Tíu ára prjónasnillingur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2018 19:45 Þrátt fyrir að Helgi Reynisson í Flóahreppi sé ekki nema tíu ára gamall þá er hann búin að prjóna ullarsokka, vettlinga, húfu og lopapeysu á sig. Auk þess hefur hann lært krosssaum. Helgi býr á bænum Hurðarbaki í Flóa en hann á fjögur systkini sem eru dugleg að leika sér saman í sveitinni, ekki síst að hoppa á trampólíninu á bæjarhlaðinu. Þegar Helgi er í prjónastuði þá fer hann til Kristínar ömmu sinnar þar sem þau setjast saman við eldhúsborðið og prjóna saman. Í fyrra prjónaði Helgi á sig húfu, vettlinga og sokka og í vikunni kláraði hann lopapeysuna sína. Nú er Helgi komin með nýtt prjónaverkefni. „Ég er að gera svona eyrnaband, ég hafði ekkert að gera og því fór ég að byrja á einhverju og þá datt mér í hug eyrnaband“, segir Helgi og bætir við að það sé alls ekki erfitt að prjóna þegar maður er búin að læra það. Helgi hefur líka lært að sauma krosssaum en hann kláraði nýlega þannig púða með mynd af fugli. Helgi Reynisson, tíu ára prjónasnillingur á bænum Hurðarbaki í Flóa.Magnús HlynurKristín Stefánsdóttir sem er frá Vorsabæ í Flóa hefur kennt Helga að prjóna og sauma í en hún býr á Hurðarbaki í næsta húsi við heimili Helga. Hún segir mjög sérstakt að svona ungur krakki eins og Helgi vilji læra að prjóna. „Já, bara mjög sérstakt, hann kom átta ára gamall og vildi læra að prjóna og prjónaði þá einhverja trefilslengju. Síðan vildi hann halda áfram, sem var mjög óvenjulegt, hann vildi prjóna vettlinga og þegar þeir voru búnir þá vildi hann prjóna sokka. Ég hélt alltaf að hann myndi gefast upp. Svo þegar hann fór að tala um að hann vildi prjóna peysu þá hugsaði ég með mér, nei, hann hlítur að gefast upp á því, en það varð ekki“, segir Kristín og bætir við. „Hann er mjög handlaginn við að prjóna og strax þegar ég kenndi honum að fitja upp hafði hann svo gott vald á prjónunum, það vafðist ekkert fyrir honum“. En hvernig strákur er Helgi ? „Helgi er skemmtilegur strákur sem er líflegur og íþróttasinnaður, það er gaman að fá hann hér inn og spjalla við hann“, segir Kristín amma Helga á Hurðarbaki. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þrátt fyrir að Helgi Reynisson í Flóahreppi sé ekki nema tíu ára gamall þá er hann búin að prjóna ullarsokka, vettlinga, húfu og lopapeysu á sig. Auk þess hefur hann lært krosssaum. Helgi býr á bænum Hurðarbaki í Flóa en hann á fjögur systkini sem eru dugleg að leika sér saman í sveitinni, ekki síst að hoppa á trampólíninu á bæjarhlaðinu. Þegar Helgi er í prjónastuði þá fer hann til Kristínar ömmu sinnar þar sem þau setjast saman við eldhúsborðið og prjóna saman. Í fyrra prjónaði Helgi á sig húfu, vettlinga og sokka og í vikunni kláraði hann lopapeysuna sína. Nú er Helgi komin með nýtt prjónaverkefni. „Ég er að gera svona eyrnaband, ég hafði ekkert að gera og því fór ég að byrja á einhverju og þá datt mér í hug eyrnaband“, segir Helgi og bætir við að það sé alls ekki erfitt að prjóna þegar maður er búin að læra það. Helgi hefur líka lært að sauma krosssaum en hann kláraði nýlega þannig púða með mynd af fugli. Helgi Reynisson, tíu ára prjónasnillingur á bænum Hurðarbaki í Flóa.Magnús HlynurKristín Stefánsdóttir sem er frá Vorsabæ í Flóa hefur kennt Helga að prjóna og sauma í en hún býr á Hurðarbaki í næsta húsi við heimili Helga. Hún segir mjög sérstakt að svona ungur krakki eins og Helgi vilji læra að prjóna. „Já, bara mjög sérstakt, hann kom átta ára gamall og vildi læra að prjóna og prjónaði þá einhverja trefilslengju. Síðan vildi hann halda áfram, sem var mjög óvenjulegt, hann vildi prjóna vettlinga og þegar þeir voru búnir þá vildi hann prjóna sokka. Ég hélt alltaf að hann myndi gefast upp. Svo þegar hann fór að tala um að hann vildi prjóna peysu þá hugsaði ég með mér, nei, hann hlítur að gefast upp á því, en það varð ekki“, segir Kristín og bætir við. „Hann er mjög handlaginn við að prjóna og strax þegar ég kenndi honum að fitja upp hafði hann svo gott vald á prjónunum, það vafðist ekkert fyrir honum“. En hvernig strákur er Helgi ? „Helgi er skemmtilegur strákur sem er líflegur og íþróttasinnaður, það er gaman að fá hann hér inn og spjalla við hann“, segir Kristín amma Helga á Hurðarbaki.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira