Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 22:06 Boeing 757 vél Loftfleidir Icelandic á Suðurskautinu. Ágúst Hákonarson Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallarinnar. Í ágúst 2017 gerðu Loftleiðir Icelandic samning við stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum um endurskipulagningu Cabo Verde Airlines. Markmið samkomulagsins var jafnframt að styrkja alþjóðaflugvöllinn á Grænhöfðaeyjum, að byggja eyjarnar upp sem vænlegan áfangastað og að byggja upp tengiflugsbanka fyrir alþjóðaflug. Þá lá jafnframt fyrir að hugað væri að einkavæðingu félagsins. Cabo Verde Airlines hefur nú þegar rekstrarleyfi til að fljúga áætlunarflug til Evrópu og Bandaríkjanna.Kaupverðið trúnaðarmál Í tilkynningunni segir að kaupverðið á meirihluta í félaginu sé trúnaðarmál. Að hlutatil verður greitt fyrir félagið með þeirri vinnu sem starfsmenn Loftleiða Icelandic hafa þegar innt af hendi en kaupin fara fram í gegnum félagið Loftleiðir Cabo Verde. Loftleiðir Icelandic eiga 70% hlut í félaginu en aðrir hluthafar 30%. Kaupin hafa óveruleg áhrif á reikningsskil Icelandair Group samkvæmt tilkynningu þar sem Cabo Verde Airlines mun ekki verða hluti af samstæðureikningi Icelandair Group. Eignarhluturinn verður færður á meðal hlutdeildarfélaga. „Það felast í því mikil tækifæri fyrir Loftleiðir Icelandic að taka þátt í kaupum á meirihluta Cabo Verde Airlines þar sem búist er við mikilli fjölgun farþega í Afríku á næstu árum. Við höfum nú þegar komið að endurskipulagningu félagsins og rekstur Cabo Verde Airlines fellur vel að þeim verkefnum sem Loftleiðir Icelandic sinna víða um heim,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic í tilkynningu. „Sú þekking og reynsla sem þegar er til staðar innan Loftleiða Icelandic og systurfélaga hefur nýst vel við endurskipulagningu félagsins og myndi nýtast áfram við frekari uppbyggingu. Þá væri möguleiki á að nýta flugvélar úr flota Icelandair Group og eftir atvikum áhafnir, líkt og gert er nú þegar. Við myndum jafnframt sækja frekar í reynslu Icelandair hvað varðar uppbyggingu tengiflugs. Í tilfelli Cabo Verde Airlines eru til staðar tækifæri fyrir vel skipulagt tengiflug á milli Evrópu og Suður Ameríku annars vegar og Vestur Afríku og Norður Ameríku hins vegar, ásamt Vestur Afríku og Evrópu. Staðsetning eyjanna er ákjósanleg fyrir slíka uppbyggingu.“ Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Icelandair Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi. 24. apríl 2018 08:34 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallarinnar. Í ágúst 2017 gerðu Loftleiðir Icelandic samning við stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum um endurskipulagningu Cabo Verde Airlines. Markmið samkomulagsins var jafnframt að styrkja alþjóðaflugvöllinn á Grænhöfðaeyjum, að byggja eyjarnar upp sem vænlegan áfangastað og að byggja upp tengiflugsbanka fyrir alþjóðaflug. Þá lá jafnframt fyrir að hugað væri að einkavæðingu félagsins. Cabo Verde Airlines hefur nú þegar rekstrarleyfi til að fljúga áætlunarflug til Evrópu og Bandaríkjanna.Kaupverðið trúnaðarmál Í tilkynningunni segir að kaupverðið á meirihluta í félaginu sé trúnaðarmál. Að hlutatil verður greitt fyrir félagið með þeirri vinnu sem starfsmenn Loftleiða Icelandic hafa þegar innt af hendi en kaupin fara fram í gegnum félagið Loftleiðir Cabo Verde. Loftleiðir Icelandic eiga 70% hlut í félaginu en aðrir hluthafar 30%. Kaupin hafa óveruleg áhrif á reikningsskil Icelandair Group samkvæmt tilkynningu þar sem Cabo Verde Airlines mun ekki verða hluti af samstæðureikningi Icelandair Group. Eignarhluturinn verður færður á meðal hlutdeildarfélaga. „Það felast í því mikil tækifæri fyrir Loftleiðir Icelandic að taka þátt í kaupum á meirihluta Cabo Verde Airlines þar sem búist er við mikilli fjölgun farþega í Afríku á næstu árum. Við höfum nú þegar komið að endurskipulagningu félagsins og rekstur Cabo Verde Airlines fellur vel að þeim verkefnum sem Loftleiðir Icelandic sinna víða um heim,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic í tilkynningu. „Sú þekking og reynsla sem þegar er til staðar innan Loftleiða Icelandic og systurfélaga hefur nýst vel við endurskipulagningu félagsins og myndi nýtast áfram við frekari uppbyggingu. Þá væri möguleiki á að nýta flugvélar úr flota Icelandair Group og eftir atvikum áhafnir, líkt og gert er nú þegar. Við myndum jafnframt sækja frekar í reynslu Icelandair hvað varðar uppbyggingu tengiflugs. Í tilfelli Cabo Verde Airlines eru til staðar tækifæri fyrir vel skipulagt tengiflug á milli Evrópu og Suður Ameríku annars vegar og Vestur Afríku og Norður Ameríku hins vegar, ásamt Vestur Afríku og Evrópu. Staðsetning eyjanna er ákjósanleg fyrir slíka uppbyggingu.“
Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Icelandair Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi. 24. apríl 2018 08:34 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi. 24. apríl 2018 08:34