Töluverðar líkur eru á að enski sóknarmaðurinn Gary Martin muni leika að nýju hér á landi í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð en hann lék með ÍA, KR og Víking R. áður en hann hélt til Noregs og samdi við Lilleström en hann skrapp einnig til Belgíu og lék hjá Lokeren um stutt skeið.
Stjarnan, FH og Víkingur hafa öll verið orðuð við Martin að undanförnu auk þess sem einhverjir hafa orðað hann við endurkomu í KR.
Þessi 28 ára gamli framherji útilokar hins vegar endurkomu í KR í samtali við Fótbolta.net í gær.
Þar segir hann jafnframt að hann viti af áhuga Stjörnunnar en hann kveðst ekki ætla að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en tímabilinu lýkur hjá Lilleström. Liðið berst nú fyrir lífi sínu í norsku úrvalsdeildinni.
Gary Martin útilokar endurkomu í KR
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið




„Ég trúi þessu varla“
Sport


Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn