Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2018 20:00 Loðdýrabændur standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en svo gæti farið að loðdýrarækt leggist af í landinu komi ekki til stuðnings frá ríkisvaldinu. Ástæðan er hrun í skinnaverði og hátt gengi íslensku krónunnar. Bjarni Stefánsson og fjölskylda eru með stórt loðdýrabú í Túni í Flóahreppi, eða um tvö þúsund læður. Í dag eru 18 loðdýrabú í landinu. Rekstur þeirra allra er mjög erfiður og er útlit fyrir að búgreinin leggist af í landinu fái hún ekki utanaðkomandi aðstoð. Mikil offramleiðsla er á skinnum út um allan heim. „Til viðbótar er gengið mjög óhagstætt okkur og það er bara mjög erfiður rekstur. Þessi erfiði rekstur þýðir að það munu að óbreyttu margir hætta í þessari grein og bara veruleg hætta á því að greinin hreinlega leggjist af“, segir Bjarni. „Það eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega kannski fyrir þjóðina í umhverfislegu tilliti þar sem að þessi grein er að vinna mjög mikið af lífrænum úrgangi sem annars þyrfti að urða“, bætir Bjarni við, en hér er hann meðal annars að vísa til skuldbindingar þjóðarinnar í loftlagsmálum. Átján loðdýrabú eru starfrækt á Íslandi.Magnús HlynurBjarni segir að loðdýrabændur þurfi um 300 milljóna króna stuðning frá ríkinu á næstu þremur árum til að fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann hvort sem það er í formi lánagreiðslu eða beinum stuðningi. „Ég biðla bara til ríkisins eða samfélagsins um það að styðja okkur yfir þennan hjalla“, segir Bjarni. En hvað með hann sjálfan, ætlar hann að hætta rekstri eða halda áfram ? „Ég er nú ekki tilbúin til að gefast upp eða til þess að hætta en ég er auðvitað ekki einn í heiminum, það ræðast líka af öðrum því það er svo mikill sameiginlegur rekstur í þessu eins og fóðurgerðin sem er sameiginleg að miklu leyti og það er því kannski mjög erfitt fyrir mjög fáa að halda uppi greininni“. Flóahreppur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Loðdýrabændur standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en svo gæti farið að loðdýrarækt leggist af í landinu komi ekki til stuðnings frá ríkisvaldinu. Ástæðan er hrun í skinnaverði og hátt gengi íslensku krónunnar. Bjarni Stefánsson og fjölskylda eru með stórt loðdýrabú í Túni í Flóahreppi, eða um tvö þúsund læður. Í dag eru 18 loðdýrabú í landinu. Rekstur þeirra allra er mjög erfiður og er útlit fyrir að búgreinin leggist af í landinu fái hún ekki utanaðkomandi aðstoð. Mikil offramleiðsla er á skinnum út um allan heim. „Til viðbótar er gengið mjög óhagstætt okkur og það er bara mjög erfiður rekstur. Þessi erfiði rekstur þýðir að það munu að óbreyttu margir hætta í þessari grein og bara veruleg hætta á því að greinin hreinlega leggjist af“, segir Bjarni. „Það eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega kannski fyrir þjóðina í umhverfislegu tilliti þar sem að þessi grein er að vinna mjög mikið af lífrænum úrgangi sem annars þyrfti að urða“, bætir Bjarni við, en hér er hann meðal annars að vísa til skuldbindingar þjóðarinnar í loftlagsmálum. Átján loðdýrabú eru starfrækt á Íslandi.Magnús HlynurBjarni segir að loðdýrabændur þurfi um 300 milljóna króna stuðning frá ríkinu á næstu þremur árum til að fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann hvort sem það er í formi lánagreiðslu eða beinum stuðningi. „Ég biðla bara til ríkisins eða samfélagsins um það að styðja okkur yfir þennan hjalla“, segir Bjarni. En hvað með hann sjálfan, ætlar hann að hætta rekstri eða halda áfram ? „Ég er nú ekki tilbúin til að gefast upp eða til þess að hætta en ég er auðvitað ekki einn í heiminum, það ræðast líka af öðrum því það er svo mikill sameiginlegur rekstur í þessu eins og fóðurgerðin sem er sameiginleg að miklu leyti og það er því kannski mjög erfitt fyrir mjög fáa að halda uppi greininni“.
Flóahreppur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira