CoolBet úrvalsdeildin í pílu hafin | 300.000kr í verðlaunafé Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 17:45 Keppendur í CoolBet úrvalsdeildinni í pílu Fyrsta umferð í CoolBet úrvalsdeildinni í pílu fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn en um er að ræða átta manna deild. Fyrirkomulagið í deildinni er þannig að haldnar eru sjö umferðir og keppa því allir við alla. Fyrir sigur fást tvö stig, en fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar að loknum sjö umferðum komast á lokakvöldið þar sem spilað er um 300.000kr í verðlaunafé en sigurvegari deildarinnar hlýtur 150.000kr. Mögnuð aukaverðlaun eru í boði fyrir þann spilara sem er í efsta sæti eftir 5 umferðir en hann fær frítt flug, gistingu og miða fyrir tvo á heimsmeistaramótið í pílukasti sem haldið er í London og byrjar 13. desember. Leikið er á miðvikudagskvöldum og sýnt er beint frá mótinu á Facebook, Youtube, Twitter og Twitch. Útsendingar deildarinnar hafa verið að fá yfir 20.000 áhorfendur og er m.a. lýsendur frá Svíþjóð og Bretlandi sem lýsa frá keppninni. Vitor Charrua, Mattías Örn Friðriksson, Hallgrímur Egilsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson unnu sína leiki í fyrstu umferðinni og eru þeir því komnir með tvö stig hver. Næsta umferð fer fram á miðvikudagskvöldið kl. 19:30 en leikið verður í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar að Ásbrú. Hallgrímur Egillsson mætir Vitor Charrua, Rodulf Francis Einarsson mætir Karli Helga Jónssyni, Þorgeir Guðmundsson mætir Joseph Doroon og Matthías Örn Friðriksson mætir Pétri Rúðrik Guðmundssyni. Hægt er að finna fleiri upplýsingar um deildina, þar á meðal linka að beinum útsendingum inn á heimasíðu deildarinnar sem má finna hér. Þá má finna link Facebook vefsíðu deildarinnar hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Fyrsta umferð í CoolBet úrvalsdeildinni í pílu fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn en um er að ræða átta manna deild. Fyrirkomulagið í deildinni er þannig að haldnar eru sjö umferðir og keppa því allir við alla. Fyrir sigur fást tvö stig, en fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar að loknum sjö umferðum komast á lokakvöldið þar sem spilað er um 300.000kr í verðlaunafé en sigurvegari deildarinnar hlýtur 150.000kr. Mögnuð aukaverðlaun eru í boði fyrir þann spilara sem er í efsta sæti eftir 5 umferðir en hann fær frítt flug, gistingu og miða fyrir tvo á heimsmeistaramótið í pílukasti sem haldið er í London og byrjar 13. desember. Leikið er á miðvikudagskvöldum og sýnt er beint frá mótinu á Facebook, Youtube, Twitter og Twitch. Útsendingar deildarinnar hafa verið að fá yfir 20.000 áhorfendur og er m.a. lýsendur frá Svíþjóð og Bretlandi sem lýsa frá keppninni. Vitor Charrua, Mattías Örn Friðriksson, Hallgrímur Egilsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson unnu sína leiki í fyrstu umferðinni og eru þeir því komnir með tvö stig hver. Næsta umferð fer fram á miðvikudagskvöldið kl. 19:30 en leikið verður í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar að Ásbrú. Hallgrímur Egillsson mætir Vitor Charrua, Rodulf Francis Einarsson mætir Karli Helga Jónssyni, Þorgeir Guðmundsson mætir Joseph Doroon og Matthías Örn Friðriksson mætir Pétri Rúðrik Guðmundssyni. Hægt er að finna fleiri upplýsingar um deildina, þar á meðal linka að beinum útsendingum inn á heimasíðu deildarinnar sem má finna hér. Þá má finna link Facebook vefsíðu deildarinnar hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira