Viljum enda árið með sigri Hjörvar Ólafsson skrifar 10. nóvember 2018 11:00 Erik Hamrén er án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sína síðustu leiki á árinu þegar liðið mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA og svo vináttulandsleik gegn Katar. Leikirnir fara báðir fram á belgískri grundu en íslenska liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember og Katar mánudaginn 19. nóvember. Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson geta ekki tekið þátt í þessum verkefnum vegna meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn Belgíu og verður ekki með í leiknum gegn Katar. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem hefur verið fjarri góðu gamni síðan á heimsmeistaramótinu í sumar kemur inn í leikmannahópinn. Hann mun taka þátt í leiknum gegn Belgíu, en fær hvíld í leiknum gegn Katar. Þá koma Arnór Sigurðsson, Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmundur Þórarinsson inn í hópinn frá síðustu leikjum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, minnti á að sigur í leiknum gegn Belgíu gæti orðið til þess að liðið hafni á meðal tíu efstu þjóðanna í A-deild Þjóðadeildarinnar og það myndi þýða að liðið yrði í hærri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í undankeppni EM 2020. Þar af leiðandi leggi liðið allt kapp á að fara með sigur af hólmi í þeim leik. Þá hafi liðið ekki náð í mörg hagstæð úrslit á þessu ári og af þeim sökum muni það leggja allt kapp á að vinna Katar þrátt fyrir að um vináttulandsleik sé að ræða. „Mér fannst ég merkja mikla bætingu í síðustu tveimur leikjum liðsins og við stefnum á að byggja á því í komandi verkefnum. Mér fannst liðið mun þéttara í varnarleiknum og við vorum skarpari í sóknarleiknum. Við sköpuðum fjölmörg góð færi til þess að skora fleiri mörk en við skoruðum. Við bættum okkur í föstum leikatriðum báðum megin á vellinum,“ sagði Hamrén í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundinum í gær. „Hugarfarið var einnig allt annað og það var gaman að sjá það. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í varnarleiknum og bæta smáatriðin þar. Við erum að fá á okkur of mörg mörk og þurfum að laga það. Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótboltanum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum,“ sagði hann enn fremur. „Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið,“ sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. „Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi,“ segir hann um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sína síðustu leiki á árinu þegar liðið mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA og svo vináttulandsleik gegn Katar. Leikirnir fara báðir fram á belgískri grundu en íslenska liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember og Katar mánudaginn 19. nóvember. Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson geta ekki tekið þátt í þessum verkefnum vegna meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn Belgíu og verður ekki með í leiknum gegn Katar. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem hefur verið fjarri góðu gamni síðan á heimsmeistaramótinu í sumar kemur inn í leikmannahópinn. Hann mun taka þátt í leiknum gegn Belgíu, en fær hvíld í leiknum gegn Katar. Þá koma Arnór Sigurðsson, Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmundur Þórarinsson inn í hópinn frá síðustu leikjum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, minnti á að sigur í leiknum gegn Belgíu gæti orðið til þess að liðið hafni á meðal tíu efstu þjóðanna í A-deild Þjóðadeildarinnar og það myndi þýða að liðið yrði í hærri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í undankeppni EM 2020. Þar af leiðandi leggi liðið allt kapp á að fara með sigur af hólmi í þeim leik. Þá hafi liðið ekki náð í mörg hagstæð úrslit á þessu ári og af þeim sökum muni það leggja allt kapp á að vinna Katar þrátt fyrir að um vináttulandsleik sé að ræða. „Mér fannst ég merkja mikla bætingu í síðustu tveimur leikjum liðsins og við stefnum á að byggja á því í komandi verkefnum. Mér fannst liðið mun þéttara í varnarleiknum og við vorum skarpari í sóknarleiknum. Við sköpuðum fjölmörg góð færi til þess að skora fleiri mörk en við skoruðum. Við bættum okkur í föstum leikatriðum báðum megin á vellinum,“ sagði Hamrén í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundinum í gær. „Hugarfarið var einnig allt annað og það var gaman að sjá það. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í varnarleiknum og bæta smáatriðin þar. Við erum að fá á okkur of mörg mörk og þurfum að laga það. Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótboltanum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum,“ sagði hann enn fremur. „Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið,“ sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. „Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi,“ segir hann um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira