Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 12:15 Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarps úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þetta var gert meðal annars vegna efasemda um að fyrirtækið gæti endurgreitt lánið. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið glími við alvarlegan lausafjárvanda. Hann segir að vandinn sé tvíþættur. „Ríkið hefur tekið á sig þá skyldu að dreifa pósti, bæði bréfum og pökkum upp að tuttugu kílóum, úti um allt land. Íslandspóstur sinnir því verkefni, samkvæmt rekstrarleyfi, fyrir hönd ríkisins. Það er töluvert stór hluti af þessum markaði sem stendur ekki undir sér, þ.e. kostnaðurinn við dreifingu er miklu meiri en sem nemur tekjunum. Þar verður Íslandspóstur að sinna þjónustunni en annars staðar erum við í samkeppni við aðila um pakkadreifingar þar sem það er hagkvæmt. Það er þessi svokallaða ófjármagnaða alþjónustubyrði sem er vandamálið og hefur verið vandamál í fjölmörg ár,“ segir Ingimundur. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.Ingimundur segir að Íslandspóstur þurfi að fá lán frá ríkissjóði til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þá þurfi að kanna hvort ástæða sé til að endurskoða rekstrarfyrirkomulagið en hann segir að Íslandspóstur sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. Reyndar er það skylda stjórnenda að vekja athygli á því og fylgja því eftir ef annað kemur ekki til. En hér er um að ræða opinbera þjónustu sem er veitt lögum samkvæmt og ég hef trú á því að menn átti sig á því að það verður einhver að taka við keflinu. Þetta er ekkert séríslenskt vandamál. Póstfyrirtæki í öllum hinum vestræna heimi standa frammi fyrir sama vandamáli og hafa gert það undanfarin ár. Það má segja að sérstaðan hér á Íslandi er sú að Íslandspóstur er sennilega eina, eða eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem ekki hefur notið neinna framlaga úr ríkissjóði. Norski pósturinn er til dæmis að fá sjö þúsund milljónir í greiðsluir frá norska ríkinu fyrir að sinna alþjónustunni. Sænski og danski pósturinn, sem er í sameiginlegu fyrirtæki, fékk þrjátíu milljarða frá ríkisstjórn Svíþjóðar og Danmerkur í byrjun þessa árs. Svona mætti lengi áfram telja,“ segir Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Fjallað var um vanda Íslandspósts og rætt við Ingimund Sigurpálsson í fréttum Stöðvar 2 gær. Íslandspóstur Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarps úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þetta var gert meðal annars vegna efasemda um að fyrirtækið gæti endurgreitt lánið. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið glími við alvarlegan lausafjárvanda. Hann segir að vandinn sé tvíþættur. „Ríkið hefur tekið á sig þá skyldu að dreifa pósti, bæði bréfum og pökkum upp að tuttugu kílóum, úti um allt land. Íslandspóstur sinnir því verkefni, samkvæmt rekstrarleyfi, fyrir hönd ríkisins. Það er töluvert stór hluti af þessum markaði sem stendur ekki undir sér, þ.e. kostnaðurinn við dreifingu er miklu meiri en sem nemur tekjunum. Þar verður Íslandspóstur að sinna þjónustunni en annars staðar erum við í samkeppni við aðila um pakkadreifingar þar sem það er hagkvæmt. Það er þessi svokallaða ófjármagnaða alþjónustubyrði sem er vandamálið og hefur verið vandamál í fjölmörg ár,“ segir Ingimundur. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.Ingimundur segir að Íslandspóstur þurfi að fá lán frá ríkissjóði til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þá þurfi að kanna hvort ástæða sé til að endurskoða rekstrarfyrirkomulagið en hann segir að Íslandspóstur sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. Reyndar er það skylda stjórnenda að vekja athygli á því og fylgja því eftir ef annað kemur ekki til. En hér er um að ræða opinbera þjónustu sem er veitt lögum samkvæmt og ég hef trú á því að menn átti sig á því að það verður einhver að taka við keflinu. Þetta er ekkert séríslenskt vandamál. Póstfyrirtæki í öllum hinum vestræna heimi standa frammi fyrir sama vandamáli og hafa gert það undanfarin ár. Það má segja að sérstaðan hér á Íslandi er sú að Íslandspóstur er sennilega eina, eða eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem ekki hefur notið neinna framlaga úr ríkissjóði. Norski pósturinn er til dæmis að fá sjö þúsund milljónir í greiðsluir frá norska ríkinu fyrir að sinna alþjónustunni. Sænski og danski pósturinn, sem er í sameiginlegu fyrirtæki, fékk þrjátíu milljarða frá ríkisstjórn Svíþjóðar og Danmerkur í byrjun þessa árs. Svona mætti lengi áfram telja,“ segir Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Fjallað var um vanda Íslandspósts og rætt við Ingimund Sigurpálsson í fréttum Stöðvar 2 gær.
Íslandspóstur Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira