Norðmenn mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingalöggjöf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2018 16:30 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/AP Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. Eins og stendur eru fóstureyðingar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu. Þá eru þær heimilaðar fram að 18. viku að undangengnu umsóknarferli þar sem forsendurnar fyrir fóstureyðingu eru metnar. Loks er hægt að fá leyfi fyrir þungunarrofi fram að 22. viku sé um að ræða sérstök tilfelli, svo sem þar sem meðgangan ógnar heilsu móðurinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti á dögunum að hún væri opin fyrir því að endurskoða löggjöf Noregs um fóstureyðingar. Sú ákvörðun kemur í kjölfar gagnrýni Kristilega þjóðarflokksins á fóstureyðingalöggjöf Noregs en flokkurinn vill láta afnema grein 2c í lögum um fóstureyðingar. Það myndi verða þess valdandi að fóstureyðingar yrðu með öllu óheimilar eftir 12. viku meðgöngunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hingað til varið ríkisstjórn Solberg falli. Nú vill flokkurinn þó inn í ríkisstjórn og telja margir þetta útspil Solberg vera tilraun til þess að friðþægja flokkinn. Þessi ákvörðun Solberg hefur vakið hörð viðbrögð um allan Noreg og efnt var til fjöldamótmæla víða um landið í dag, meðal annars í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Alls voru skipulögð mótmæli í 33 borgum og bæjum í landinu. Yfir átta þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Stortinget, þinghús Noregs, í Ósló í dag. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Marianne Borgen, borgarstjóri Ósló. Hún sagði mótmælin vera afar mikilvæg. „Það er mér mjög mikilvægt að vera hér í dag. Ég hef barist fyrir góðri fóstureyðingalöggjöf í Noregi í nær 50 ár. Það er frábært að sjá svo marga saman komna hér í dag, konur og karla. Í dag sendum við skýr skilaboð til Ernu Solberg um að það sem er að gerast er algjörlega óásættanlegt.“ Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. Eins og stendur eru fóstureyðingar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu. Þá eru þær heimilaðar fram að 18. viku að undangengnu umsóknarferli þar sem forsendurnar fyrir fóstureyðingu eru metnar. Loks er hægt að fá leyfi fyrir þungunarrofi fram að 22. viku sé um að ræða sérstök tilfelli, svo sem þar sem meðgangan ógnar heilsu móðurinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti á dögunum að hún væri opin fyrir því að endurskoða löggjöf Noregs um fóstureyðingar. Sú ákvörðun kemur í kjölfar gagnrýni Kristilega þjóðarflokksins á fóstureyðingalöggjöf Noregs en flokkurinn vill láta afnema grein 2c í lögum um fóstureyðingar. Það myndi verða þess valdandi að fóstureyðingar yrðu með öllu óheimilar eftir 12. viku meðgöngunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hingað til varið ríkisstjórn Solberg falli. Nú vill flokkurinn þó inn í ríkisstjórn og telja margir þetta útspil Solberg vera tilraun til þess að friðþægja flokkinn. Þessi ákvörðun Solberg hefur vakið hörð viðbrögð um allan Noreg og efnt var til fjöldamótmæla víða um landið í dag, meðal annars í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Alls voru skipulögð mótmæli í 33 borgum og bæjum í landinu. Yfir átta þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Stortinget, þinghús Noregs, í Ósló í dag. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Marianne Borgen, borgarstjóri Ósló. Hún sagði mótmælin vera afar mikilvæg. „Það er mér mjög mikilvægt að vera hér í dag. Ég hef barist fyrir góðri fóstureyðingalöggjöf í Noregi í nær 50 ár. Það er frábært að sjá svo marga saman komna hér í dag, konur og karla. Í dag sendum við skýr skilaboð til Ernu Solberg um að það sem er að gerast er algjörlega óásættanlegt.“
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04