Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 10:30 Bankinn rekur engin útibú en leggur þess í stað áherslu á snjallsímaforrit. n26 Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem DV sagði fyrst frá, að bankinn muni bjóða Íslendingum upp á tvær gerðir reikninga, sem báðir eru í evrum. Annars verður um að ræða hefðbundinn reikning sem ekkert kostar og hins vegar fyrirtækjareikning, sem veitir viðskiptavinum meðal annars 0,1% endurgreiðslu af öllum færslum. Báðum reikningunum fylgir ókeypis debitkort og munu viðskiptavinir bankans geta „skipulagt, tekið út og varið peningunum sínum, auk þess sem þeir geta stýrt fjármálum sínum algjörlega með símanum,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að reikningar bankans séu sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og vill njóta „samkeppnishæfra kjara“ við greiðslukortanotkun sína erlendis.We're excited to announce that we've expanded to new countries! Our free standard account and N26 Business account is now available in #Denmark, #Norway, #Poland, and #Sweden. We'll be in #Liechtenstein and #Iceland soon. Click to open an account in euros. https://t.co/xlIhjYkg9q— N26 (@n26) November 7, 2018 Bankinn rekur engin útibú og hefur sótt hratt fram í Evrópu á undanförnum mánuðum. Fyrir helgi hóf hann starfsemi í fjórum löndum sem ekki reiða sig á evru; í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Póllandi. Að þeirri útrás lokinni er bankinn með starfsemi í 22 Evrópuríkjum og segist bankinn jafnframt hafa í hyggju að hefja starfsemi í Íslandi og Lichtenstein fyrir áramót. Í nýliðnum októbermánuði voru rúmlega 1,5 milljónir Evrópubúa í viðskiptum við N26 og segir í tilkynningunni að viðskiptavinir bankans hafi látið rúmlega milljarð evra flæða um bankareikninga sína þann mánuðinn. Talsmaður fyrirtækisins segir að um 10 þúsund manns séu nú á biðlista eftir þvi að geta hafið viðskipti við N26.Mikil gróska er í fjártækniheiminum þessi misserin og segja sérfræðingar að innan næstu 5 til 10 ára geti orðið grundvallarbreyting á því hvernig fólk umgengst fjármálin sín - eins og Vísir fjallaði um á dögunum. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem DV sagði fyrst frá, að bankinn muni bjóða Íslendingum upp á tvær gerðir reikninga, sem báðir eru í evrum. Annars verður um að ræða hefðbundinn reikning sem ekkert kostar og hins vegar fyrirtækjareikning, sem veitir viðskiptavinum meðal annars 0,1% endurgreiðslu af öllum færslum. Báðum reikningunum fylgir ókeypis debitkort og munu viðskiptavinir bankans geta „skipulagt, tekið út og varið peningunum sínum, auk þess sem þeir geta stýrt fjármálum sínum algjörlega með símanum,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að reikningar bankans séu sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og vill njóta „samkeppnishæfra kjara“ við greiðslukortanotkun sína erlendis.We're excited to announce that we've expanded to new countries! Our free standard account and N26 Business account is now available in #Denmark, #Norway, #Poland, and #Sweden. We'll be in #Liechtenstein and #Iceland soon. Click to open an account in euros. https://t.co/xlIhjYkg9q— N26 (@n26) November 7, 2018 Bankinn rekur engin útibú og hefur sótt hratt fram í Evrópu á undanförnum mánuðum. Fyrir helgi hóf hann starfsemi í fjórum löndum sem ekki reiða sig á evru; í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Póllandi. Að þeirri útrás lokinni er bankinn með starfsemi í 22 Evrópuríkjum og segist bankinn jafnframt hafa í hyggju að hefja starfsemi í Íslandi og Lichtenstein fyrir áramót. Í nýliðnum októbermánuði voru rúmlega 1,5 milljónir Evrópubúa í viðskiptum við N26 og segir í tilkynningunni að viðskiptavinir bankans hafi látið rúmlega milljarð evra flæða um bankareikninga sína þann mánuðinn. Talsmaður fyrirtækisins segir að um 10 þúsund manns séu nú á biðlista eftir þvi að geta hafið viðskipti við N26.Mikil gróska er í fjártækniheiminum þessi misserin og segja sérfræðingar að innan næstu 5 til 10 ára geti orðið grundvallarbreyting á því hvernig fólk umgengst fjármálin sín - eins og Vísir fjallaði um á dögunum.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent