Pochettino: Við getum unnið Barcelona á Nývangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 10:30 Mauricio Pochettino. Vísir/Getty Tottenham er enn á lífi í Meistaradeildinni í fótbolta eftir 1-0 sigur á Internazionale á Wembley í gærkvöldi en næsti leikur verður aftur á móti mun erfiðari. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði karakter sinna manna eftir í leikinn í gær og talaði um að þeir væru enn að reyna að komast yfir erfitt sumar. Tottenham keypti eitt liða í ensku úrvalsdeildinni ekki einn einasta leikmanna í sumarglugganum. Tottenham þarf nú að fara til Barcelona og vinna ef þeir ætla að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni og þarf því á stórbrotnum endi að halda. Fyrsta skrefið var að vinna leikinn í gærkvöldi og halda voninni á lífi. Mauricio Pochettino reyndi að tala trú í sína eftir leikinn í gær þar sem Christian Eriksen kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið undir lokin.Winning in Nou Camp not mission impossible, says Pochettinohttps://t.co/Ksft0SODESpic.twitter.com/vuZ7AHkAxF — The Star (@staronline) November 29, 2018„Það er allt mögulegt í fótboltanum. Við berum mikla virðingu fyrir Barcelona sem er eitt af bestu liðunum í Evrópu. Þetta verður mjög erfitt en við verðum að trúa því að við getum unnið,“ sagði Mauricio Pochettino. Sky Sports segir frá. „Við getum unnið Barcelona. Við þurfum að sýna okkar bestu hliðar og spila okkar besta leik. Við verðum að mæta til leiks með ferska fætur og lausir við meiðsli. Við þurfum því að að dreifa álaginu og nota allan hópinn í næstu leikjum,“ sagði Pochettino. Barcelona vann 2-1 sigur á PSV Eindhoven í gær og er búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Lokaleikurinn skiptir því Lionel Messi og félaga engu máli. „Ég býst við því að þeir mæti með sína bestu leikmenn. Ég veit samt ekki hvernig þeir munu undirbúa sig fyrir þenann leik. Við þurfum að passa það að undirbúa okkur sem best. Þú færð engar gjafir í Meistaradeildinni,“ sagði Mauricio Pochettino. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Tottenham er enn á lífi í Meistaradeildinni í fótbolta eftir 1-0 sigur á Internazionale á Wembley í gærkvöldi en næsti leikur verður aftur á móti mun erfiðari. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði karakter sinna manna eftir í leikinn í gær og talaði um að þeir væru enn að reyna að komast yfir erfitt sumar. Tottenham keypti eitt liða í ensku úrvalsdeildinni ekki einn einasta leikmanna í sumarglugganum. Tottenham þarf nú að fara til Barcelona og vinna ef þeir ætla að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni og þarf því á stórbrotnum endi að halda. Fyrsta skrefið var að vinna leikinn í gærkvöldi og halda voninni á lífi. Mauricio Pochettino reyndi að tala trú í sína eftir leikinn í gær þar sem Christian Eriksen kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið undir lokin.Winning in Nou Camp not mission impossible, says Pochettinohttps://t.co/Ksft0SODESpic.twitter.com/vuZ7AHkAxF — The Star (@staronline) November 29, 2018„Það er allt mögulegt í fótboltanum. Við berum mikla virðingu fyrir Barcelona sem er eitt af bestu liðunum í Evrópu. Þetta verður mjög erfitt en við verðum að trúa því að við getum unnið,“ sagði Mauricio Pochettino. Sky Sports segir frá. „Við getum unnið Barcelona. Við þurfum að sýna okkar bestu hliðar og spila okkar besta leik. Við verðum að mæta til leiks með ferska fætur og lausir við meiðsli. Við þurfum því að að dreifa álaginu og nota allan hópinn í næstu leikjum,“ sagði Pochettino. Barcelona vann 2-1 sigur á PSV Eindhoven í gær og er búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Lokaleikurinn skiptir því Lionel Messi og félaga engu máli. „Ég býst við því að þeir mæti með sína bestu leikmenn. Ég veit samt ekki hvernig þeir munu undirbúa sig fyrir þenann leik. Við þurfum að passa það að undirbúa okkur sem best. Þú færð engar gjafir í Meistaradeildinni,“ sagði Mauricio Pochettino.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira