þingið muni semja drögin. Það er ljóst að þingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginu Það er óhætt að segja að það verður erfitt fyrir May að ætla sér að bæta þetta opna sár innan flokksins á einni viku. Áætlað er að leiðtogar ESB muni koma saman þann 25. nóvember næstkomandi, næsta sunnudag, og ræða samninginn. May segir að hún muni funda með Jean-Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB, í aðdraganda fundarins en framvkæmdastjórnin segir að það muni ekki gerast án þess að árangri verði náð varðandi samþykkt samningsins í Bretlandi.
Bretland Brexit Tengdar fréttir May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56
Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27
May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00
Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent