Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 12:15 Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarps úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þetta var gert meðal annars vegna efasemda um að fyrirtækið gæti endurgreitt lánið. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið glími við alvarlegan lausafjárvanda. Hann segir að vandinn sé tvíþættur. „Ríkið hefur tekið á sig þá skyldu að dreifa pósti, bæði bréfum og pökkum upp að tuttugu kílóum, úti um allt land. Íslandspóstur sinnir því verkefni, samkvæmt rekstrarleyfi, fyrir hönd ríkisins. Það er töluvert stór hluti af þessum markaði sem stendur ekki undir sér, þ.e. kostnaðurinn við dreifingu er miklu meiri en sem nemur tekjunum. Þar verður Íslandspóstur að sinna þjónustunni en annars staðar erum við í samkeppni við aðila um pakkadreifingar þar sem það er hagkvæmt. Það er þessi svokallaða ófjármagnaða alþjónustubyrði sem er vandamálið og hefur verið vandamál í fjölmörg ár,“ segir Ingimundur. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.Ingimundur segir að Íslandspóstur þurfi að fá lán frá ríkissjóði til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þá þurfi að kanna hvort ástæða sé til að endurskoða rekstrarfyrirkomulagið en hann segir að Íslandspóstur sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. Reyndar er það skylda stjórnenda að vekja athygli á því og fylgja því eftir ef annað kemur ekki til. En hér er um að ræða opinbera þjónustu sem er veitt lögum samkvæmt og ég hef trú á því að menn átti sig á því að það verður einhver að taka við keflinu. Þetta er ekkert séríslenskt vandamál. Póstfyrirtæki í öllum hinum vestræna heimi standa frammi fyrir sama vandamáli og hafa gert það undanfarin ár. Það má segja að sérstaðan hér á Íslandi er sú að Íslandspóstur er sennilega eina, eða eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem ekki hefur notið neinna framlaga úr ríkissjóði. Norski pósturinn er til dæmis að fá sjö þúsund milljónir í greiðsluir frá norska ríkinu fyrir að sinna alþjónustunni. Sænski og danski pósturinn, sem er í sameiginlegu fyrirtæki, fékk þrjátíu milljarða frá ríkisstjórn Svíþjóðar og Danmerkur í byrjun þessa árs. Svona mætti lengi áfram telja,“ segir Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Fjallað var um vanda Íslandspósts og rætt við Ingimund Sigurpálsson í fréttum Stöðvar 2 gær. Íslandspóstur Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarps úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þetta var gert meðal annars vegna efasemda um að fyrirtækið gæti endurgreitt lánið. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið glími við alvarlegan lausafjárvanda. Hann segir að vandinn sé tvíþættur. „Ríkið hefur tekið á sig þá skyldu að dreifa pósti, bæði bréfum og pökkum upp að tuttugu kílóum, úti um allt land. Íslandspóstur sinnir því verkefni, samkvæmt rekstrarleyfi, fyrir hönd ríkisins. Það er töluvert stór hluti af þessum markaði sem stendur ekki undir sér, þ.e. kostnaðurinn við dreifingu er miklu meiri en sem nemur tekjunum. Þar verður Íslandspóstur að sinna þjónustunni en annars staðar erum við í samkeppni við aðila um pakkadreifingar þar sem það er hagkvæmt. Það er þessi svokallaða ófjármagnaða alþjónustubyrði sem er vandamálið og hefur verið vandamál í fjölmörg ár,“ segir Ingimundur. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.Ingimundur segir að Íslandspóstur þurfi að fá lán frá ríkissjóði til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þá þurfi að kanna hvort ástæða sé til að endurskoða rekstrarfyrirkomulagið en hann segir að Íslandspóstur sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. Reyndar er það skylda stjórnenda að vekja athygli á því og fylgja því eftir ef annað kemur ekki til. En hér er um að ræða opinbera þjónustu sem er veitt lögum samkvæmt og ég hef trú á því að menn átti sig á því að það verður einhver að taka við keflinu. Þetta er ekkert séríslenskt vandamál. Póstfyrirtæki í öllum hinum vestræna heimi standa frammi fyrir sama vandamáli og hafa gert það undanfarin ár. Það má segja að sérstaðan hér á Íslandi er sú að Íslandspóstur er sennilega eina, eða eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem ekki hefur notið neinna framlaga úr ríkissjóði. Norski pósturinn er til dæmis að fá sjö þúsund milljónir í greiðsluir frá norska ríkinu fyrir að sinna alþjónustunni. Sænski og danski pósturinn, sem er í sameiginlegu fyrirtæki, fékk þrjátíu milljarða frá ríkisstjórn Svíþjóðar og Danmerkur í byrjun þessa árs. Svona mætti lengi áfram telja,“ segir Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Fjallað var um vanda Íslandspósts og rætt við Ingimund Sigurpálsson í fréttum Stöðvar 2 gær.
Íslandspóstur Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira