Ísland átti tvo fulltrúa í átta manna úrslitum á HM í MMA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 08:45 Björn Þorleifur Þorleifsson. Mynd/Y0outube/Mjölnir MMA Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á HM áhugamanna í blönduðu bardagaíþróttum, MMA, í ár en þriðji dagur leikanna var í gær. Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir voru komin í átta manna úrslit í sínum flokkum en þurftu bæði að sætt sig við tap í gær. Björn Þorleifur tapaði sínum bardaga á armlás en Ingibjörg á dómaraúrskurði. Bæði mættu þau öflugum andstæðingum. Björn mætti tvöföldum Evrópumeistara bæði þessa árs og í fyrra, Ítalanum Dario Bellandi, og Ingibjörg mætti ríkjandi Asíumeistara, Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan. Björn Þorleifur keppti í millivigt á mótinu en hann vann fyrst Indverjann Aravind Veeranna á 12 sekúndum og vann síðan Þjóðverjann Waldemar Holodenko með svokallaðir „arm-triangle“ hengingu í þriðju lotu. Ingibjörg Helga hafði talsverða yfirburði í fyrsta bardaga sínum á móti Amy O’mara frá Englandi. Bardaginn fór þó allar þrjár loturnar en lauk með einróma dómaraákvörðun Ingibjörgu í hag. Halldór Logi Valsson og Kári Jóhannesson féllu út í fyrradag og þeir Ásgeir Marteinsson og Oliver Axfjörð Sveinsson á mánudaginn. Íslenski hópurinn kemur því ekki heim með verðlaun af Heimsmeistaramótinu í ár. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fer fram í Barein en keppt er bæði í flokki fullorðinna (21 árs og eldri) og ungmenna U21 (18-20 ára). Mótið er líkt og áður á vegum Alþjóðlegu MMA Samtakanna (International MMA Federation - IMMAF). Þetta er stærsta heimsmeistarakeppni í MMA áhugamanna hingað til en tæplega þrjú hundruð keppendur frá rúmlega fimmtíu löndum eru skráðir til leiks í keppni fullorðinna og áttatíu keppendur frá rúmlega þrjátíu löndum á HM ungmenna. Mótið er afar sterkt en bestu áhugamenn hvers lands fyrir sig eru sendir á mótið en flest lönd eru með úrtökumót þar sem sigurvegararnir keppa fyrir hönd síns lands. Hver bardagi þrjár lotur sem hver stendur í þrjár mínútur og keppt er eftir alþjóðlegu áhugamannareglunum í MMA. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru eru stærstu þyngdarflokkarnir með 32 keppendum. Þeir sem fara alla leið í úrslit geta því átt von á því að keppa fimm bardaga á sex dögum.Keppendur frá Íslandi voru fimm í flokki fullorðinna og einn í U21. Íslensku keppendurnir eru: Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg) Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg) Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg) Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg) Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg) Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM Ungmenna MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira
Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á HM áhugamanna í blönduðu bardagaíþróttum, MMA, í ár en þriðji dagur leikanna var í gær. Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir voru komin í átta manna úrslit í sínum flokkum en þurftu bæði að sætt sig við tap í gær. Björn Þorleifur tapaði sínum bardaga á armlás en Ingibjörg á dómaraúrskurði. Bæði mættu þau öflugum andstæðingum. Björn mætti tvöföldum Evrópumeistara bæði þessa árs og í fyrra, Ítalanum Dario Bellandi, og Ingibjörg mætti ríkjandi Asíumeistara, Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan. Björn Þorleifur keppti í millivigt á mótinu en hann vann fyrst Indverjann Aravind Veeranna á 12 sekúndum og vann síðan Þjóðverjann Waldemar Holodenko með svokallaðir „arm-triangle“ hengingu í þriðju lotu. Ingibjörg Helga hafði talsverða yfirburði í fyrsta bardaga sínum á móti Amy O’mara frá Englandi. Bardaginn fór þó allar þrjár loturnar en lauk með einróma dómaraákvörðun Ingibjörgu í hag. Halldór Logi Valsson og Kári Jóhannesson féllu út í fyrradag og þeir Ásgeir Marteinsson og Oliver Axfjörð Sveinsson á mánudaginn. Íslenski hópurinn kemur því ekki heim með verðlaun af Heimsmeistaramótinu í ár. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fer fram í Barein en keppt er bæði í flokki fullorðinna (21 árs og eldri) og ungmenna U21 (18-20 ára). Mótið er líkt og áður á vegum Alþjóðlegu MMA Samtakanna (International MMA Federation - IMMAF). Þetta er stærsta heimsmeistarakeppni í MMA áhugamanna hingað til en tæplega þrjú hundruð keppendur frá rúmlega fimmtíu löndum eru skráðir til leiks í keppni fullorðinna og áttatíu keppendur frá rúmlega þrjátíu löndum á HM ungmenna. Mótið er afar sterkt en bestu áhugamenn hvers lands fyrir sig eru sendir á mótið en flest lönd eru með úrtökumót þar sem sigurvegararnir keppa fyrir hönd síns lands. Hver bardagi þrjár lotur sem hver stendur í þrjár mínútur og keppt er eftir alþjóðlegu áhugamannareglunum í MMA. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru eru stærstu þyngdarflokkarnir með 32 keppendum. Þeir sem fara alla leið í úrslit geta því átt von á því að keppa fimm bardaga á sex dögum.Keppendur frá Íslandi voru fimm í flokki fullorðinna og einn í U21. Íslensku keppendurnir eru: Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg) Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg) Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg) Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg) Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg) Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM Ungmenna
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira