Annars verður um að ræða hefðbundinn reikning sem ekkert kostar og hins vegar fyrirtækjareikning, sem veitir viðskiptavinum meðal annars 0,1% endurgreiðslu af öllum færslum. Báðum reikningunum fylgir ókeypis debitkort og munu viðskiptavinir bankans geta „skipulagt, tekið út og varið peningunum sínum, auk þess sem þeir geta stýrt fjármálum sínum algjörlega með símanum,“ eins og það er orðað í tilkynningunni.
Þar segir jafnframt að reikningar bankans séu sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og vill njóta „samkeppnishæfra kjara“ við greiðslukortanotkun sína erlendis.
We're excited to announce that we've expanded to new countries! Our free standard account and N26 Business account is now available in #Denmark, #Norway, #Poland, and #Sweden. We'll be in #Liechtenstein and #Iceland soon. Click to open an account in euros. https://t.co/xlIhjYkg9q
— N26 (@n26) November 7, 2018
Í nýliðnum októbermánuði voru rúmlega 1,5 milljónir Evrópubúa í viðskiptum við N26 og segir í tilkynningunni að viðskiptavinir bankans hafi látið rúmlega milljarð evra flæða um bankareikninga sína þann mánuðinn. Talsmaður fyrirtækisins segir að um 10 þúsund manns séu nú á biðlista eftir þvi að geta hafið viðskipti við N26.
Mikil gróska er í fjártækniheiminum þessi misserin og segja sérfræðingar að innan næstu 5 til 10 ára geti orðið grundvallarbreyting á því hvernig fólk umgengst fjármálin sín - eins og Vísir fjallaði um á dögunum.