Sport

Yfirmaður tölvuöryggismála á ÓL hefur aldrei notað tölvu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spurning hvort Sakurada verði langlífur í starfi?
Spurning hvort Sakurada verði langlífur í starfi? vísir/getty
Nýr ráðherra Japan í tölvuöryggismálum kom þjóð sinni á verulega óvart er hann viðurkenndi að hafa aldrei notaö tölvu.

Maður heitir Yoshitaka Sakurada og er þar af leiðandi yfir öllum tölvuöryggismálum á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020.

„Síðan ég varð 25 ára hef ég unnið við það að segja fólki til. Sjálfur hef ég aldrei notað tölvu á lífsleiðinni,“ sagði Sakurada en landar hans trúa þessu varla og finnst því ráðningin eðlilega vera galin.

Stjórnarandstaðan er sjokkeruð yfir þessari ráðningu og vill láta reka hann strax.

„Þetta er ótrúleg staðreynd og þetta er ein ótrúlegasta ráðning í sögu þjóðarinnar,“ sagði formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins.

Öryggið skiptir öllu á Ólympíuleikunum og ekki ólíklegt að Alþjóða ólympíunefndin muni skipta sér af þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×