Þetta þarf að gerast svo Ísland verði í efsta styrkleikaflokki Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 13:30 Erik Hamrén þarf sigur í kvöld. vísir/getty Íslenska landsliðið í fótbolta er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar sama hvernig fer á móti Belgíu í lokaleik liðsins í Brussel í kvöld. Okkar menn eru stigalausir eftir þrjá leiki og ljóst að þeir verða í B-deildinni þegar annað tímabil Þjóðadeildarinnar verður flautað af stað haustið 2020. Nú snýst allt um undankeppni EM 2020 en dregið verður í riðla fyrir hana annan desember og ráðast styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn af endanlegri stöðu liðanna í Þjóðadeildinni. Efstu tíu liðin í Þjóðadeildinni verða í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM 2020, næstu tíu lið verða í öðrum styrkleikaflokki og svo koll af kolli. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þar sem að þeir tóku þátt í A-deild Þjóðadeildarinnar og verða því aldrei neðar en í tólfta sæti. Strákarnir okkar geta enn náð topp tíu og verið í efsta flokki í drættinum en það er mjög ólíklegt.Heildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Frakkland 7 stig (3 leikir) 2. Spánn 6 stig (3 leikir) 3. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Sviss 6 stig (3 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Ísland er án stiga og verður því að byrja á því að vinna Belgíu, besta landslið heims, á útivelli til þess að komast í þrjú stig en ekkert minna dugar til þess að enda á meðal tíu efstu þjóðanna. Þetta var orðið ljóst eftir tapið gegn Sviss á Laugardalsvelli í síðasta mánuði en eftir hann þurftu fimm úrslit að falla með okkur og við fengum strax hjálp frá Frakklandi sem kom til baka eftir að lenda 1-0 undir á móti Þýskalandi og vann leikinn. Pólland, Þýskaland og Króatía eru liðin sem Ísland er að reyna að skilja eftir fyrir aftan sig en með sigri Íslands í kvöld eru þau komin í vandræði. Króatar eiga leik gegn Spáni í kvöld og Englandi á sunnudaginn og mega ekki fá meira en eitt stig út úr þeim ef Ísland vinnur Belgíu. Þýskaland á einn leik eftir á móti Hollandi og þar þurfum við hjálp frá Hollendingum sem mega gera jafntefli við þýska liðið ef Ísland vinnur Belgíu. Svo eru það Pólverjarnir sem eiga mjög erfiðan leik eftir á móti Portúgal á útivelil en þar mega þeir bara ekki vinna ef Íslandi tekst að leggja Belgíu að velli í kvöld.Leikirnir sem skipta Ísland máli: 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - PóllandEf Ísland vinnur Belgíu verða... ... Króatar fyrir aftan Ísland ef þeir fá bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. ... Þjóðverjar fyrir aftan Ísland ef þeir vinna ekki Holland. ... Pólland fyrir aftan Ísland ef það vinnur ekki Portúgal. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30 Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar sama hvernig fer á móti Belgíu í lokaleik liðsins í Brussel í kvöld. Okkar menn eru stigalausir eftir þrjá leiki og ljóst að þeir verða í B-deildinni þegar annað tímabil Þjóðadeildarinnar verður flautað af stað haustið 2020. Nú snýst allt um undankeppni EM 2020 en dregið verður í riðla fyrir hana annan desember og ráðast styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn af endanlegri stöðu liðanna í Þjóðadeildinni. Efstu tíu liðin í Þjóðadeildinni verða í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM 2020, næstu tíu lið verða í öðrum styrkleikaflokki og svo koll af kolli. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þar sem að þeir tóku þátt í A-deild Þjóðadeildarinnar og verða því aldrei neðar en í tólfta sæti. Strákarnir okkar geta enn náð topp tíu og verið í efsta flokki í drættinum en það er mjög ólíklegt.Heildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Frakkland 7 stig (3 leikir) 2. Spánn 6 stig (3 leikir) 3. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Sviss 6 stig (3 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Ísland er án stiga og verður því að byrja á því að vinna Belgíu, besta landslið heims, á útivelli til þess að komast í þrjú stig en ekkert minna dugar til þess að enda á meðal tíu efstu þjóðanna. Þetta var orðið ljóst eftir tapið gegn Sviss á Laugardalsvelli í síðasta mánuði en eftir hann þurftu fimm úrslit að falla með okkur og við fengum strax hjálp frá Frakklandi sem kom til baka eftir að lenda 1-0 undir á móti Þýskalandi og vann leikinn. Pólland, Þýskaland og Króatía eru liðin sem Ísland er að reyna að skilja eftir fyrir aftan sig en með sigri Íslands í kvöld eru þau komin í vandræði. Króatar eiga leik gegn Spáni í kvöld og Englandi á sunnudaginn og mega ekki fá meira en eitt stig út úr þeim ef Ísland vinnur Belgíu. Þýskaland á einn leik eftir á móti Hollandi og þar þurfum við hjálp frá Hollendingum sem mega gera jafntefli við þýska liðið ef Ísland vinnur Belgíu. Svo eru það Pólverjarnir sem eiga mjög erfiðan leik eftir á móti Portúgal á útivelil en þar mega þeir bara ekki vinna ef Íslandi tekst að leggja Belgíu að velli í kvöld.Leikirnir sem skipta Ísland máli: 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - PóllandEf Ísland vinnur Belgíu verða... ... Króatar fyrir aftan Ísland ef þeir fá bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. ... Þjóðverjar fyrir aftan Ísland ef þeir vinna ekki Holland. ... Pólland fyrir aftan Ísland ef það vinnur ekki Portúgal.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30 Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30
Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00