Segir Ísland kannski skást í jafnréttismálum en ekki best Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Hugmyndin var sú að birta kort af heiminum og sýna eingöngu þau lönd þar sem konur eru minnst helmingur þingmanna. Þetta er gert til að sýna fram á fáránleika þess að bara þrjú lönd í heiminum hafa náð þessu. Það er pínu sjokkerandi að við Íslendingar séum ekki þarna þar sem við erum náttúrulega heimsmeistarar í jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. Hún hefur unnið að verkefninu Women’s World Atlas á vegum Heimsþings kvenleiðtoga sem nú fer fram í Hörpu. Silvana Koch-Mehrin, forseti þingsins, mun kynna verkefnið á þinginu í dag. Þar verður fjallað um stöðu kvenna í heiminum og því velt upp hvers vegna staðan sé svona og hvað sé hægt að gera. Teknar voru saman upplýsingar um stöðu kvenna á þjóðþingum heimsins og í viðskiptalífinu þar sem hlutfall kvenna í forstjórastólum var kannað. Niðurstöðurnar eru þær að aðeins í Rúanda, Bólivíu og á Kúbu eru konur að minnsta kosti helmingur þingmanna. Þegar kemur að fjölda forstjóra er það aðeins í Taílandi og Kambódíu sem konur eru að minnsta kosti helmingur forstjóra. Þórey segir athyglisvert að skoða þetta í samhengi við það sem sé að gerast á Íslandi. „Ef við tökum hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi þá eru bara 11 prósent forstjóra konur og engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki. Konur eru bara rúmlega 20 prósent framkvæmdastjóra í hundrað stærstu fyrirtækjunum. Það er svolítið sláandi þegar maður horfir á þetta því við erum alltaf að tala um að við séum leiðandi. Kannski ættum við frekar að segja að við séum skást í jafnréttismálum en ekki best.“ Þótt Ísland sé fyrirmynd í jafnréttismálum þurfi líka að sýna auðmýkt og viðurkenna að það sé ennþá töluvert í land. Þórey hefur leitt verkefnið Jafnréttisvísir hjá Capacent. „Þar erum við að vinna með forstjórum íslenskra fyrirtækja að því að greina og innleiða jafnrétti í fyrirtækjum. Við horfum sérstaklega til menningar og hvaða áhrif það hefur á menninguna að fá konur í leiðtogastöður.“ Á þinginu í Hörpu taka þátt rúmlega 400 konur frá um 100 löndum. „Af því að hér eru konur frá svo mörgum löndum þá er ótrúlega magnað að sjá hvað löndin eru misjafnlega stödd í jafnréttismálum. Við erum ljósárum á undan mörgum löndum og það er gaman að geta miðlað því sem við höfum verið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vandamálin og við. Þetta er ótrúlega mikilvægur vettvangur að hittast og skiptast á skoðunum og heyra hvað önnur lönd eru að gera.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Hugmyndin var sú að birta kort af heiminum og sýna eingöngu þau lönd þar sem konur eru minnst helmingur þingmanna. Þetta er gert til að sýna fram á fáránleika þess að bara þrjú lönd í heiminum hafa náð þessu. Það er pínu sjokkerandi að við Íslendingar séum ekki þarna þar sem við erum náttúrulega heimsmeistarar í jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. Hún hefur unnið að verkefninu Women’s World Atlas á vegum Heimsþings kvenleiðtoga sem nú fer fram í Hörpu. Silvana Koch-Mehrin, forseti þingsins, mun kynna verkefnið á þinginu í dag. Þar verður fjallað um stöðu kvenna í heiminum og því velt upp hvers vegna staðan sé svona og hvað sé hægt að gera. Teknar voru saman upplýsingar um stöðu kvenna á þjóðþingum heimsins og í viðskiptalífinu þar sem hlutfall kvenna í forstjórastólum var kannað. Niðurstöðurnar eru þær að aðeins í Rúanda, Bólivíu og á Kúbu eru konur að minnsta kosti helmingur þingmanna. Þegar kemur að fjölda forstjóra er það aðeins í Taílandi og Kambódíu sem konur eru að minnsta kosti helmingur forstjóra. Þórey segir athyglisvert að skoða þetta í samhengi við það sem sé að gerast á Íslandi. „Ef við tökum hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi þá eru bara 11 prósent forstjóra konur og engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki. Konur eru bara rúmlega 20 prósent framkvæmdastjóra í hundrað stærstu fyrirtækjunum. Það er svolítið sláandi þegar maður horfir á þetta því við erum alltaf að tala um að við séum leiðandi. Kannski ættum við frekar að segja að við séum skást í jafnréttismálum en ekki best.“ Þótt Ísland sé fyrirmynd í jafnréttismálum þurfi líka að sýna auðmýkt og viðurkenna að það sé ennþá töluvert í land. Þórey hefur leitt verkefnið Jafnréttisvísir hjá Capacent. „Þar erum við að vinna með forstjórum íslenskra fyrirtækja að því að greina og innleiða jafnrétti í fyrirtækjum. Við horfum sérstaklega til menningar og hvaða áhrif það hefur á menninguna að fá konur í leiðtogastöður.“ Á þinginu í Hörpu taka þátt rúmlega 400 konur frá um 100 löndum. „Af því að hér eru konur frá svo mörgum löndum þá er ótrúlega magnað að sjá hvað löndin eru misjafnlega stödd í jafnréttismálum. Við erum ljósárum á undan mörgum löndum og það er gaman að geta miðlað því sem við höfum verið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vandamálin og við. Þetta er ótrúlega mikilvægur vettvangur að hittast og skiptast á skoðunum og heyra hvað önnur lönd eru að gera.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira