Aríur úr óperum Verdis tengdar með frásögnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 10:00 Hrund Ósk og Hrönn beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna í óperum Verdis. Fréttablaðið/Stefán Hrund Ósk Árnadóttir óperusöngkona ætlar að halda tónleika í Salnum á laugardaginn, 17. nóvember, klukkan 16. Dagskráin nefnist Death by Verdi og byggist á aríum úr óperum eftir Verdi sem tvinnaðar eru saman með frásögnum. Með Hrund Ósk leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó. „Á þessum tónleikum langar okkur að kanna þetta ólíka landslag impressjónisma og raunsæis í verkum Verdis með því að beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna sem fjallað er um í þeim. Við skoðum hvernig verkunum var tekið á sínum tíma og úr hvaða bókmenntum, hugmyndum og tíðaranda þau spretta.“ Hrund er búsett í Berlín þar sem hún fæst bæði við óperusöng og kennslu. Hún kveðst hafa verið syngjandi frá því hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leiða á mér og sendu mig í kór,“ segir hún og kveðst fyrst hafa verið í Barnakór Hallgrímskirkju en farið að leggja stund á söng fyrir alvöru fjórtán ára gömul þegar hún var í Söngskólanum í Reykjavík. Ég söng djass og blús og var í klassísku söngnámi líka og var alltaf ákveðin í að verða klassísk söngkona,“ rifjar hún upp. Eitt af kennileitunum á ferli hennar er sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005, þá fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hrund Ósk Árnadóttir óperusöngkona ætlar að halda tónleika í Salnum á laugardaginn, 17. nóvember, klukkan 16. Dagskráin nefnist Death by Verdi og byggist á aríum úr óperum eftir Verdi sem tvinnaðar eru saman með frásögnum. Með Hrund Ósk leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó. „Á þessum tónleikum langar okkur að kanna þetta ólíka landslag impressjónisma og raunsæis í verkum Verdis með því að beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna sem fjallað er um í þeim. Við skoðum hvernig verkunum var tekið á sínum tíma og úr hvaða bókmenntum, hugmyndum og tíðaranda þau spretta.“ Hrund er búsett í Berlín þar sem hún fæst bæði við óperusöng og kennslu. Hún kveðst hafa verið syngjandi frá því hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leiða á mér og sendu mig í kór,“ segir hún og kveðst fyrst hafa verið í Barnakór Hallgrímskirkju en farið að leggja stund á söng fyrir alvöru fjórtán ára gömul þegar hún var í Söngskólanum í Reykjavík. Ég söng djass og blús og var í klassísku söngnámi líka og var alltaf ákveðin í að verða klassísk söngkona,“ rifjar hún upp. Eitt af kennileitunum á ferli hennar er sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005, þá fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira