Landvernd hefur kvartað til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna bráðabirgðaleyfis sem veitt var laxeldisfyrirtækjum á dögunum. Ekki var gert ráð fyrir að leyfisveitingin færi í umhverfismat eða að almenningur og samtök almennings gætu komið sjónarmiðum á framfæri áður en leyfið var veitt. Þetta er að sögn Landverndar brot á EES-samningnum.
Í tilkynningu frá Landvernd segir að um sé að ræða brot á reglum sem eigi uppruna sinn í Árósasamningum sem Ísland hafi fullgilt.
