Enski boltinn

Leikmaður helgarinnar er gulls ígildi fyrir Huddersfield

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aaron Mooy fagnar öðru marka sinna.
Aaron Mooy fagnar öðru marka sinna. Vísir/Getty
Aaron Mooy reyndist hetja Huddersfield í óvæntum 2-0 sigri á Úlfunum á útivelli um helgina. Með sigrinum náði Huddersfield að lyfta sér upp frá neðsta sæti deildarinnar og í fjórtánda sætið þrátt fyrir að vera með markatölu upp á fjórtán mörk í mínus.

Mooy kom Huddersfield yfir í upphafi leiks þegar hann afgreiddi fyrirgjöf Erik Durm snyrtilega í netið. Hann nýtti sér kæruleysislegan varnarleik miðjumanna Wolves og fékk nægt pláss til að athafna sig. Í síðari hálfleik þegar Úlfarnir voru farnir að gera harða atlögu að marki Huddersfield bætti hann við öðru marki sem gerði út um vonir Wolves úr aukaspyrnu af 25 metra færi.

Hinn ástralski Mooy var í lykilhlutverki hjá Huddersfield í fyrra þegar liðinu tókst að bjarga sæti sínu og er hann lykillinn að því að Huddersfield nái að halda sæti sínu í deildinni.

Huddersfield skorar ekki mörg mörk en mörkin frá Mooy hafa reynst gulls ígildi frá því að hann kom upp í úrvalsdeildina með liðinu því í öllum fjórum leikjunum sem Mooy hefur skorað í hefur Huddersfield unnið leikina. Hefur hann því skorað í fjórum af tíu sigurleikjum félagsins undanfarin tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×