Óvenju margar ábendingar frá neytendum vegna Svarta föstudagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 18:43 Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Getty/Burak Karademir Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu segir að Neytendastofu berist iðulega margar ábendingar frá neytendum í kringum útsölutímabil á Íslandi en óvenju margar ábendingar hafi borist stofnuninni í tengslum við útsöludaginn Svartan föstudag. Þetta segir Þórunn Anna í samtali við Reykjavík síðdegis. Ástæðan fyrir aukningunni gæti tengst gengisbreytingum að mati Þórunnar. Um helgina bar talsvert á því á því að neytendur kvörtuðu yfir því að verslanir hefðu hækkað verð í aðdraganda Svarta föstudagsins til þess eins að auglýsa téðar vörur á afsláttarverði. Breytingar á genginu getur verið réttlætanleg ástæða fyrir því að hækka verð en „það breytir því ekki að ef þú þarft að hækka verðið á vörunni þá er erfitt að auglýsa útsölu ef hún hefur aldrei verið seld á þessu hækkaða verði,“ segir Þórunn. Þórunn segir að margir neytendur séu vakandi fyrir þessu og ýmsir hefðu til dæmis fylgst með verði tiltekinna vara yfir þó nokkurt skeið til að ganga úr skugga um að ekki væru brögð í tafli. Neytendur hafi síðan ýmist tekið ljósmynd af verðmiðanum eða tekið skjáskot af verðinu og sent Neytendastofu ábendingu.Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Geta sektað fyrirtæki og bannað háttsemina Í þeim tilvikum sem kaupmenn gerast sekir um slík brot tekur Neytendastofa ákvörðun sem er síðan iðulega birt á heimasíðunni. Annað hvort er háttsemin bönnuð eða fyrirtækin sektuð, sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða. Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Ef neytendur telja að kaupmenn hafi með framferði sínu brotið á neytendum er þeim bent á að senda inn ábendingu á vef stofnunarinnar. Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri í gegnum rafræna gátt sem og símleiðis. Þórunn segir að afar gott sé að senda gögn með ábendingum, eins og ljósmyndir eða skjáskot.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu segir að Neytendastofu berist iðulega margar ábendingar frá neytendum í kringum útsölutímabil á Íslandi en óvenju margar ábendingar hafi borist stofnuninni í tengslum við útsöludaginn Svartan föstudag. Þetta segir Þórunn Anna í samtali við Reykjavík síðdegis. Ástæðan fyrir aukningunni gæti tengst gengisbreytingum að mati Þórunnar. Um helgina bar talsvert á því á því að neytendur kvörtuðu yfir því að verslanir hefðu hækkað verð í aðdraganda Svarta föstudagsins til þess eins að auglýsa téðar vörur á afsláttarverði. Breytingar á genginu getur verið réttlætanleg ástæða fyrir því að hækka verð en „það breytir því ekki að ef þú þarft að hækka verðið á vörunni þá er erfitt að auglýsa útsölu ef hún hefur aldrei verið seld á þessu hækkaða verði,“ segir Þórunn. Þórunn segir að margir neytendur séu vakandi fyrir þessu og ýmsir hefðu til dæmis fylgst með verði tiltekinna vara yfir þó nokkurt skeið til að ganga úr skugga um að ekki væru brögð í tafli. Neytendur hafi síðan ýmist tekið ljósmynd af verðmiðanum eða tekið skjáskot af verðinu og sent Neytendastofu ábendingu.Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Geta sektað fyrirtæki og bannað háttsemina Í þeim tilvikum sem kaupmenn gerast sekir um slík brot tekur Neytendastofa ákvörðun sem er síðan iðulega birt á heimasíðunni. Annað hvort er háttsemin bönnuð eða fyrirtækin sektuð, sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða. Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Ef neytendur telja að kaupmenn hafi með framferði sínu brotið á neytendum er þeim bent á að senda inn ábendingu á vef stofnunarinnar. Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri í gegnum rafræna gátt sem og símleiðis. Þórunn segir að afar gott sé að senda gögn með ábendingum, eins og ljósmyndir eða skjáskot.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45
Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06