Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. nóvember 2018 12:45 Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. vísir/vilhelm Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. Í upphafi mánaðarins ógilti Hæstiréttur fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna ætlaðra brota fyrirtækisins á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri á árunum eftir hrun. Eftir úrskurð Hæstaréttar steig forstjóri Samherja fram og bar seðlabankastjóra þungum sökum, sagði hann hafa gerst brotlegan við lög og að Samherji íhugaði nú að sækja seðlabankastjóra til saka vegna málsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Már sagðist ekki ætla að tjá sig nánar um hugsanlega kæru Samherja á hendur sér, fyrirtækið hafi rétt til að leita réttar síns.Höftin láku „Það verður náttúrulega að hafa það í huga, að það er hin hliðin á þessu máli, það er að á þessum tíma, láku höftin allverulega, sérstaklega á árinu 2009. Bæði vantaði upp á skilaskylduna og það var verið að koma með aflandskrónur í stórum stíl til landsins. Menn voru náttúrulega að græða á þessu öllu. Sá hagnaður féll ekki af himnum ofan. Hann kom úr vasa almennings,“ segir Már. Hann segir það hafa verið skyldu Seðlabankans að láta gjaldeyrishöftin halda. Það hafi tekist að lokum og gjaldeyrisskilin batnað. „Við litum á þessa skyldu okkar og tókum það alvarlega. Auðvitað er líka hægt að gera hina villuna, af því að menn eru svo hræddir um að þeir vinni ekki öll mál, að þeir gegni ekki þessari skyldu sinni. Okkur ber að kæra ef rökstuddur grunur er. Við eigum ekki að leggja mat á það hvað er best fyrir okkur. Þetta er bara ótvíræð skylda.“Ólöglegt að leita sátta Hann segir að það hafi verið ólöglegt að ljúka málinu með sáttaferli. „Varðandi það að ef menn ætli að segja að þetta hafi verið sérstök herferð, þá reyndi ég að kanna þann möguleika, áður en Samherji var kærður í fyrra skiptið, sagði ég við mína lögfræðinga og aðra: „Er ekki hægt að setja þetta mál í sáttaferli?“ Vegna þess að svona mál eru flókin. Þá var kallað á hæstaréttarlögmann sem sagði bara réttilega, og las upp úr lögunum: „Þú mátt það ekki. Þá ert þú að brjóta lögin“,“ sagði Már Guðmundsson en samtal þeirra Kristjáns má nálgast í heild sinni hér að neðan. Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Sprengisandur Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 „Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30 Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. Í upphafi mánaðarins ógilti Hæstiréttur fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna ætlaðra brota fyrirtækisins á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri á árunum eftir hrun. Eftir úrskurð Hæstaréttar steig forstjóri Samherja fram og bar seðlabankastjóra þungum sökum, sagði hann hafa gerst brotlegan við lög og að Samherji íhugaði nú að sækja seðlabankastjóra til saka vegna málsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Már sagðist ekki ætla að tjá sig nánar um hugsanlega kæru Samherja á hendur sér, fyrirtækið hafi rétt til að leita réttar síns.Höftin láku „Það verður náttúrulega að hafa það í huga, að það er hin hliðin á þessu máli, það er að á þessum tíma, láku höftin allverulega, sérstaklega á árinu 2009. Bæði vantaði upp á skilaskylduna og það var verið að koma með aflandskrónur í stórum stíl til landsins. Menn voru náttúrulega að græða á þessu öllu. Sá hagnaður féll ekki af himnum ofan. Hann kom úr vasa almennings,“ segir Már. Hann segir það hafa verið skyldu Seðlabankans að láta gjaldeyrishöftin halda. Það hafi tekist að lokum og gjaldeyrisskilin batnað. „Við litum á þessa skyldu okkar og tókum það alvarlega. Auðvitað er líka hægt að gera hina villuna, af því að menn eru svo hræddir um að þeir vinni ekki öll mál, að þeir gegni ekki þessari skyldu sinni. Okkur ber að kæra ef rökstuddur grunur er. Við eigum ekki að leggja mat á það hvað er best fyrir okkur. Þetta er bara ótvíræð skylda.“Ólöglegt að leita sátta Hann segir að það hafi verið ólöglegt að ljúka málinu með sáttaferli. „Varðandi það að ef menn ætli að segja að þetta hafi verið sérstök herferð, þá reyndi ég að kanna þann möguleika, áður en Samherji var kærður í fyrra skiptið, sagði ég við mína lögfræðinga og aðra: „Er ekki hægt að setja þetta mál í sáttaferli?“ Vegna þess að svona mál eru flókin. Þá var kallað á hæstaréttarlögmann sem sagði bara réttilega, og las upp úr lögunum: „Þú mátt það ekki. Þá ert þú að brjóta lögin“,“ sagði Már Guðmundsson en samtal þeirra Kristjáns má nálgast í heild sinni hér að neðan.
Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Sprengisandur Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 „Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30 Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30
Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00
„Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30
Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03