Meistaraverk Óttar Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Jólabókavertíðin er hafin og forlögin kynna af miklu kappi nýjar bækur. Samkeppnin er hörð enda fer bóksala og áhugi á bókum hratt minnkandi. Tölvuleikir og netsamskipti hafa náð yfirhöndinni. Bókin er á hröðu undanhaldi eins og sjá má út um allt samfélagið. Fyrir einhverjum árum sátu allir flugfarþegar með bók en núna eru flestir með tölvuskjá og horfa á skemmtiefni. Á biðstofum lækna og opinberra stofnana rýna menn í símann sinn en láta blöð og bækur afskiptalaus. Fæstir nenna að lesa langa doðranta og fólk velur hraða viðburðarás kvikmyndaheimsins. Bóklæsi víkur fyrir myndlæsi. Bókaútgefendur eiga heiður skilinn fyrir elju sína og þvermóðsku. Miklu skiptir að auglýsa bækur við þessar erfiðu kringumstæður. Það er venjulega gert með tilvitnunum í gagnrýnendur eða valinkunna gáfumenn sem tjá sig á netinu. Það vekur athygli og ánægju að allar bækur sem eru til umfjöllunar eru meistaraverk. Fjölmiðlar nota stjörnugjöf til að raða bókum í flokka og stærstur hlutinn fær fullt hús stiga, 4-5 stjörnur. Þegar bókmenntarýni samtímans er lesin mætti halda að þjóðin ætti sér nýjan Laxness, Hemingway eða jafnvel Shakespeare í hverri hillu. Einungis hástemmd lýsingarorð ná utan um alla þessa nýútkomnu snilld. Gagnrýnendur fyllast sæluhrolli við lesturinn og höfundar sigla með himinskautum í allri umfjöllun. „Íslands óhamingju verður allt að vopni,“ var einu sinni sagt. Það er sorglegt að bókin skuli vera deyjandi fyrirbæri einmitt þegar íslenskir höfundar hafa náð þessum bókmenntalegu hæðum. Þegar allt benti til þess að þeir væru að sigra heiminn með snilld sinni, gaf bókin upp öndina og framhaldsþættir á Netflix tóku við. Þetta heitir á vondu máli að toppa á kolvitlausum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Jólabókavertíðin er hafin og forlögin kynna af miklu kappi nýjar bækur. Samkeppnin er hörð enda fer bóksala og áhugi á bókum hratt minnkandi. Tölvuleikir og netsamskipti hafa náð yfirhöndinni. Bókin er á hröðu undanhaldi eins og sjá má út um allt samfélagið. Fyrir einhverjum árum sátu allir flugfarþegar með bók en núna eru flestir með tölvuskjá og horfa á skemmtiefni. Á biðstofum lækna og opinberra stofnana rýna menn í símann sinn en láta blöð og bækur afskiptalaus. Fæstir nenna að lesa langa doðranta og fólk velur hraða viðburðarás kvikmyndaheimsins. Bóklæsi víkur fyrir myndlæsi. Bókaútgefendur eiga heiður skilinn fyrir elju sína og þvermóðsku. Miklu skiptir að auglýsa bækur við þessar erfiðu kringumstæður. Það er venjulega gert með tilvitnunum í gagnrýnendur eða valinkunna gáfumenn sem tjá sig á netinu. Það vekur athygli og ánægju að allar bækur sem eru til umfjöllunar eru meistaraverk. Fjölmiðlar nota stjörnugjöf til að raða bókum í flokka og stærstur hlutinn fær fullt hús stiga, 4-5 stjörnur. Þegar bókmenntarýni samtímans er lesin mætti halda að þjóðin ætti sér nýjan Laxness, Hemingway eða jafnvel Shakespeare í hverri hillu. Einungis hástemmd lýsingarorð ná utan um alla þessa nýútkomnu snilld. Gagnrýnendur fyllast sæluhrolli við lesturinn og höfundar sigla með himinskautum í allri umfjöllun. „Íslands óhamingju verður allt að vopni,“ var einu sinni sagt. Það er sorglegt að bókin skuli vera deyjandi fyrirbæri einmitt þegar íslenskir höfundar hafa náð þessum bókmenntalegu hæðum. Þegar allt benti til þess að þeir væru að sigra heiminn með snilld sinni, gaf bókin upp öndina og framhaldsþættir á Netflix tóku við. Þetta heitir á vondu máli að toppa á kolvitlausum tíma.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar