Að velja stríð Hörður Ægisson skrifar 29. nóvember 2018 09:05 Þetta ætlar að reynast erfiðari vetur en jafnvel svartsýnustu menn höfðu óttast. Óþarfi er að fjölyrða um þá alvarlegu stöðu sem flugfélagið WOW air stendur frammi fyrir. Viðræður um kaup Icelandair á öllu hlutafé WOW air hanga á bláþræði og ljóst er að allt þarf að ganga upp á næstu dögum svo samruni félaganna gangi eftir. Verði niðurstaðan á annan veg þarf þarf ekki að spyrja að leikslokum. Við þær aðstæður hljóta íslensk stjórnvöld að skoða allar mögulegar leiðir sem þeim eru færar til að lágmarka áfallið fyrir íslenskt efnahagslíf stöðvist rekstur WOW air. Sviðsmyndagreiningar stjórnvalda hafa sýnt að afleiðingarnar gætu meðal annars orðið allt að þriggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu og þrettán prósenta gengisveiking krónunnar. Hætt er hins vegar við því að þær spár séu helst til of bjartsýnar og að höggið verði umtalsvert meira. Eftir fordæmalaust góðæri síðustu ára, þar sem kaupmáttur jókst um meira en fjórðung frá 2014, er þetta sá efnahagslegi veruleiki sem við blasir. Hratt versnandi gengi flugfélaganna, mikilvægustu fyrirtækja ferðaþjónustunnar sem er orðin burðarás hagkerfisins, er um margt birtingarmynd þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Gríðarmiklar nafnlaunahækkanir og hátt raungengi krónunnar hefur valdið því að launakostnaður fyrirtækja hefur hækkað margfalt meira en þekkist í nágrannaríkjum okkar. Sökum þessa hefur Seðlabankinn bent á að „samningsstaða launafólks kann því að hafa veikst á sama tíma og svigrúm fyrirtækja til að taka á sig launahækkanir hefur minnkað“. Með öðum orðum þá er minna til skiptanna nú þegar gengið er til kjarasamninga á vinnumarkaði en oft áður. Þetta vita auðvitað flestir. Ný forysta verkalýðshreyfingarinnar skeytir hins vegar lítið um þær staðreyndir sem aðrar. Sjaldan hefur það komið eins skýrt í ljós og þegar fulltrúar ASÍ, VR og Eflingar mættu í fréttaskýringarþáttinn Kveik í vikunni þar sem þeir boðuðu, svo fátt eitt sé nefnt, stríð – stéttastríð, réttara sagt – og áform um að ásælast lögbundinn lífeyrissparnað landsmanna til að nota sem vopn í verkfallsbaráttu sem er drifin áfram af marxisma og lýðskrumi. Formaður VR, sem setur það ekki fyrir sig að brjóta reglur um óhæði stjórnarmanna, vill í því skyni að verkalýðshreyfingin þrýsti á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna til að „skrúfa“ fyrir fjárfestingar sjóðanna. FME sá í kjölfarið ástæðu til að vekja athygli á því að þær hugmyndir samræmdust ekki lögum um lífeyrissjóði. Þá eru að mati formanns Eflingar hér „efnahagslegir forréttindahópar“ sem borga ekki eðlilega til samneyslunnar enda þótt staðreyndin sé sú að tvær efstu tekjutíundirnar standa undir um 60 prósentum af allri skattbyrði einstaklinga og þá er hlutur þeirra tíu prósent tekjuhæstu af heildarráðstöfunartekjum nokkuð lægri en á hinum Norðurlöndunum. Slíkar hagtölur eru hins vegar einfaldlega afgreiddar sem blekkingar. Allt er þetta með miklum ólíkindum og boðar ekki gott í þeim kjaraviðræðum sem nú eru hafnar. Leiðtogar stéttarfélaganna virðast ekki endilega hafa það markmið að leiðarljósi að ná fram kjarasamningum, sem myndu tryggja launafólki raunverulegar kjarabætur, heldur fremur að sækjast eftir átökum og verkföllum í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi. Ef það er rétt sem verkalýðshreyfingin heldur fram, að hún eigi í stríði, þá er að minnsta kosti ljóst hverjir hafa kosið að vera hinir efnahagslegu hryðjuverkamenn í því stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þetta ætlar að reynast erfiðari vetur en jafnvel svartsýnustu menn höfðu óttast. Óþarfi er að fjölyrða um þá alvarlegu stöðu sem flugfélagið WOW air stendur frammi fyrir. Viðræður um kaup Icelandair á öllu hlutafé WOW air hanga á bláþræði og ljóst er að allt þarf að ganga upp á næstu dögum svo samruni félaganna gangi eftir. Verði niðurstaðan á annan veg þarf þarf ekki að spyrja að leikslokum. Við þær aðstæður hljóta íslensk stjórnvöld að skoða allar mögulegar leiðir sem þeim eru færar til að lágmarka áfallið fyrir íslenskt efnahagslíf stöðvist rekstur WOW air. Sviðsmyndagreiningar stjórnvalda hafa sýnt að afleiðingarnar gætu meðal annars orðið allt að þriggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu og þrettán prósenta gengisveiking krónunnar. Hætt er hins vegar við því að þær spár séu helst til of bjartsýnar og að höggið verði umtalsvert meira. Eftir fordæmalaust góðæri síðustu ára, þar sem kaupmáttur jókst um meira en fjórðung frá 2014, er þetta sá efnahagslegi veruleiki sem við blasir. Hratt versnandi gengi flugfélaganna, mikilvægustu fyrirtækja ferðaþjónustunnar sem er orðin burðarás hagkerfisins, er um margt birtingarmynd þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Gríðarmiklar nafnlaunahækkanir og hátt raungengi krónunnar hefur valdið því að launakostnaður fyrirtækja hefur hækkað margfalt meira en þekkist í nágrannaríkjum okkar. Sökum þessa hefur Seðlabankinn bent á að „samningsstaða launafólks kann því að hafa veikst á sama tíma og svigrúm fyrirtækja til að taka á sig launahækkanir hefur minnkað“. Með öðum orðum þá er minna til skiptanna nú þegar gengið er til kjarasamninga á vinnumarkaði en oft áður. Þetta vita auðvitað flestir. Ný forysta verkalýðshreyfingarinnar skeytir hins vegar lítið um þær staðreyndir sem aðrar. Sjaldan hefur það komið eins skýrt í ljós og þegar fulltrúar ASÍ, VR og Eflingar mættu í fréttaskýringarþáttinn Kveik í vikunni þar sem þeir boðuðu, svo fátt eitt sé nefnt, stríð – stéttastríð, réttara sagt – og áform um að ásælast lögbundinn lífeyrissparnað landsmanna til að nota sem vopn í verkfallsbaráttu sem er drifin áfram af marxisma og lýðskrumi. Formaður VR, sem setur það ekki fyrir sig að brjóta reglur um óhæði stjórnarmanna, vill í því skyni að verkalýðshreyfingin þrýsti á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna til að „skrúfa“ fyrir fjárfestingar sjóðanna. FME sá í kjölfarið ástæðu til að vekja athygli á því að þær hugmyndir samræmdust ekki lögum um lífeyrissjóði. Þá eru að mati formanns Eflingar hér „efnahagslegir forréttindahópar“ sem borga ekki eðlilega til samneyslunnar enda þótt staðreyndin sé sú að tvær efstu tekjutíundirnar standa undir um 60 prósentum af allri skattbyrði einstaklinga og þá er hlutur þeirra tíu prósent tekjuhæstu af heildarráðstöfunartekjum nokkuð lægri en á hinum Norðurlöndunum. Slíkar hagtölur eru hins vegar einfaldlega afgreiddar sem blekkingar. Allt er þetta með miklum ólíkindum og boðar ekki gott í þeim kjaraviðræðum sem nú eru hafnar. Leiðtogar stéttarfélaganna virðast ekki endilega hafa það markmið að leiðarljósi að ná fram kjarasamningum, sem myndu tryggja launafólki raunverulegar kjarabætur, heldur fremur að sækjast eftir átökum og verkföllum í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi. Ef það er rétt sem verkalýðshreyfingin heldur fram, að hún eigi í stríði, þá er að minnsta kosti ljóst hverjir hafa kosið að vera hinir efnahagslegu hryðjuverkamenn í því stríði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun