Landvernd hefur kvartað til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna bráðabirgðaleyfis sem veitt var laxeldisfyrirtækjum á dögunum. Ekki var gert ráð fyrir að leyfisveitingin færi í umhverfismat eða að almenningur og samtök almennings gætu komið sjónarmiðum á framfæri áður en leyfið var veitt. Þetta er að sögn Landverndar brot á EES-samningnum.
Í tilkynningu frá Landvernd segir að um sé að ræða brot á reglum sem eigi uppruna sinn í Árósasamningum sem Ísland hafi fullgilt.
Landvernd kvartar til ESA

Tengdar fréttir

Arctic Sea Farm og Fjarðalax fá rekstrarleyfi í tíu mánuði
Fiskeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. hafa fengið rekstrarleyfi til bráðabirgða til 10 mánaða fyrir laxeldi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Beiðni Arnarlax um undanþágu liggur óafgreidd
Ósk Arnarlax um undanþágu frá ákvæði um hvíldartíma hefur verið í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í nær fjóra mánuði án niðurstöðu.

Fiskeldisfrumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum
Frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt um hálf tólf leytið i kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá.