„Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi, fáar konur sækja á sjó og hraðar tæknibreytingar munu hafa hvað mest áhrif á þau störf sem konur vinna í dag. Jafnframt eru fáar konur sem komast í gegnum glerþakið og inn í efstu lög fyrirtækja.
Er raunhæft að jafn margar konur og karlar sinni öllum störfum? Hvernig viljum við sjá kynjahlutföll í ólíkum atvinnugreinum? Hvernig má auka áhuga kvenna á greinum þar sem þær eru fámennari? Munu konur sækja í tæknistörf framtíðarinnar?,“ segir á Facebook-síðu Íslandsbanka um fundinn sem horfa má á í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Dagskrá
Karla- og kvennastörfEdda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka
Hvar eru konurnar?
Sigrún Hjartardóttir, fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
Í framhaldi verða stuttar framsögur og umræður þar sem þátttakendur verða:
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
- Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
- Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startup
- Guðmundur Hafsteinsson, yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant
- Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka