Staðan var markalaus í hálfleik en á 62. mínútu kom fyrsta markið. Eftir frábæra sendingu Eden Hazard yfir á Thomas Meunier lagði hann boltann á Michy Batshuayi sem þurfti bara að ýta boltanum yfir línuna.
Markið má sjá hér að neðan.
Varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska í aðdragandanum en ljóst að Hannes var ósáttur við sjálfan sig í öðru markinu.
Markið má sjá hér fyrir neðan.