Bókarkynning Óttars í boði Landhelgisgæslunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 15:30 Óttar Sveinsson afhendir skipverjanum Guðmundi Arasyni eintök af nýjustu Útkallsbókinni, Þrekvirki í djúpinu, í Hveragerði á föstudag. Fréttablaðið/Ernir Höfundur og útgefandi Útkallsbókanna þurfti ekki að greiða fyrir flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem farið var í tilefni af 25 ára útgáfuafmæli bókaflokksins. Landhelgisgæslan metur það svo að umrætt flug hafi haft ótvírætt gildi fyrir bæði stofnunina og samfélagið. Fjölmiðlum var boðið að senda fulltrúa um borð í þyrluna sem lenti í Hveragerði á föstudag, þar á meðal fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem þáði þó ekki boðið. Myndir frá viðburðinum voru birtar í helgarblaði Fréttablaðsins, en þar kom einmitt fram að Óttar Sveinsson, höfundur og útgefandi Útkallsbókanna vinsælu, hefði afhent Guðmundi Arasyni, eina eftirlifandi skipverja Egils rauða, eintak af nýjustu bók sinni. Bókin, Þrekvirki í djúpinu, fjallar m.a. um björgun áhafnar Egils rauða, sem strandaði við Grænuhlíð árið 1955.Buðu flugstjórum og fylgdarliði Vísir sendi Landhelgisgæslunni fyrirspurn þar sem spurt var hvort Gæslan þægi greiðslu fyrir kynningarferðir á borð við þá sem farin var á föstudag. Einnig var spurt hvað slíkt flug kosti og hver hefði greitt fyrir flugið í umrætt skipti. Þá var spurt hvort einhverjar reglur gildi um samstarf Gæslunnar og utanaðkomandi aðila í auglýsingaskyni, og þá hvernig slíku samstarfi hafi verið háttað í gegnum tíðina. Í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, við fyrirspurn Vísis segir að ekki hafi verið greitt fyrir umrætt flug heldur hafi Gæslan boðið þremur fyrrverandi flugstjórum sínum og fylgdarliði, þ.e. Óttari og þremur ljósmyndurum, í flugið.Þyrlan lenti í Hveragerði á föstudaginn að lokinni æfingu Landhelgisgæslunnar.Fréttablaðið/ernirAðdragandinn hafi verið sá að Óttar hafi leitað til Landhelgisgæslunnar í tilefni þess að 25 ár séu liðin frá útgáfu fyrstu bókarinnar í Útkallsflokknum, Útkalls Alfa TF-SIF. Sú hugmynd hafi kviknað hjá Óttari hvort hægt væri að heiðra nokkra fyrrverandi starfsmenn Gæslunnar sem voru til umfjöllunar í þessari fyrstu bók með einhverjum hætti. „Landhelgisgæslan tók vel í hugmyndina enda skipa björgunarafrek þessara manna stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar,“ segir í svarinu.Ótvírætt gildi fyrir Gæsluna og samfélagið Í framhaldi af æfingu þyrlusveitarinnar og Slysavarnarskóla sjómanna síðastliðinn föstudag hafi Landhelgisgæslan því boðið flugstjórum og fylgdarliði í flug til Hveragerðis, þar sem áðurnefndur skipverji var heimsóttur og honum afhent eintak af nýjustu Útkallsbókinni. „Þegar hugmyndir á borð við þessa berast Landhelgisgæslunni eru þær metnar hverjar fyrir sig með tilliti til þess gildis sem þær hafa fyrir Landhelgisgæsluna og samfélagið. Í þessu tilviki var það talið ótvírætt,“ segir jafnframt í svari Landhelgisgæslunnar. „Það skiptir miklu máli að halda afrekum þessara manna á lofti enda verður þeim seint nægjanlega þakkað fyrir sín störf í þágu lands og þjóðar.“ Bókmenntir Hveragerði Tengdar fréttir Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00 Íhaldssemi ræður ríkjum meðal bókaþjóðarinnar Söluhæstu bækur ársins 2017. 5. janúar 2018 06:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Höfundur og útgefandi Útkallsbókanna þurfti ekki að greiða fyrir flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem farið var í tilefni af 25 ára útgáfuafmæli bókaflokksins. Landhelgisgæslan metur það svo að umrætt flug hafi haft ótvírætt gildi fyrir bæði stofnunina og samfélagið. Fjölmiðlum var boðið að senda fulltrúa um borð í þyrluna sem lenti í Hveragerði á föstudag, þar á meðal fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem þáði þó ekki boðið. Myndir frá viðburðinum voru birtar í helgarblaði Fréttablaðsins, en þar kom einmitt fram að Óttar Sveinsson, höfundur og útgefandi Útkallsbókanna vinsælu, hefði afhent Guðmundi Arasyni, eina eftirlifandi skipverja Egils rauða, eintak af nýjustu bók sinni. Bókin, Þrekvirki í djúpinu, fjallar m.a. um björgun áhafnar Egils rauða, sem strandaði við Grænuhlíð árið 1955.Buðu flugstjórum og fylgdarliði Vísir sendi Landhelgisgæslunni fyrirspurn þar sem spurt var hvort Gæslan þægi greiðslu fyrir kynningarferðir á borð við þá sem farin var á föstudag. Einnig var spurt hvað slíkt flug kosti og hver hefði greitt fyrir flugið í umrætt skipti. Þá var spurt hvort einhverjar reglur gildi um samstarf Gæslunnar og utanaðkomandi aðila í auglýsingaskyni, og þá hvernig slíku samstarfi hafi verið háttað í gegnum tíðina. Í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, við fyrirspurn Vísis segir að ekki hafi verið greitt fyrir umrætt flug heldur hafi Gæslan boðið þremur fyrrverandi flugstjórum sínum og fylgdarliði, þ.e. Óttari og þremur ljósmyndurum, í flugið.Þyrlan lenti í Hveragerði á föstudaginn að lokinni æfingu Landhelgisgæslunnar.Fréttablaðið/ernirAðdragandinn hafi verið sá að Óttar hafi leitað til Landhelgisgæslunnar í tilefni þess að 25 ár séu liðin frá útgáfu fyrstu bókarinnar í Útkallsflokknum, Útkalls Alfa TF-SIF. Sú hugmynd hafi kviknað hjá Óttari hvort hægt væri að heiðra nokkra fyrrverandi starfsmenn Gæslunnar sem voru til umfjöllunar í þessari fyrstu bók með einhverjum hætti. „Landhelgisgæslan tók vel í hugmyndina enda skipa björgunarafrek þessara manna stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar,“ segir í svarinu.Ótvírætt gildi fyrir Gæsluna og samfélagið Í framhaldi af æfingu þyrlusveitarinnar og Slysavarnarskóla sjómanna síðastliðinn föstudag hafi Landhelgisgæslan því boðið flugstjórum og fylgdarliði í flug til Hveragerðis, þar sem áðurnefndur skipverji var heimsóttur og honum afhent eintak af nýjustu Útkallsbókinni. „Þegar hugmyndir á borð við þessa berast Landhelgisgæslunni eru þær metnar hverjar fyrir sig með tilliti til þess gildis sem þær hafa fyrir Landhelgisgæsluna og samfélagið. Í þessu tilviki var það talið ótvírætt,“ segir jafnframt í svari Landhelgisgæslunnar. „Það skiptir miklu máli að halda afrekum þessara manna á lofti enda verður þeim seint nægjanlega þakkað fyrir sín störf í þágu lands og þjóðar.“
Bókmenntir Hveragerði Tengdar fréttir Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00 Íhaldssemi ræður ríkjum meðal bókaþjóðarinnar Söluhæstu bækur ársins 2017. 5. janúar 2018 06:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00
Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06