Vill láta reisa minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. nóvember 2018 19:30 Alþjóðlegur minningardagur þeirra sem látist hafa í umferðinni var haldinn á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi í dag í sjöunda sinn. Frá því að fyrsta banaslysið varð hér á landi árið 1915 hafa 1564 einstaklingar látist í umferðinni. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, missti foreldra sína í bílslysi árið 1987.Vísir/SkjáskotFjöldi fólks kom saman til athafnarinnar í dag, bæði viðbragðs- og björgunaraðilar en einnig aðstandendur fólks sem látist hefur í umferðinni. Dagurinn er einnig hugsaður sem vitundarvakning fyrir almenning og einnig til að heiðra viðbragðsaðila. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, flutti ávarp í tilefni dagsins en hann missti sjálfur foreldra sína í bílslysi í Svínahrauni árið 1987. Hann lagði meðal annars til í ræðu sinni að við þyrlupallinn yrði reist minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni. „Þetta er alþjóðlegur dagur og við höfum haldið þennan viðburð árlega á þessum stað,“ segir Sigurður Ingi. „Væri ekki gott að við hefðum einhvern ramma utan um þennan viðburð? Eitthvað sem gæti vakið okkur hin sem eru í samfélaginu til umhugsunar af því að það er tilgangurinn með deginum.“Sonur Þórönnu M. Sigurbergsdóttir lést í bílslysi árið 1996. hann hefði orðið 40 ára í dag.Vísir/SkjáskotÞóranna M. Sigurbergsdóttir og eiginmaður hennar Steingrímur Ágúst Jónsson misstu son sinn, Sigurjón Steingrímsson, aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni árið 1996 en hann hefði orðið fertugur í dag. Í ávarpi sínu velti hún því fyrir sér hvernig maður hann væri í dag hefði hann lifað. Hún segir það hafa tekið tíma að takast á við missinn og sorgina en hún, ásamt tveimur vinkonum sem einnig hafa misst syni, skrifaði bókina Móðir, missir, máttur til að takast á við söknuðinn. Sigurjón lést eftir að hafa keyrt yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni en Þóranna hvetur annað fólk til að vera á varðbergi í umferðinni svo það þurfi ekki að upplifa sama missi og hún gerði. „Ég veit ekki hvað gerðist. Þetta gerðist á góðviðrisdegi og hann var vel sofinn,“ segir hún um daginn örlagaríka. „Bara augnabliks aðgæsluleysi getur verið afdrifaríkt. Jafnvel leitt til dauða. Að horfa í aðra átt, að teygja sig eftir einhverju. Hvað þá núna þegar fólk er með farsíma og allskonar truflun í gangi. Vera vakandi í umferðinni og láta ekki trufla sig“ Samgönguslys Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur þeirra sem látist hafa í umferðinni var haldinn á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi í dag í sjöunda sinn. Frá því að fyrsta banaslysið varð hér á landi árið 1915 hafa 1564 einstaklingar látist í umferðinni. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, missti foreldra sína í bílslysi árið 1987.Vísir/SkjáskotFjöldi fólks kom saman til athafnarinnar í dag, bæði viðbragðs- og björgunaraðilar en einnig aðstandendur fólks sem látist hefur í umferðinni. Dagurinn er einnig hugsaður sem vitundarvakning fyrir almenning og einnig til að heiðra viðbragðsaðila. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, flutti ávarp í tilefni dagsins en hann missti sjálfur foreldra sína í bílslysi í Svínahrauni árið 1987. Hann lagði meðal annars til í ræðu sinni að við þyrlupallinn yrði reist minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni. „Þetta er alþjóðlegur dagur og við höfum haldið þennan viðburð árlega á þessum stað,“ segir Sigurður Ingi. „Væri ekki gott að við hefðum einhvern ramma utan um þennan viðburð? Eitthvað sem gæti vakið okkur hin sem eru í samfélaginu til umhugsunar af því að það er tilgangurinn með deginum.“Sonur Þórönnu M. Sigurbergsdóttir lést í bílslysi árið 1996. hann hefði orðið 40 ára í dag.Vísir/SkjáskotÞóranna M. Sigurbergsdóttir og eiginmaður hennar Steingrímur Ágúst Jónsson misstu son sinn, Sigurjón Steingrímsson, aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni árið 1996 en hann hefði orðið fertugur í dag. Í ávarpi sínu velti hún því fyrir sér hvernig maður hann væri í dag hefði hann lifað. Hún segir það hafa tekið tíma að takast á við missinn og sorgina en hún, ásamt tveimur vinkonum sem einnig hafa misst syni, skrifaði bókina Móðir, missir, máttur til að takast á við söknuðinn. Sigurjón lést eftir að hafa keyrt yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni en Þóranna hvetur annað fólk til að vera á varðbergi í umferðinni svo það þurfi ekki að upplifa sama missi og hún gerði. „Ég veit ekki hvað gerðist. Þetta gerðist á góðviðrisdegi og hann var vel sofinn,“ segir hún um daginn örlagaríka. „Bara augnabliks aðgæsluleysi getur verið afdrifaríkt. Jafnvel leitt til dauða. Að horfa í aðra átt, að teygja sig eftir einhverju. Hvað þá núna þegar fólk er með farsíma og allskonar truflun í gangi. Vera vakandi í umferðinni og láta ekki trufla sig“
Samgönguslys Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira