Arion gefur út víkjandi skuldabréf Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 16:42 Útgáfunni er ætlað að styrka eiginfjárstöðu bankans. Vísir/Eyþór Arion banki gaf í dag út skuldabréf eiginfjárþáttar 2 að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár. Skuldabréfin, sem eru fyrsta víkjandi útgáfa Arion banka, eru með fljótandi vexti, 310 punkta ofan á millibankavexti í sænskum krónum. Nordea, Swedbank og SEB sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans. „Útgáfa skuldabréfanna styrkir eiginfjárgrunn bankans og er áfangi í vegferð hans að ná fram hagkvæmri skipan eiginfjár,“ segir í tilkynningu sem bankinn sendi til Kauphallarinnar vegna útgáfunnar. Skuldabréfin teljast til eiginfjárþáttar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki en bankinn gerir ráð fyrir að útgáfan fái lánshæfiseinkunnina BBB- frá S&P Global Ratings. Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 22 nóvember 2018.Samið við Citi Þá hefur Arion banki jafnframt samið við Citigroup Global Markets Limited um ráðgjöf vegna fyrirhugaðra breytinga á eignarhaldi Valitor, dótturfélagi Arion banka, sem gætu falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár eða öllu hlutafé í Valitor. Þar með eru fréttir Markaðarins staðfestar, en greint var frá samningi Citi og Arion í gær. Í tilkynningu frá Arion vegna málsins segir að nánari upplýsingar um málið muni liggja fyrir eftir 6 til 12 mánuði. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. 24. október 2018 07:00 Þýskur banki í hóp stærstu hluthafa Arion banka Þýska fjármálafyrirtækið MainFirst Bank fer með eins prósents eignarhlut í Arion banka, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa bankans 14. nóvember 2018 09:00 Citi ráðgjafi við sölu á Valitor Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Arion banki gaf í dag út skuldabréf eiginfjárþáttar 2 að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár. Skuldabréfin, sem eru fyrsta víkjandi útgáfa Arion banka, eru með fljótandi vexti, 310 punkta ofan á millibankavexti í sænskum krónum. Nordea, Swedbank og SEB sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans. „Útgáfa skuldabréfanna styrkir eiginfjárgrunn bankans og er áfangi í vegferð hans að ná fram hagkvæmri skipan eiginfjár,“ segir í tilkynningu sem bankinn sendi til Kauphallarinnar vegna útgáfunnar. Skuldabréfin teljast til eiginfjárþáttar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki en bankinn gerir ráð fyrir að útgáfan fái lánshæfiseinkunnina BBB- frá S&P Global Ratings. Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 22 nóvember 2018.Samið við Citi Þá hefur Arion banki jafnframt samið við Citigroup Global Markets Limited um ráðgjöf vegna fyrirhugaðra breytinga á eignarhaldi Valitor, dótturfélagi Arion banka, sem gætu falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár eða öllu hlutafé í Valitor. Þar með eru fréttir Markaðarins staðfestar, en greint var frá samningi Citi og Arion í gær. Í tilkynningu frá Arion vegna málsins segir að nánari upplýsingar um málið muni liggja fyrir eftir 6 til 12 mánuði.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. 24. október 2018 07:00 Þýskur banki í hóp stærstu hluthafa Arion banka Þýska fjármálafyrirtækið MainFirst Bank fer með eins prósents eignarhlut í Arion banka, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa bankans 14. nóvember 2018 09:00 Citi ráðgjafi við sölu á Valitor Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. 24. október 2018 07:00
Þýskur banki í hóp stærstu hluthafa Arion banka Þýska fjármálafyrirtækið MainFirst Bank fer með eins prósents eignarhlut í Arion banka, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa bankans 14. nóvember 2018 09:00
Citi ráðgjafi við sölu á Valitor Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið. 14. nóvember 2018 10:00