Á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi eftir að hún fæddi barn nauðgara síns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 08:45 Frá alþjóðadegi kvenna í El Salvador fyrr á árinu þar sem þess var meðal annars krafist að þungunarrof yrði gert löglegt í landinu. vísir/epa Imelda Cortez, 20 ára gömul kona frá El Salvador, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóms vegna meints þungunarrofs. Yfirvöld í landinu telja að Cortez, sem fæddi barn í apríl í fyrra, hafi reynt að fara í þungunarrof en barnið feðraði sjötugur stjúpfaðir hennar sem hefur misnotað hana frá 12 ára aldri. Þungunarrof er undir öllum kringumstæðum ólöglegt í El Salvador. Cortez hefur verið í haldi lögreglu frá því í apríl í fyrra en hún kemur úr fátækri fjölskyldu sem býr í sveitunum við borgina San Miguel. Farið var með Cortez á spítala með hraði í apríl á síðasta ári eftir að móðir hennar kom að henni þar sem hún var með mikla verki og miklar blæðingar. Læknirinn á bráðamóttöku spítalans grunaði að Cortez hefði reynt þungunarrof og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á spítalann var barnið fætt heilbrigt og á lífi. Cortez var engu að síður ákærð fyrir tilraun til morðs.Konur ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn „Þetta er öfgafyllsta óréttlæti sem ég hef orðið vitni að gegn nokkurri konu. Ríkið hefur ítrekað brotið gegn réttindum Imeldu sem fórnarlambs. Þetta hefur haft mikil áhrif á hana en hún hefur afþakkað alla sálfræðilega aðstoð,“ er haft eftir lögmanni hennar, Bertha María Deleón, á vef Guardian. Lögin um algjört bann við þungunarrofi voru samþykkt í El Salvador árið 1998. Síðan þá hefur fjöldi kvenna verið sóttur til saka á grundvelli laganna en líkt og Cortez eru þær flestar úr sveitahéruðum landsins, bláfátækar og einhleypar. Þær eru gjarnan ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn.Töldu Cortez hafa logið til um misnotkunina Stjúpfaðir Cortez, sá sem hefur misnotað hana í fjöldamörg ár, heimsótti hana á spítalann og hótaði henni öllu illu. Hótaði hann henni lífláti sem og móður hennar og systkinum ef hún myndi segja frá misnotkuninni. Annar sjúklingur á spítalanum heyrði hótanirnar og lét hjúkrunarfræðing vita sem hringdi á lögreglu. Í fyrstu sökuðu saksóknarar Cortez um að ljúga til um misnotkunina til þess að réttlæta meintan glæp hennar en DNA-rannsókn leiddi síðan í ljós að stjúpfaðir hennar er sannarlega faðir barnsins. Stjúpfaðirinn hefur þó ekki sætt ákæru vegna misnotkunarinnar. Réttarhöldin yfir Cortez hefjast í dag en búist er við að dómararnir þrír í málinu kveði svo upp dóm sinn á innan við viku. El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Imelda Cortez, 20 ára gömul kona frá El Salvador, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóms vegna meints þungunarrofs. Yfirvöld í landinu telja að Cortez, sem fæddi barn í apríl í fyrra, hafi reynt að fara í þungunarrof en barnið feðraði sjötugur stjúpfaðir hennar sem hefur misnotað hana frá 12 ára aldri. Þungunarrof er undir öllum kringumstæðum ólöglegt í El Salvador. Cortez hefur verið í haldi lögreglu frá því í apríl í fyrra en hún kemur úr fátækri fjölskyldu sem býr í sveitunum við borgina San Miguel. Farið var með Cortez á spítala með hraði í apríl á síðasta ári eftir að móðir hennar kom að henni þar sem hún var með mikla verki og miklar blæðingar. Læknirinn á bráðamóttöku spítalans grunaði að Cortez hefði reynt þungunarrof og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á spítalann var barnið fætt heilbrigt og á lífi. Cortez var engu að síður ákærð fyrir tilraun til morðs.Konur ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn „Þetta er öfgafyllsta óréttlæti sem ég hef orðið vitni að gegn nokkurri konu. Ríkið hefur ítrekað brotið gegn réttindum Imeldu sem fórnarlambs. Þetta hefur haft mikil áhrif á hana en hún hefur afþakkað alla sálfræðilega aðstoð,“ er haft eftir lögmanni hennar, Bertha María Deleón, á vef Guardian. Lögin um algjört bann við þungunarrofi voru samþykkt í El Salvador árið 1998. Síðan þá hefur fjöldi kvenna verið sóttur til saka á grundvelli laganna en líkt og Cortez eru þær flestar úr sveitahéruðum landsins, bláfátækar og einhleypar. Þær eru gjarnan ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn.Töldu Cortez hafa logið til um misnotkunina Stjúpfaðir Cortez, sá sem hefur misnotað hana í fjöldamörg ár, heimsótti hana á spítalann og hótaði henni öllu illu. Hótaði hann henni lífláti sem og móður hennar og systkinum ef hún myndi segja frá misnotkuninni. Annar sjúklingur á spítalanum heyrði hótanirnar og lét hjúkrunarfræðing vita sem hringdi á lögreglu. Í fyrstu sökuðu saksóknarar Cortez um að ljúga til um misnotkunina til þess að réttlæta meintan glæp hennar en DNA-rannsókn leiddi síðan í ljós að stjúpfaðir hennar er sannarlega faðir barnsins. Stjúpfaðirinn hefur þó ekki sætt ákæru vegna misnotkunarinnar. Réttarhöldin yfir Cortez hefjast í dag en búist er við að dómararnir þrír í málinu kveði svo upp dóm sinn á innan við viku.
El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira