Skiptir máli hvernig umræðan í kringum kynferðisbrot fer fram Sylvía Hall skrifar 25. nóvember 2018 18:42 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það mikilvægt að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu eins fljótt og mögulegt er eftir að brot á sér stað. Hún segir það vissulega koma fyrir að mistök verði við meðferð kynferðisbrotamála en umræða um að þolendur eigi ekki að leita til lögreglu vegna þess sé ekki af hinu góða. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Björt Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, bauð Kolbrúnu í viðtal í kjölfar Facebook-færslu þar sem Agnes Bára Aradóttir greinir frá því að kynferðisbrotamál sem hún tilkynnti var fellt niður. Í færslunni má sjá myndir úr lögregluskýrslu þar sem fram kemur í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hafi játað verknaðinn. Líkt og gefur að skilja gat Kolbrún ekki tjáð sig um einstök mál en sagði það vera forgangsmál lögreglu að vanda til verka við rannsókn slíkra mála. Það væri þó yfirleitt þannig að málin sem rötuðu í fjölmiðla væru þau mál sem færu illa. „Við sjáum aldrei alla heildarmyndina í svona umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Kolbrún en bætti við að það væri rétt að stór hluti kynferðisbrotamála færi ekki áfram í kerfinu. Þróunin hafi þó verið þannig síðustu ár að hlutfall þeirra mála sem næðu fyrir dóm og þeirra sem eru felld niður sé nokkuð jafnt. „Kynferðisbrot eru náttúrulega sá málaflokkur sem hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að aðalsönnunargögn í kynferðisbrotamálum eru oft munnlegir framburðir.“Mikilvægt að mál séu tilkynnt sem allra fyrst Í viðtalinu vísaði Kolbrún til rannsóknar sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum af þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hildi Fjólu Antonsdóttur en þar voru skoðuð kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009. Að sögn Kolbrúnar var það sem greindi helst á milli þeirra mála sem voru felld niður og þeirra sem fóru lengra var það að málin sem komu fyrr inn á borð lögreglu voru líklegri til þess að ná fyrir dómstóla. „Þetta er kannski „common sense“, eftir því sem lögregla kemst sem fyrr inn í málið því meiri líkur er á því að afla ákveðinna gagna,“ sagði Kolbrún og minntist í því samhengi á lífsýni og blóðprufur, þá sérstaklega í þeim málum þar sem um er að ræða svokallaða svefnnauðgun. Hún segir kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og það megi alltaf gera betur en það sé þó ekki gott þegar kerfið sé talað niður þannig að þolendur treysti sér ekki til þess að tilkynna mál. „Það þarf auðvitað að vera þannig að fólk sem lendir í því að á því sé brotið treysti sér til þess að leita til lögreglu.“ Lögreglumál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það mikilvægt að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu eins fljótt og mögulegt er eftir að brot á sér stað. Hún segir það vissulega koma fyrir að mistök verði við meðferð kynferðisbrotamála en umræða um að þolendur eigi ekki að leita til lögreglu vegna þess sé ekki af hinu góða. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Björt Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, bauð Kolbrúnu í viðtal í kjölfar Facebook-færslu þar sem Agnes Bára Aradóttir greinir frá því að kynferðisbrotamál sem hún tilkynnti var fellt niður. Í færslunni má sjá myndir úr lögregluskýrslu þar sem fram kemur í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hafi játað verknaðinn. Líkt og gefur að skilja gat Kolbrún ekki tjáð sig um einstök mál en sagði það vera forgangsmál lögreglu að vanda til verka við rannsókn slíkra mála. Það væri þó yfirleitt þannig að málin sem rötuðu í fjölmiðla væru þau mál sem færu illa. „Við sjáum aldrei alla heildarmyndina í svona umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Kolbrún en bætti við að það væri rétt að stór hluti kynferðisbrotamála færi ekki áfram í kerfinu. Þróunin hafi þó verið þannig síðustu ár að hlutfall þeirra mála sem næðu fyrir dóm og þeirra sem eru felld niður sé nokkuð jafnt. „Kynferðisbrot eru náttúrulega sá málaflokkur sem hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að aðalsönnunargögn í kynferðisbrotamálum eru oft munnlegir framburðir.“Mikilvægt að mál séu tilkynnt sem allra fyrst Í viðtalinu vísaði Kolbrún til rannsóknar sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum af þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hildi Fjólu Antonsdóttur en þar voru skoðuð kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009. Að sögn Kolbrúnar var það sem greindi helst á milli þeirra mála sem voru felld niður og þeirra sem fóru lengra var það að málin sem komu fyrr inn á borð lögreglu voru líklegri til þess að ná fyrir dómstóla. „Þetta er kannski „common sense“, eftir því sem lögregla kemst sem fyrr inn í málið því meiri líkur er á því að afla ákveðinna gagna,“ sagði Kolbrún og minntist í því samhengi á lífsýni og blóðprufur, þá sérstaklega í þeim málum þar sem um er að ræða svokallaða svefnnauðgun. Hún segir kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og það megi alltaf gera betur en það sé þó ekki gott þegar kerfið sé talað niður þannig að þolendur treysti sér ekki til þess að tilkynna mál. „Það þarf auðvitað að vera þannig að fólk sem lendir í því að á því sé brotið treysti sér til þess að leita til lögreglu.“
Lögreglumál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira